Víkurfréttir - 15.04.2003, Page 14
Páskatilboð hjá
SG bílaleigu
Kynntu þér málið í síma
421 3737 og 892 9700.
Eigum 5 og 9 manna
bíla við allra hæfi.
SG
BÍLALEIGA
BÁSVEGI 8, KEFLAVÍK
SÍMAR 421 3737 og 892 9700.
Fréttir um páskana
á www.vf.is
¥r
Hagstofa fslands
Spyrill
Hagstofa íslands óskar eftir að ráða spyril í rannsókn
á útgjöldum heimilanna. Viðkomandi þarf að hafa aðsetur
í Reykjanesbæ.
Starf spyrils er hlutastarf, vinnutími er áætlaður 25-35
tímar á mánuði. Vinnan fer aðallega fram á kvöldin og
um helgar. Verkefnin felast í að hafa samband við
þátttakendur í rannsókninni bæöi símleiðis og með
heimsóknum.
Hæfniskröfur:
• Kurteisi, snyrtimennska og góðirsamskiptahæfileikar
eru skilyrði
• Reynsla af heimilisrekstri
• Tölvukunnátta æskileg
• Hafa bílpróf og bíl til umráða
• Æskilegur aldur er 25 ára og eldri
Umsjón með starfinu hefur Auður Bjarnadóttir
(audur@mannafl.is) hjá Mannafli. Umsóknarfrestur er
til og með 27. april n.k. Umsækjendur eru vinsamlega
beðnir um að sækja um starfið á heimasíöu Mannafis.
Mannafl
RÁÐNINGAR OG RÁÐGJÖF
Mannafl: Smiðjuvegur 72 200 Kópavogur Sími 540 7100 mannafl@mannafl.is
Mannafl: Skipagata 16 600 Akureyri Sími 461 4440 www.mannafl.is
Maður vikunnar
Slasaðist í golfi!
Valdimar Einarsson sem hefur verið útibússtjóri Lands-
banka íslands í Grindavík í tæp fimm ár eða frá 1998
sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið h'f hafi verið í
bankanum á fóstudag og að viðskiptavinir bankans hafi verið
mjög ánægðir með þessa afmælisveislu. Hann segir rekstur úti-
búsins hafa gengið afar vel og að afkoman hafi verið mjög góð.
„Innlán hafa aukist sem og útlán til einstaklinga og fyrir-
tækja“, segir Valdimar. Starfsfólk útibúsins þjónustar jafnt ein-
staklinga sem fyrirtæki en í útibúinu eru átta starfsmenn.
„Vöru og þjónustuframboð Landsbankans er mjög breitt og
nær tii allra aldurshópa og erum við að horfa á heildarfjár-
málaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.Algengast er í dag
að viðskiptavinir okkar séu með sín fjármál í greiðsluþjónustu
enda gefur það þeim góða yfirsýni yfir fjármálin og viðskipta-
vinir fá góð ráð frá starfsfólki útibúsins“. Valdimar er maður
vikunnar.
Nafn: Valdimar Einarsson
Fæddur hvar og hvenær: 2. janúar 1956 í Reykjavík
Atvinna: Utibússtjóri Landsbankans í Grindavík
Maki: Fanný Þóra Erlingsdóttir
Börn: Við eigum eina dóttur sem er 24 ára
Hvaða bækur ertu að iesa núna? Ég er nú að lesa Suðumesja-
menn sem Gylfi Guðmundsson skráði.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á
morgnanna? Verkefni dagsins.
Ef þú gætir starfað við hvað sem er, hvað væri það? Þetta er erf-
ið spuming sem ég á ekki svar við. Það kemur svo margt til greina
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að leika golf.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki og óstundvísi
Hvað drevmdi þig síðast? Ég man aldrei eftir draumum.
Ef þú værir forseti Bandaríkjanna i einn dag hvað myndirðu
gera? Nota daginn í að afstýra striði.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fer nánast daglega í „rækt-
ina“, mér líður mjög vel á eftir
Hvað er með öllu ónauðsynlegt í lífl þínu? Ég man ekki eftir
neinu.
Gætir þú lifað án síma, tölvu og sjónvarps? Nei!
Mikilvægasta heimilistækið? Sjónvarpið.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert? Það var í sumar í
miðju golfmóti (á góðu skori), í framsveiflu sleit ég vöðva í fæti
og var fluttur slasaður í golfbil i gólfskálann og þaðan á sjúkrahús.
Golf er almennt ekki talið hættulegt sport.
Lífsmottó? Að njóta lífsins.
Gaddavírsstrengir sem eru stórhættulegir fyrir fullorðið fólk sem
ekki gætir að sér. Þarna þýðir lítið að horfa niður á tærnar á sér.
Hættan er í augnhæð! VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Hættulegur
gaddavír á úti-
vistarsvæði
Utivistar- og skógræktar-
svæðið að Háabjalla hef-
ur hlotið taisverða at-
hygli síðustu daga. Nokkrir
dagar eru síðan Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra var
þarna á ferð og veitti fé til
skógræktarinnar á svæðinu.
Féð verður m.a. notað til að
girða af svæðið. Um helgina
voru sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar að Háa-
bjalla að eyða virkri sprengju
frá því eftir stríð. Það eru ekki
bara sprengjur sem eru hættu-
legar á svæðinu. í dag eru leif-
ar af girðingu á svæðinu sem í
raun er stórhættuleg. Gadda-
vírsstrengir eru í andlitshæð
hjá fullorönu fólki.
Þegar gengið er um svæðið þá
horfir fólk frekar niður fyrir sig,
enda stórgrýtt að hluta og þama
er einnig drullusvað eftir rigning-
ar. Foreldri sem fór á svæðið
þegar rökkva tók á föstu-
dagskvöld til að skoða sprengju
sem böm voru að leika sér með á
svæðinu gekk á gaddavírinn án
þess þó að hljóta af þvi skaða.
Myndatökumaður Stöðvar 2 og
Víkurffétta sem var við mynda-
tökur á svæðinu um helgina var
varaður við gaddavímum á „ell-
eftu stundu“.
Það er vonandi að þeir sem nú
hafa tekið við svæðinu til frekari
uppbyggingar fjarlægi gaddavír-
inn hið fyrsta. Svæðið er vinsælt
útivistarsvæði og daglega er fólk
á ferðinni þama til að njóta nátt-
úmnnar og kyrrðarinnar.
Löggufréttir
Ölvaður maður í
sjóinn í Sandgerði:
Björgunarlið
á bryggjunni
Aföstudagskvöld féll ölvað-
ur maður í sjóinn í Sand-
gerði. Svo vildi til að
slökkvilið og lögregla voru
stödd á bryggjunni og með
snöggum og öruggum hand-
tökum var manninum kippt i
land. Manninum varð ekki
meint af volkinu, en hann get-
ur þakkað fyrir skjót viðbrögð.
Kveikt í þvotti
á snúru
Aðfaranótt laugardagsins
var kveikt í þvotti á
þvottasnúru við Heiðar-
holt í Keflavík. Einhverju af
þvotti var stolið af snúrunni, en
eigandi snúrunnar varð var við
að kveikt hafði verið í þvottin-
um um miðjan dag á laugar-
dag.
14
VIKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!