Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.04.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.04.2003, Blaðsíða 8
Ennþá óverulegur verðmunur -Kaskó lægri í annari en Bónus í hinni Verðstríð geisar sem aldrei fyrr milli lágvöruverðs- verslananna Kaskó og Bónus í Reykjanesbæ og er verðmunur óverulegur. Víkur- fréttir gerðu tvær kannanir með þriggja daga millibili og var Kaskó tæplega 3% lægri í þeirri fyrri en Bónus rúmlega 3% lægri í þeirri seinni. Kann- anirnar voru gerðar sl. föstu- dag 11. apríl og mánudaginn 14. aprfl. Þessar tvær kannanir voru örlítið viðameiri en sú sem tekin var 1. apríl sl. Þá var munurinn sam- kvæmt þeirri könnun tæpt eitt prósent sem Bónus var lægra en Kaskó. Nú var Kaskó með tæp- lega 2,85% lægra verð í könnun- inni sl. fóstudag en Bónus var svo með 3.44% lægra verð í eins könnun í fyrradag. Kannað var verð á 45 vörutegundum sem eru eins í báðum verslunum. Ekki er hægt að bera saman verð nema um sé að ræða sömu vöru og magn. Það er ljóst að verðstríð milli þessara aðila er mikið. Verð- breytingar eru tíðar og ýmsar uppákomur sem ekki eru tíund- aðar hér. Báðar verslanir hafa lækkað verð á vissum vöruteg- undum tímabundið þannig að viðskiptavinir eiga í fullu fangi með að fylgjast með. En það er ljóst að þessi harða samkeppni er að koma viðskiptavinum til góða því vöruverðið er mjög lágt. Atvinna Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í blómabúð. Góð enskukunnátta og reynsla af blómaskreytingum nauðsynleg. Upplýsingar í síma 421 2794, 421 1199 eða 821 4454. TVF TIMARIT VIKURFRETTA Lífsreynsluviðtöl í nýjasta TVF Ódýrasta tímarit á íslandi Aðeins 459 lcr. 1 Könnun 11. apríl 1 Könnun 14. apríl Kaskó Bónus C3 Í fa J Coca Puffs 553 gr. 295 299 4 1 1 Mjólkurkex, Frón 400 gr 114 112 i8 CQ Sósujafhari, Maizena 250gr 113 115 Coca Puffs 553 gr. 295 295 289 289 Bamaþurrmjólk, SMA 450 gr 99 298 Mjólkurkex, Frón 400 gr 114 114 109 109 Mjólk 1 Itr. 77 77 Sósujafnari, Maizena 250gr 113 113 108 108 G-mjólk 1/4 ltr. 34 36 Fiskibollur, Ora 830 gr 1/1 dós 179 179 173 173 Engjaþykkni, jarðabeija 64 65 Bamaþurrmjólk, SMA 450 gr 298 298 297 297 Skólajógúrt m/súkkulaði og jarðabeija 52 49 Mjólk 1 ltr. 77 77 77 77 Sýrður ijómi 18% 149 146 G-mjólk 1/4 ltr. 34 34 30 30 Camembert ostur 150gr 208 209 Engjaþykkni, jarðabeija 64 64 59 59 Gráðostur 125 gr 167 168 Skólajógúrt m/súkkulaði ogjarðabeija 52 52 47 47 Hvítur kastali 125 gr 175 174 Sýrðurijómi 18% 149 149 144 144 Kotasæla200gr 94 95 Camembertosturl50gr 208 208 203 203 Létt og laggott 400 gr 152 153 Gráðostur 125 gr 169 167 162 162 Rækjuostur250gr 179 178 Hvítur kastali 125 gr 175 175 170 170 Skinkumytja 250 ml 209 208 Kotasæla 200 gr 94 94 89 89 Smjörvi 300 gr 145 146 Létt og laggott 400 gr 157 152 147 147 Aprikósur, Hagver 250 gr 155 151 Skinkumyija 250 ml 209 209 204 204 Blandaðir ávextir, Hagver 250 gr 142 135 Smjörvi 300 gr 149 145 140 140 Bakaðar baunir, Heinz 420 gr 1/2 dós 42 48 Aprikósur, Hagver 250 gr 155 155 150 150 Grænar baunir, Ora 450 gr 1/2 dós 52 53 Blandaðir ávextir, Hagver 250 gr 142 142 135 135 Flórsykur, Dansukker 500 gr 65 64 Bakaðar baunir, Heinz 420 gr 1/2 dós 42 42 37 37 Italiensk Gryte, Toro 32 gr 173 172 Grænar baunir, Ora 450 gr 1/2 dós 52 52 47 47 PipaisósaToro32 gr 62 62 Flórsykur, Dansukker 500 gr 65 65 60 60 Kjöt og grillkrydd, Knorr 88 gr 135 129 Italiensk Gryte, Toro 32 gr 175 173 168 168 Kryddsalt Season all 453 gr 265 275 PiparsósaToro32gr 62 62 57 57 Vanilludropar, Katla 42 41 Kjöt og grillkrydd, Knorr 88 gr 135 135 129 129 Salt grófl 1 kg 55 57 Kryddsalt Season all 453 gr 265 265 259 259 Pepsi Cola 2 ltr. 155 154 Salt grófi 1 kg 45 55 50 50 Rauð epli 1 kg 135 137 Pepsi Cola 2 ltr. 159 155 152 152 Appelsinur 1 kg 67 68 Rauð epli 1 kg 135 135 129 129 Tómatar 1 kg 129 134 Appelsínur 1 kg 94 67 62 62 Vínber, græn 278 279 Tómatar 1 kg 129 129 124 124 Kínakál 154 151 Vínber, giæn 278 278 269 269 Pampers bleyjur 1594 1595 Kínakál 154 154 149 149 Bananar1 kg 135 134 Paprika, rauð 179 179 174 174 Súkkulaðirúsínur, Góa 500 g pakki 259 264 Bananar 1 kg 135 135 133 133 Kiwi, 1 kg 169 175 Súkkulaðirúsínur, Góa 500 g pakki 259 259 254 254 Sveppaostur250g 194 193 Kiwi, 1 kg 169 169 164 164 Komax hveiti, 2 kg 68 68 Sveppaostur250g 194 194 189 189 Ritzkex 61 64 Komax hveiti, 2 kg 68 68 65 63 Pringles original 142 139 Pringles original 145 142 169 134 Rjómaostur400gr 262 261 Rjómaostur400gr 259 262 255 255 7316 7531 6031 5997 5828 5791 43 vörutegundirkannaðar 41 vörutegundirkannaðar Gylfi Jón Gylfason skrifar um skólamál: Notar þú skriflega samninga til að bæta námsárangur eða hegðun hjá barninu þínu? Með því að semja við barnið þitt getur þú bætt námsárangur þess. Þú getur líka notað samn- ing við barnið þitt til að auka æskilega hegðun barns og draga úr hegðun sem þú vilt ekki að barnið þitt viðhafi. Til dæmis gæti verið góð hugmynd að einhverjum vikum fyrir samræmt próf sé gerður samn- ingur við ungling um að undir- búa sig skipulega undir prófin með því að lesa undir próf í ákveðinn tíma á dag. Samningagerðin er í raun og veru sáraeinföld. 1. Það þarf að skilgreina munn- lega í hveiju samingurinn er fólg- inn, þ.e. til hvers er ætlast af baminu, til dæmis að það sinni heimavinnu í klukkutíma á dag og hvað bamið fær í staðinn, til dæmis auka vasapening, þ.e. hveiju þú lofar og hveiju bamið eða unglingurinn lofar. Þegar rætt er um samninginn er æski- legt að allir aðilar samningins séu rólegir og í góðu skapi. Reiðin er slæmur ráðgjafi og enn þá verri samningamaður. Æskilegt er að báðir foreldrar séu aðilar að samningnum, það eykur líka lík- urnar á því að staðið verði við samninginn. 2. Barnið þarf að vera viljugur aðili að samningnum. Samning- urinn er gagnslaus ef þú þvingar bamið til að fylgja þinni lausn. Því eldra sem barnið eða ung- lingurinn er, ættir þú að auka áhersluna á að það leiti leiða með þér til að ná árangursríkum samningi. 3. Skrifaðu niður samninginn. þ.e. liður eitt hér að ofan er skrif- aður niður. Samningurinn þarf að vera einfaldur og á máli sem bamið skilur. Hálf A-4 blaðsíða er oftast meira en nóg. Samning- urinn þarf auðvitað að vera sann- gjarn og kröfurnar þannig að bamið ráði við þær. Æskilegt er að samningurinn sé tímasettur. Þ.e. skýrt komi fram hvenær hann tekur gildi og hvenær hon- um lýkur. Ef barnið á að gera eitthvað á hveijum degi til dæmis læra heima, taka til í herberginu sínu, eða ryksuga stofuna, þarf að koma fram í samningnum hvernig foreldrið metur hvort barnið hafi staðið við það sem það lofaði. Ef um er að ræða hegðun sem gera þarf á hveijum degi, þarf að greina frá því hvernig hin æskilega hegðun er skráð. Æskilegt er einnig að i samningum komi fram hvenær barnið fær hina umsömdu umbun. 4. Skrifað undir samninginn. Gerðu barninu grein fyrir hvað það þýðir að skrifa undir samn- ing; Að með undirskrift hafi maður lofað að standa við það sem í honum stendur. 5. Meðan á samningnum stendur þarftu að veita hinni jákvæðu hegðun sem ætlunin er að auka sérstaka athygli. Setningar eins Gylfi Jón Gylfason og „Ég sé að þú tekur samning- inn alvarlega,“ „Það stefnir í að þú náir verðlaununum fyrir þessa viku,“ styðja við samninginn. Lýsandi hrós á hér að sjálfsögðu einnig vel við, þ.e. að nefna hina æskilegu hegðun og hrósa fyrir hana um leið. Hjá ungum bömum virkar ofl vel að hengja samninginn upp á áberandi stað, til dæmis á ísskáp- inn. Þegar amma eða afi eða aðr- ir fjölskylduvinir koma í heim- sókn, er hægt að benda á samn- inginn og til dæmis segja „hann er orðinn svo duglegur að ryk- suga og taka til í herberginu sínu eftir að við sömdum við hann“ Það styrkir samninginn. Eldri börnum og unglingum þykir stundum vandræðalegt að hafa samninginn i allra augsýn, og þá ætti að sjálfsögðu ekki að hengja upp samninginn, heldur hafa hann í möppu. 6. Það þarf að standa við samn- inginn. Foreldramir líkt og bam- ið hafa skrifað undir samninginn. Ef þú stendur ekki undanbragða- laust við þinn hluta mun bamið heldur ekki standa við sinn hluta. Mundu að hegðun sem er umb- unað fyrir eykst. Ef rétt er að staðið geturðu stórbætt námsár- angur eða hegðan hjá barninu þínu með því að semja við það. Gangi þér vel að semja við bam- ið þitt. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar. VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.