Víkurfréttir - 15.04.2003, Qupperneq 11
DAGUR í LÍFI ÚTFARARSTJÓRA • UNGT FÓLK ( ÚTLÖNDUM
1. tölublað 5. árgangur
Blað nr. 19 • apríl 2003
Verð kr. 459,- m/vsk.
Bakarahjónin
úr Grindavik
misstu 40 kg.
Keflvískur aðstoöar-
forstjóri Orkuveitu 1
Reykjavíkur
Vmkonur í Keflavík:
Setja vinina á
veraldarvefinn!
Siggi Ingimundar:
Gifti sig í laumi!
ÁRSHÁTÍÐIR GÓUGLEÐILIONESSA
UTSKRÚÐUGT
Ódýrasta tímarit á íslandi
Aðeins 459 kr.
Kristín María Birgisdóttir 23 ára Grindavíkurmær
hefur verið á Ítalíu síðustu 5 mánuði þar sem hún
vinnur með samtökum sem vilja stuðla að sann-
gjarnari viðskiptum við Afríku. í skemmtilegu viðtali
segir hún frá Iffsreynslu sinni með mannúðarsam-
tökum á Ítalíu.
Karen Lind Tómasdóttir og
Björg Áskelsdóttir af Suður-
nesjum sem hafa verið dugleg-
ar við að taka myndir á
djamminu á Suðurnesjum. Þær
segjast hafa gaman af því að
mynda fólk skemmta sér, en
segja að ekki sé hægt að birta
allar myndirnar.
Bakarahjónin í Grindavík, Sig-
urður Enoksson og Ásgerður
Helga Kroknes hafa losað sig
við 40 kíló á síðustu mánuð-
um. Þau segja frá átakinu í
TVF.
Einar Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Ósk
KE 5 hefur stundað sjóinn frá 15 ára aldri. Þann 8.
janúar árið 1988 varð hrikalegt sjóslys þegar Berg-
þór KE 5 fórst úti fyrir Reykjanesi og með honum
tveir menn. Einar Magnússon skipstjóri og útgerðar-
maður á Ósk KE 5 var einn þeirra þriggja sem
björguðust, en faðir Einars, Magnús Geir Þórarins-
son og Elvar Jónsson fórust með bátnum. Þann 8.
janúar síðastliðinn voru 15 ára liðin frá þessu
hrikalega slysi. Þar til nú hefur Einar ekkert viljað
ræða um slysið. í gegnum árin hefur hann lokað
þessar sáru minningar djúpt í sálinni og haft þær út
af fyrir sig. Skipsfélagi Einars á Ósk er Gunnar M.
Magnússon sem bjargaðist einnig úr skipsskaðan-
um, en einnig bjargaðist Sverrir Víglundsson sem
nú starfar sem vélstjóri á Sigga Bjarna GK 5. í TVF
er ítarlegt viðtal við Einar Magnússon og Gunnar M.
Magnússon sem björguðust úr skipsskaðanum og
viðtal við Árna Vikarsson skipstjóra á Akurey sem
bjargaði skipbrotsmönnum.
„Maður verður að átta sig á því að sá látni var
persóna sem átti sitt líf og sína erfiðleika. Mér
finnst ekkert erfitt að fást við dauðann sjálfan
því hann er eðlilegur hluti af lífinu," segir Ric-
hard Woodhead útfararstjóri í Reykjanesbæ sí
opinskáu viðtali við TVF.
64 blaðsíður!
15 ár frá því Bergþór KE fórst út af Garðskaga:
Sárt að sjá pabba fara
niður með bátnum
Hrikateg lífsreynsla Einars Magnússonar, sem missti föður
sinn og annan skipsfélaga í sjóslysi fyrir 15 árum
„Ég vil hvetja ungt fólk sem
langar til að læra og koma sér
á framfæri að huga að sjálfum
sér og hugsa markvisst. Það
skiptir mestu máli að setja sér
markmið í upphafi, en það er
erfitt að setja sér markmið ef
maður veit ekki hvað maður
vill læra,“ segir Keflvíkingur-
inn Ásgeir Margeirsson að-
stoðarforstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur í viðtali við TVF
þar sem hann ræðir um æsk-
una í Keflavík, námið, starfið
og skólakerfið.
VlKURFRÉTTIR 16.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR16. APRÍL 2003 11