Morgunblaðið - 24.05.2016, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Bílar fyrirtækja eru atvinnutæki sem treysta þarf á og því mikilvægt
að bilunum sé haldið í lágmarki og endursöluvirði í hámarki.
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen og Skoda.
• Bein tölvutenging við upplýsingabanka framleiðenda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má
flest allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á
Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
• Bílson býður þjónustuskoðanir, smurþjónustu og allar almennar
bifreiðaviðgerðir.
SÉRSNIÐIN ÞJÓNUSTA AÐ
BÍLAFLOTA FYRIRTÆKJA
Atvinnubílar
og Volkswagen að innkalla um
630.000 bíla til að ráða bót á þessu
vandamáli. Að sögn Der Spiegel og
Monitor var útblástursstjórnbún-
aður Opel Astra forritaður á þann
veg að hann virkaði aðeins þegar
lofthiti væri yfir 17°C, sem í raun
þýðir að hann hefur verið óvirkur
mestan part ársins.
Hreinsibúnaðurinn
bara í gangi í prófum?
Ítalski bílsmiðurinn Fiat hefur
ekki viljað tjá sig um hvers vegna
hann er kallaður inn á teppið hjá
KBA-nefndinni í Berlín í þessari
viku. Hefur Fiat og ítrekað harð-
neitað notkun ólöglegs búnaðar til
að hagræða útblásturslosun bíla
sinna með klækjabrögðum. Þýski
samgönguráðherrann Alexander
Dobrindt segir að taka þurfi eitt til-
tekið Fiat-módel til rannsóknar en
við skoðun þess hjá KBA-nefndinni
kom í ljós að bíllinn slökkti á útblást-
ursstýringunum rétt eftir hin op-
inberu mengunarpróf nefndarinnar.
Hermt er að bíllinn hafi verið af
gerðinni Fiat 500X. Beinist athyglin
að því hvort Fiat hafi brúkað sér-
stakan búnað til að blekkja meng-
unarmælitæki skoðunarstöðva. Op-
inbert mengunarmælipróf tekur um
20 mínútur en í ljós kom að meng-
unarvarnir nokkurra Fiat-bíla
slökktu á sér eftir að hafa verið 22
mínútur í gangi.
Af hálfu þýskra samgöngu-
yfirvalda hefur því verið haldið fram
að módelin Opel (og Vauxhall) In-
signia og Opel Zafira losi of mikið af
lofttegundinni nituroxíði (NOx). Síð-
ar tilkynntu bílsmiðirnir að þeir
hefðu ákveðið að innkalla viðkom-
andi bíla og gera á þeim bragarbót.
VW kallaði yfir sig mestu kreppu í
sögu sinni í september í fyrra er af-
hjúpað var að fyrirtækið hafði laum-
að forritum inn í stjórntölvur um 11
milljóna dísilbíla í þeim tilgangi að
blekkja mengunarmælibúnað. Sér
enn ekki fyrir endann á afleiðingum
þess fyrir þýska bílsmiðinn gam-
algróna.
agas@mbl.is
Mengunarvarnabúnaður Opel
Zafira reyndist aðfinnsluverður.
meiri, eða 22% í fyrra, 2015. Og það
sem af er ári þykir ljóst að rafbíl-
arnir eru á frekari uppleið.
Til þessa hefur rafgolf VW selst
mest frá síðustu áramótum í Noregi.
Nissan Leaf er enn sem komið er al-
gengasti rafbíllinn þar í landi og er í
öðru sæti það sem af er ári. Í þriðja
sæti er BMW i3. Í fjórða sæti er svo
Tesla Model S og í því fimmta Re-
nault ZOE, sem aftur á móti er sölu-
hæsti rafbíllinn í Evrópu allri.
agas@mbl.is
Áfram heldur rafbílasala að slá öll
met í Noregi, engin þjóð kaupir eins
mikið af rafbílum og Norðmenn, í
hlutfalli við íbúafjölda. Rafbílar
höfða hins vegar misjafnlega til
kynjanna.
Ný og víðtæk könnun, sem grein-
ingafyrirtækið InFact gerði fyrir
raforkudreifingarfyrirtækið Fjord-
kraft, leiðir í ljós að hlutfallslega
fleiri konur en karla langar í nýjan
rafbíl. Einnig kemur fram að konur
eru jákvæðari gagnvart rafbílum en
karlar.
Þegar á heildina er litið virðast
rafbílar höfða nokkuð sterkt til
Norðmanna. Meðan 43% sögðu raf-
bílakaup af sinni hálfu tiltölulega
líkleg, sögðu 14% þau afar líkleg.
Öndverðrar skoðunar voru hins veg-
ar 37% og skoðast jákvæðir því 63%.
Sömuleiðis kom í ljós að konur eru
jákvæðastar fyrir því að brúka rafbíl
til daglegra nota. Sögðust 63%
þeirra myndu gera það en hjá körl-
um var hlutfallið 50%.
Hlutdeild raf- og tvinnbíla í Evr-
ópu er enn sem komið er aðeins rétt
rúmlega eitt prósent af heildinni. Í
Noregi var skerfur þeirra margfalt
Konur sólgnari
í rafbíla en karlar
Renault ZOE
er mest seldi
rafbíllinn í Evr-
ópu það sem
af er ári en í
Noregi er hann
bara í fimmta
sæti, á eftir
VW e-Golf,
Nissan Leaf,
BMW i3 og
Tesla Model S.
Kynin hafa ólíkar áherslur í bílakaupum