Víkurfréttir - 27.03.2003, Side 5
196 keppendur í stærðfræðikeppni
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var
haldin í sjötta sinn 26. febrúar. Fjölbrauta-
skóli Suðumesja heldur keppnina og hef-
ur hún alltaf verið í samvinnu við Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði en þaðan kemur keppnin.
Tilgangur keppninnar er að auka áhuga nem-
enda á stærðfræði og efla samstarf við grunn-
skóla á svæðinu og síðast en ekki síst að hafa
gaman að þessu.
Keppendur í stærðfræðikeppninni hafa aldrei verið
fleiri en nú og tóku 196 nemendur þátt í keppninni
frá öllum byggðarlögum á Suðurnesjum og var
skipting milli kynja nokkuð jöfn, 95 stelpur og 101
strákur. Keppendur voru 67 í 8. bekk, 79 í 9. bekk
og 50 í 10. bekk.
Sl. þriðjudag veitti Fjölbrautaskóli Suðumesja við-
urkenningarskjöl fyrir tíu fyrstu sætin í hvetjum ár-
gangi. Soffía Ólafsdóttir þjónustustjóri íslands-
banka í Keflavík veitti nemendum í þremur efstu
sætunum peningaverðlaun, 15.000 kr. fyrir íyrsta
sætið, 10.000 kr. fyrir annað sætið og 5.000 kr. íýrir
þriðja sætið, en Islandsbanki hefur verið styrktarað-
ili keppninnar tfá upphafi. Ennfremur gefur Verk-
fræðistofa Suðumesja þeim keppendum sem lenda í
þremur efstu sætunum grafískan vasareikni af
CASIO gerð sem hægt er að nota bæði í framhalds-
skóla sem og háskóla.
Eftir afhendingu viðurkenninga og myndatökur var
öllum boðið upp á kaffi, gos og meðlæti.
Keppnin nú var nokkuð jöfn en verðlaunahafar voru:
10. bekkur:
Þóra Björg Sigurþórsdóttir, Heiðarskóli
Þórunn Kristín Kjærbo, Grunnskóli Sandgerðis
Anna Andrésdóttir, Njarðvíkurskóli
9. bekkur:
Alexander Veigar Þórarinsson, Grunnskóli Grindavíkur
Bogi Rafh Einarsson, Gmnnskóli Grindavíkur
Díana María Margeirsdóttir, Grunnskóli Grindavíkur
8. bekkur:
Sara Sigurðardóttir, Grunnskóli Grindavíkur
Berglind Anna Magnúsdóttir, Gmnnskóli Grindavikur
Halldís Thoroddsen, Holtaskóli.
Sjálfstæðisflokkurinn opnaði nýja kosningaskrifstofu sl. föstudag sem
er til húsa að Hafnargötu 90. Margt var um manninn við opnunina, m.a.
allir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjordæmi.
Árni Sigfússon bæjarstjóri mætti einnig á svæðið. Mikið var rætt um
pólitík og komandi alþingiskosningar. Boðið var upp á léttar veitingar,
kaffi og kökur. Á myndinni má sjá Júlíus Jónsson, Finnboga Björnsson,
Lúðvík Gunnarsson og Drífu Hjartardóttur.
Samræming lóða-
leigu í Reykjanesbæ
Kjartan Már Kjartansson bæj-
arfúlltrúi Framsóknarflokksins
flutti tillögu á síðasta fundi
bæjarstjómar um að samræma
lóðarleigu landeigenda í
Reykjanesbæ og var tillagan
samþykkt samhljóða. Lóða-
leiga í Reykjanesbæ er með
því hæsta sem þekkist á land-
inu en lóðimar eru ýmist í eigu
einkaaðila, rikisins eða sveitar-
félaga. Kjartan segir að lóðar-
leigan sé reiknuð út með mis-
munandi aðferðum, þ.e. sem
ákveðið hlutfall af fasteigna-
mati lóða, sem hlutfall af
verkamannalaunum og stund-
um sé sett fram upphæð sem
endurskoðuð er á 10 ára íresti.
Með tillögu sinni vill Kjartan
Már að eigendur fasteigna í
Reykjanesbæ greiði lóðaleigu
á sömu forsendum. í greinar-
gerð með tillögunni er einnig
velt upp þeim möguleika að
lækka lóðaleigu til jafns við
það sem gerist í nágrannasveit-
arfélögunum t.d. Hafnarfirði:
„Mér finnst þetta fyrst og
fremst vera réttlætismál, þ.e.
að íbúar Reykjanesbæjar
greiði allir lóðaleigu á sömu
forsendum og að lóðaleiga í
Reykjanesbæ sé ekki hærri en
í þeim sveitarfélögum sem við
berum okkur helst saman við,“
sagði Kjartan Már Kjartansson
í samtali við Víkurfréttir.
ALDREIAÐUR A SUÐURNESJUM!
Topp vörumerki á undraverði!
VERÐ UNDIR
HEILDSÖLUVERÐl
K0NIIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP
ft ALLA FJÖLSKYLDUNA.
Dagana 28. - 30. mars í gömlu
Miðbæjar-versluninni, Hringbraut 92, í Reykjanesbæ.
Flíspeysur, jakkar,buxur,ofl
Það besta í útvist.
J
Skyldueign allra sem
vilja það besta í sandölum.
Mikið úrval af
vönduðum fatnaði og skóm.
^asiö
Toppurinn í hlaupaskóm
og alhliða íþróttaskóm.
OshKosh
B’GOSH
Bara það besta
fyrir börnin.
pumn
Alltaf í takt
við tímann.
casall
Leiðandi í
íþróttafatnaði kvenna.
ÖSKAR
Sport og barnaföt
Hafnargötu 23 - Sími 421 4922
VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAB FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 5