Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Page 6

Víkurfréttir - 27.03.2003, Page 6
IMNHSIMTUÞJÓNUSTA PREMIUM INNHEIMTUVAKTIN Fyrirhuguðum 44. aðalfundi Stangveiðifélags Keflavikur sem halda átti fimmtudaginn 27. mars 2003 hefur verið frestað til fimmtudagsins 3. apríl 2003. Fundurinn verður haldinn í sal félagsins að Hafnargötu 15 e.h. og hefst hann stundvíslega kl. 20. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar ífundarhléi. Félagar hvattirtil að mæta og sýna styrk félagsins. Stjórnin Stórframkvæmdir við Hafnargötuna - fjöldi bílastæða tvöfaldast og fyrsta áfanga lokið 16. júní í gær var haldinn kynningarfund- ur vegna framkvæmda á Hafnar- götunni sem hefjast senn. Fund- urinn var haldinn á Ránni og var töluverður fjöldi fólks á fundin- um. Að sögn Arna Sigfussonar bæjarstjóra var fundurinn haldinn með það að markmiði að kynna framkvæmdirnar og fá hugmynd- ir og athugasemdir frá íbúum. Viðar Már Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti fram- kvæmdirnar en gert er ráð fyrir að kostnaður við þær verði um 350 milljónir króna og að fram- kvæmdatími verði 17-18 mánuð- ir. Gert er ráð fyrir fjórum hring- torgum á Hafnargötunni og að umhverfi götunnar verði fegrað, auk hliðargatna sem verða teknar í gegn. Framkvæmdunum er skipt niður í 6 áfanga og er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga, þ.e. svæðið á milli Aðalgötu og Tjamargötu, verði lokið þann 16. júní nk. Samkvæmt skipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir að þungaumferð verði um Ægis- götuna þegar búið verður að fylla það svæði upp og léttir þar með á urnferð um Hafhargötuna. Arni Sigfússon sagði að Reykja- nesbær óskaði eftir nánu sam- starfi við ibúa og eigendur húsa við Haíhargötu um framkvæmd- irnar og m.a. verður boðið upp á ráðgjöf arkitektastofu varðandi litaval húsa við götuna. Gert er ráð fyrir að bílastæðafjöldi muni tvöfaldast við Hafnargötuna í kjölfar ffamkvæmdanna. KVIKNAÐI í ÚT FRÁ SJÓNVARPI Um klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um eld í íbúð við Faxabraut í Keflavík í nótt. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá sjónvarpi og var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Hjón voru í íbúðinni en þau voru komin út þegar slökkvilið bar að. Hjónin voru í fastasvefni þegar eldurinn kvikn- aði, en þau vöknuðu við sprengingu sem talið er að hafi verið í sjónvarpinu. Karlmaður var lagður inn á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Greiðlega gekk að slökk- va eldinn. Sjómenn á Suðurnesjum! Hver er staðan í öryggismálum ykkar í dag? Málfundir um öryggismál sjómanna verða haldnir víða um land á árinu. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig öryggi sjómanna varða eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum að. Fyrsti fundurinn verður haldinn í húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík mánudaginn 31. mars n.k. kl. 20.00-22.30. Fundarstjóri verður Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands. Á fundunum verða eftirtalin erindi: 1. Hvers vegna áætlun um öryggismál sjófarenda? Siglingastofnun íslands. Farið verður yfir forsendur og verkefni langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda árin 2001-2003. 2. Eru sjóslys óumfrýjanleg? Slysavarnaskóli sjómanna. Fjallað verður um slysatíðni til sjós og mögulegar leiðir til að minnka hana. 3. Leitar- og björgunarþjónusta við sjófarendur. Landhelgisgæsla íslands. Farið verður yfir áherslur og framtíðarsýn Landhelgisgæslunnar á fyrirkomulagi leitar- og björgunarþjónustu við sjófarendur. 4. Tilkynningaskylda íslenskra skipa. Kynning verður á starfsemi STK og frætt verður um notkun STK-tækis um borð í skipum. 5. Jákvætt viðmót til öryggismála. Landssamband smábátaeigenda. Fjallað verður um öryggi smábátasjómanna. 6. Hver er mín skoðun á öryggismálum sjómanna? Staðkunnur einstaklingur segirfrá skoðunum og áherslum sínum á öryggismálum sjómanna. Á fundinum er gert ráð fyrir tíma í fyrirspurnir til fyrirlesara og í umræður að erindum loknum. Næstu fundir eru áætlaðir: á Snæfellsnesi í apríl, á ísafirði I maí, á Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum I haust. Málfundirnir verða auglýstir nánar síðar. Fundirnir eru haldnir í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda og að þeim standa: Samgönguráðuneyti, Siglingastofnum íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Islands, Landsamband smábátaeigenda, Sjómannasamband íslands, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Vélstjórafélag íslands og Landsamband íslenskra útvegsmanna. 6 VÍKURFRÉTTIR A NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.