Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.04.2003, Side 2

Víkurfréttir - 15.04.2003, Side 2
£v f opu‘c og 15 aðrir vinningar í Páskaleik Samkaupa! Kassakvittun ÍSamkaup geturfært þér Evrópuferð með Flugleiðum! Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýn- da samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, stjúpsonar, bróður og barnabarns Jónasar Einarssonar Waldorff, Álsvöllum 4, Keflavík. Sérstakar þakkir faerum við foreldrafélagi, kennurum og stjórnendum Heiðarskóla, kennurum Tónlistarskóia Reykjanesbæjar og foreldrafélagi suzukinemenda fyrir ómetanlegan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Helle Alhof, Einar Þórðarson Waldorff, Daníel Einarsson, Karin Alhof, Edda María Einarsdóttir, Þórður Waldorff, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Haukur Árnason, Aðalfríður Stefánsdóttir, Ragnar Jóhannesson. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu á laugardag stórhættulega sprengju við úti- vistarsvæðið að Háabjalla. Sprengjan innihélt um 1,17 kíló af TNT sprengiefni og er mjög hættuleg því sprengibrot þeytast í aliar áttir þegar hún springur. Sprengjuna fundu ungir drengir sem voru að leik í skógræktinni á föstudag. Drengirnir köstuðu sprengj- unni í poll og héldu að þeir myndu vera óhultir ef hún spryngi þar. Foreldrar drengj- anna tilkynntu Lögreglunni í Keflavík um sprengjuna, en að sögn eins foreldranna sinnti lögreglan ekki málinu. Gripu É foreldrarnir því til þess ráðs að tilkynna um málið til Land- helgisgæslunnar. Sigurður Ásgrímsson sprengju- sérfræðingur Landhelgisgæsl- unnar sagði í samtali við Víkur- fréttir að svæðið í kringum Háa- bjalla væri sprengjusvæði eftir heræfingar á fyrri árum. Sagði hann að óskað hefði verið eftir því að sett yrðu upp skilti á svæðinu þar sem varað væri við því að sprengjur kunni að leynast þar. Yfir 600 virkar sprengjur hafa fundist á þessu svæði og hefur Landhelgisgæslan gengið um svæðið og hreinsað til. Grið- arlegur hvellur kom þegar sprengjan sprakk og nötraði jörð- in og þarf ekki að spyija að því hvemig farið hefði ef sprengjan hefði sprungið þegar drengimir voru að leika sér með hana. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar leita nú að fleiri sprengjum í skóginum að Háa- bjalla. Hafnargatan tekur stakkaskiptum Hafnargatan í Keflavík er að taka miklum stakka- skiptum. Nú eru liðnir 10 dagar frá þvi framkvæmdir hófust við endurbyggingu göt- unnar milli Aðalgötu og Tjarn- argötu. Götunni hefur hrein- lega verið mokað í burtu og er þar nú djúpur skurður. Nú er unnið við lagnir á svæðinu en bráðlega verður nýr jarðvegur settur yfir lagnirnar og útlit götunnar mótað. Mikil breyt- ing verður á götunni frá því sem áður var. Bílastæði og gangstéttar verða öðruvísi, auk þess sem gróðri verður komið fyrir og lýsingu breytt. Fjölmargar verslanir og þjón- ustufyrirtæki em á því svæði sem nú er í endurbyggingu og verða eigendur þeirra að treysta á að viðskiptavinir nenni að leggja bilum sínum i talsverðri ijarlægð og ganga síðan á staðinn. Ekki höfum við upplýsingar um það hvort framkvæmdimar hafi haft áhrif á viðskipti i fyrirtækj- um á þessu svæði, því alltaf em einhveijir sem vilja helst leggja framan við innganginn á því fyr- irtæki sem sækja á þjónustu til. Þeir sem ganga um svæðið þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að falla ofan í skurðinn þar sem gat- an var áður, því verktakamir sem vinna verkið hafa lokað svæðinu með hátti girðingu og er það til fyrirmyndar. 16 viðskiptQvinirSamkQupa miðvikudag 16., fimmtudag 17. oglaugardaginn 18. apríl eiga von ó glaðningi. Settu þína kassakvittun (verður að vera frá einhverjum þessara daga) í merktan kassa við innganginn þegar þú ert búin(n) að versla og þú getur verið á leiðinni til einhvers áfangastaðar Flugleiða í Evrópu. Skrifaðu nafn þitt og símanúmer á kassakvittunina áður en þú setur hana í kassann. Einnig 15 aðrir vinningar, 5 gjafabréf í Samkaup að upphæð kr. 5.000, - hvert og tíu Góupáskaegg nr. 6. Aðalfundur Aöalfundur Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 20.30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13, Keflavík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin Það borgar sig að versla í Samkaup. Dregið í lok dags á laugardag. Nöfn vinningshafa birtast á www.vf.ispg í Samkaup. Heimasíða Samkaupa er: www.samkaup.is Vi f 11 y Njarðvík 421 5404 ■ Grindavík 426 8065 ©fe, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur rfi þakkar fyrirtækjum og •-.. einstaklingum stuðninginn, nú í vetur sem áður fyrr. L , L . \ -O/IÆF JT Langbest 1-l;i;.U4:W Landsbankinn 2 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VF-ljósmynd / Hilmar Bragi VF-ljósmyndir / Jóhannes Kr. Kristjánsson

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.