Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.04.2003, Side 15

Víkurfréttir - 15.04.2003, Side 15
Löggufréttir Rúður brotnar í íþróttavallarhúsinu í Njarðvík jr Alaugardag var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að 5 rúð- ur hefðu verið brotnar í íþróttavallarhúsinu í Njarövík. Sjónarvottur sagði að þrír drengir hefðu brotið rúðurnar og hefur Lögreglan í Kcflavík upplýsingar um það hverjir voru þarna að verki. Ölvunarakstur og umferðarlagabrot Mikið var um umferðarlagabrot á Suðurnesjum um helgina. Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. Um klukkan hálf tvö á laugardagsnótt var ökumaður bif- reiðar stöðvaður á Njarðvíkurbraut, en 16 ára stúika ók bílnum án ökuréttinda. TIL HAMINGJU MEÐ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA! Læknadeilan hefur nú staðið í á sjötta mánuö. A borgarafund- inum í Ránni afhenti undirritaður formanni Félags heiisug- æslulækna og hcilbrigðisráðherra friðarkerti með þeirri ósk frá íbúum Suðurnesja að það lýsti þeim ieiðina til sátta. Því miður virðist sú sátt ekki fundin enn. Svo virðist sem læknarnir og félag þeirra ríghaldi í aðalkröfu sína að geta opnað stofur úti í bæ samhliða störfum á Heilsugæslunni. Öllum öðrum tilboðum hefur verið hafnað með þeirri undantekningu að stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík yfirtæki Heilsugæsluna hér suðurfrá. Á það varð ekki fallist Læknamir, sem sögðu upp, eru sumir búnir að ráða sig til starfa annars staðar á landinu á kjörum sem jafnvel em lægri en hér voru í boði! Suðumesin eru gerð að tilraunavettvangi læknanna. Þrátt fyrir þessa hörðu afstöðu hefur tekist að vinna kraftaverk á Heilbrigðisstofhun Suðumesja. Staðan núna er m.a. þessi: -Búið er að manna 10 læknisstöður fram á haust. -Bamalæknir er kominn til starfa í fúllt starf. -Fjórir lyflæknar verða ráðnir. -Ný stefnumörkun fyrir stofhunina er að verða tilbúin. -Ráðnir hafa verið sérffæðingar á ýmsum sviðum. í þessu felst að HS hefur verið mörkuð skýrari stefna en þar var til staðar. Við emm að sjá verða hér til sambærilega stofhun og þekkist á Akranesi, Húsavík, Sauðárkróki og slíkum stöðum þar sem stofnunin þjónar íbúunum við flestar algengustu aðgerðir. I dag em um 1.500 sjúklingar keyrðir inneftir vegna þess að hér hefur t.d. vantað lyflækningadeild. Nú sér fyrir endann á þessu þar sem starfsfólkið og stjómendur em að hækka þjónustustig HS til muna. HS er nefhilega samsett úr heilsugæslu og sjúkrahúsi og þurfa báðir leggir að vinna saman. Á því byggist stefnan. Fyrir það ber að þakka. Ýmsir hafa talað nokkuð óvarlega í þessu viðkvæma máli. Jafiivel látið í veðri vaka að ekkert sé að gerast á HS og þar væri allt í kalda koli. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er hrein móðgun við okkar ffábæra starfsfólk á HS. Við eigum að standa þétt við bakið á því. Stofnunin er að taka á sig nýja og glæsilega mynd eftir erfiðleika síðustu missera. Hún mun verða sterkari fyrir vikið og veita okkur betri þjónustu en verið hefur lengi. Hjálmar Árnason, alþingismaöur. 1W TÍMARIT VÍKURFRÉTTA Skemmtileg lesning um páslcana! Ódýrasta tímarit á íslandi Aðeins 459 kr. T-LISTINN MÓTMÆLIR MISMUNUN Framboð óháðra í Suður- kjördæmi T-Iistinn mót- mælir harðlega þeirri mismunun sem bcitt er í út- varpi og sjónvarpi gagnvart framboðum til Alþingis fO.mai næst komandi. I yfir- lýsingu frá framboðinu segir að „það geti vart talist styrk- ja iýðræðið að þjóna aðeins þeim stóru.“ „Framboð sem koma fram í einu kjördæmi hljóta að hafa sama rétt til að koma sínum stefnumálum á ffamfæri í fjöl- miðlum og önnur framboð. Stefnumál T-listans hafa áhrif um allt land og þjóna þeim til- gangi að bæta þjóðlífið al- mennt og eiga kjósendur fullan rétt á að kynnast þeirn til jafhs við sjónarmið þeirra stóru. Bent skal á að á Alþingi er hver þingmaður eitt atkvæði og á að greiða atkvæði þar samkvæmt samvisku sinni og halda stjómarskrána í heiðri. Framboð óháðra í Suðurkjör- dæmi T-listinn krefst þess að þeirri mismunum sem beitt hefur verið af ljósvakamiðlum fram að þessu verði hætt. Kjósendur um allt land fái jafnan rétt og öllum ffamboð- um sem uppfylla skilyrði sam- kvæmt lögum til að bjóða ffam verði gefínn kostur á því að tjá skoðanir sínar á jafnréttis- grundvelli í útvarpi og sjón- varpi.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Kristján Pálsson alþingismað- ur og leiðtogi T-listans. Verslunarmannafélag Suðurnesja Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 20. DAGSKRÁ: • 1. Venjuleg aðalfundarstörf. • 2. Önnur mál. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja Næsta blad kemurúr föstudaginn 25. apríl! íbúð óskast fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir 4 herbergja íbúð á leigu fyrir hjúkrunarfræðing Frá 1. ágúst 2003-1. ágúst 2004. Nánari upplýsingar veitir Stella Olsen í sima 422 0538. Framkvæmdastjórí Nýmálun ©hf óskar Iíchls mönnum til hamingju með Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu, úti sem inni. Sérhæfum okltur einnig í sprautun á bárujárni s.s. þökum o.fl. Gerum föst verðtilboð. Vönduð vinna. Upplýsingar í símum 693 0660 og 693 0666. NÝMÁLUN @M VÍKURFRÉTTIR 16. TÖLUBLAÐ MI0VIKUDAGUR 16. APRlL 2003 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.