Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 22
Sírrnnn er 421 00°4 johannes@vf-lS Söngvakeppni framhaldsskólanema: Kristín Magnúsdóttir h syngur lagið „Þú“ Söngvakeppni framhaldsskóla- nema verður haldin á Akureyri 29. mars sl. Tuttugu og níu fram- haldsskóiar taka þátt í keppninni í ár og verður henni sjónvarpað beint á RÚV. Kristín Magnúsdóttir keppir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurnesja og flytur lagið „Drops of Jupiter" með hljómsveitinni Train, en lagið heitir á íslensku Þú. Kristín segir í spjalli við VF-17 að hún sé ekkert verulega stressuð fyrir keppnina en hún býst við því að fara yfir um rétt fyrir keppni. Nafn: Kristín Magnúsdóttir Aldur: 15 ára Uppáhaldsgæludýr: Gullbrandur, kötturinn minn, en hann hef- iu' reyndar alltaf verið bara kallaður kisi! Happatala: 3 Hefurðu sungið mikið? Já, hef gert töluvert af því. Af hverju valdirðu þetta lag? Eg settist niður með vin- konum mínum eitt kvöldið og hlustaði á geisladiska- safitið þeirra og fann lagið, og fannst það bara passa vel við mig! Ertu stressuð fyrir keppnina? Nei, kannast ekkert við það. Er frekar afslöppuð týpa, en býst samt alveg við að fara yfir uni nokkrum mín- útum fyrirkeppni!!! Veistu númer hvað þú ert í flytjendaröð? Nei, ég hef ekki hugmynd. Uppáhaldshljómsveit: Travis, Coldplay, David Gray, Bubbi, Sálin og Nýdönsk eru í mestu upp- áhaldi en annars er ég opin fyrir flestu, nema einhveiju sem getur ómögulega tal- ist tónlist! Uppáhaldslag: Þú biður ekki um litið! Það breytist frá mánuði til mán- aðar en er eins og er: „Sem aldrei fyrr“ með Bubba Morthens. Hvaða lag hlustaðirðu síðast á í útvarpinu? Humm... ætli það sé ekki eitthvað sem ég hef heyrt með Weezer á 104,5 Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Ég ætla að feta í fótspor flestra fyrirsætn- anna sem koma í þessu blaði og segja kærastinn minn hann Gústi! Hugsarðu um pólitík? Hvaða flokk myndirðu kjósa ef þú gætir? Ójá, ég hugsa mikið um pólitík og myndi væntanlega kjósa Samfylkinguna eða Vinstri Græna í komandi kosningum... ef ég bara gæti! Hvaða vefsíðu notarðu mest? Þær eru eiginlega tvær. Ég kíki nánast daglega á spjallið á nfs.is og svo er það vit.is útaf ókeypis sms-um! Hvað kemur upp í hugann þegar þú sérð: CNN: íraksdeilan Jakkafot: Veisla Bronco: Bíll Pepsi Twist: Sitróna Skógarþröst: Sumarbústaður Hvernig lög heldurðu að verði í tísku eftir 250 ár? Öll tíska gengur í hringi, líka tónlistar- tíska, þannig að það gæti verið að þá verði allir að hlusta á ragtime eða pönk! REYKJANESBÆR GRINDAVIKURBÆR SANDGERÐISBÆR HITAVEITA SUÐURNESJA HF GERÐAHREPPUR Vatnsleysu- strandarhreppur 22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.