Víkurfréttir - 15.04.2003, Side 18
::FYRST & FREMST
Guðmundur Steinarsson,
knattspymukappi úr Keflavík,
hefur farið mikinn með liði
sínu Brönshöj í dönsku 1.
deildinni. Um helgina skoraði
kappinn eitt mark í tapi liðsins
gegn Frem en hann hefur nú
skoraði þrjú mörk í fjórum
leikjum. Liðið hans er sem
stendur í 9. sæti af 16 liðum
með 22 stig.
Þorsteinn Gunnarsson, frétta-
maður á Stöð 2, lét hafa það
eftir sér í ísland í bítið sl. fos-
tudag að íslandsmeistaratitill
Keflvíkinga hefði í raun unnist
í þingsölum í desember. Atti
hann þá við þegar Damon
Johnson fékk íslenskan ríkis-
borgararétt, með flýtimeðferð
eins og hann orðaði það. Þá
hefðu Keflvíkingar geta bætt
við sig öðrum Kana, Ed
Saunders, sem hefði breytt
leikstil Keflavíkur en áður
hefðu Keflvíkingar aðeins
verið með þriggjastigaskyttur.
Hafa margir haft samband við
blaðið og sagt þetta furðulegar
staðhæfingar og í raun hin
mesta móðgun við leikmenn
Keflavíkurliðsins. Mikið hefiir
verið rætt um þetta á intemet-
spjallsíðum og furða margir sig
á þessum ummælum enda var
þetta ekki í fyrsta skipti sem
Islandsmeistaratitill vinnst hjá
liði með einn Kana og annan
með íslenskt ríkisfang. Má þar
nefna meistaralið Njarðvíkur í
fyrra, með Brenton og Phete
Philo og KR árið árið 2000
með Keith Vassel og Jonatan
Bow.
Sigur liðs-
heildarinnar
Sigurður Ingimundarson
var að stjórna Keflavík-
urliðinu til þriðja ís-
iandsmeistaratitilsins en undir
hans stjórn hefur liðið einnig
unnið tvo bikarmeistaratitla,
fjóra deildarbikartitla og þrjá
deildarmeistaratitla. Hann
sagði í samtali við Víkurfrcttir
að tilfinningin við að vinna titil
væri alltaf jafn sæt.
„Þetta var gríðarlega gaman, það
var mikil stemning í hópnum,
strákamir lögðu sig allir fram og
þetta er sigur liðsheildarinnar”.
Aðspurður um ástæðu þess að
liðið óx svo mikið í lokin taldi
Sigurður það vera vegna þess að
strákamir I liðinu vom einbeittari
og ætluðu sér titilinn sem þeir
misstu af í fyrra.
Þrátt fyrir að vera aðeins 36 ára
hefur Sigurður nú verið með lið-
ið í sjö ár. Hann sagði að ekki
hefði verið ákveðið hvort hann
verði með liðið á næsta tímabili
en hann er með lausan samning.
„Við erum ekkert farnir að spá í
þetta. Nú er smá frí enda er um-
gjörðin og annað í kringum fé-
lagið það góð og mikil að það er
í góðu lagi að taka sér smá ffí”.
1 ■ ■fcsV" n
Keflvíkingar íslandsmeistarar 2003
- fóru í taplausir í gegnum undanúrslit og úrslit
„Þetta er náttúruiega alveg ein-
stök tilfinning. Að vinna Is-
landsmeistaratitilinn er topp-
urinn á ísienskum körfubolta
og það sem gerir þetta ennþá
skemmtilegra er að vinna allt
sem í boði var og fara í gegnum
undanúrslit og úrslit án þess að
tapa, geri aðrir betur“, sagði
Gunnar Einarsson leikmaður
Keflavíkur eftir að Iið hans
hafði tryggt sér íslandsmeist-
aratitiiinn í körfuknattieik í
sjötta sinn er liðið sigraði
Grindavík, 102:97, í þriðja leik
liðanna í úrslitum.
Keflavik fór því taplaust í gegn-
um undanúrslit og úrslit á móti
Suðumesjaliðunum Njarðvík og
Grindavík. Edrnund Saunders var
J jsJ jnJ >J £ J MTU pJOjnJ USTA
PREMIUM
INNHEIMTUVAKTIN
bestur hjá Keflavík með 37 stig
og 10 ffáköst og var hann án efa
maður úrslitakeppninnar, lék
stórkostlega alla seríuna, og var
með 33 stig og 11 fráköst að
meðaltali í úrslitaeinvíginu.
Damon Johnson skoraði 18 stig,
Gunnar Einarsson 17 stig og Fal-
ur Harðarson 13. Hjá Grindavík
var Darrell Lewis stigahæstur
með 33 stig, Helgi Jónas Guð-
finnsson skoraði 25 og Guð-
mundur Bragason var með 18
stig.
Gunnar var sammála því að hann
hefði átt góðan síðasta leik og
stigið upp þegar á þurfti að halda
en hann setti 17 stig I leiknum.
Gunnar hefur lagað sig vel að
nýju hlutverki sem ffamheiji og
sýnt ótrúlega baráttu. „Eg get
ekki sagt annað en að ég sé sáttur
við hlutverkið mitt en ég hef
reyndar tekið „center” hlutverkið
aðeins of alvarlega eins og sjá má
á vítanýtingunni minni í vetur
sem er ekki nógu góð”
Gunnar segir að það sé skemmti-
legra að vinna titilinn á útivelli.
„Þar sem ég hef upplifað bæði að
vinna titilinn heima og á útivelli
þá verð ég að segja að það sé
skemmtilegra að vinna á útivelli
og koma með titilinn heim. Það
var óneitanlega hápunktur
kvöldsins að koma heim í Kefla-
vík og fá þessar móttökur ffá að-
dáendum liðsins. Eg vil bara
þakka fólkinu sem tók á móti
okkur og gerði þetta enn eftir-
minnilegra. Stuðningsmenn liðs-
ins voru ffábærir, góður stuðn-
ingur gefur manni byr í seglin og
ýtir manni áfram í baráttunni”,
sagði Gunnar og bætti því við að
nú væri komið langþráð frí hjá
sér. „Það verður þó örugglega
stutt þar sem að landsliðið er að
fara á Smáþjóðaleikana á Möltu í
sumar og ég stefni á að komast
með þeim út”.
Vantaði herslumuninn hjá okkur
- segir Friðrik Ingi í Grindavík
Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindavíkur sagði
í samtali við Víkurfréttir
að vissulega hafi verið ákveðin
vonbrigði að tapa svona stórt í
einvíginu við Keflavík. „Þetta
var fínn körfubolti sem var
spilaður og enginn leikur
vannst kannski mjög stórt en
serían var eign Keflavíkur.
Mér fannst ailtaf vanta
hersiumuninn til að brjóta þá á
bak aftur, en svo þegar maður
lítur til baka og skoðar þetta
frá ýmsum hliðum þá kemur
einfaldlega í Ijós að Keflavík
var með frábært lið sem engin
önnur iið gátu keppt við að
þessu sinni”.
Friðrik sagðist þó nokkuð
ánægður með árangur vetrarins.
„Vissulega langaði okkur í meira
og vorum svo sem í dauðafæri til
að mynda í Kjörísbikarnum en
það tapaðist á síðustu sekúndu.
Við misstum marga leikmenn ffá
okkur á leiðinni og því miður
vantaði okkur meiri breidd þegar
á hólminn var komið. Deildar-
meistaratitill er ágætis árangur þó
svo ekkert komi í stað Islands-
meistaratitilsins”.
Landsliðið fer til Möltu i byrjun
júní á Smáþjóðaleikana og mun
Friðrik stýra liðinu þar. „Eg er að
velja landsliðshópinn þessa dag-
ana og munu æfingar hefjast á
næstunni”. Aðspurður hvort hann
yrði áfram með Grindavík svar-
aði Friðrik því játandi.
18
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!