Víkurfréttir - 15.04.2003, Qupperneq 19
VF SPORT Umsjón: Sævar Sævarsson saevar@vf.is
Guðjón Skúlason, fyrirliði
Keflavíkur, sem leikið
hefur yfir 700 leiki fyrir
Keflavík hitti einstaklega vel í
úrsiitakeppninni. Hann var
mjög sáttur í leikslok og sagði
að þetta hefði verið mjög ljúft.
„Þetta var svakalega ljúft. Þetta
er einn flottasti titill sem við höf-
um unnið. Þetta voru einstaklega
flottir og góðir leikir. Við vorum
með mjög gott lið í ár og unnum
þetta sannfærandi”, sagði Guðjón
i samtali við Víkurfréttir. Hann
sagði að liðið í ár væri ekki siðra
en liðið sem hirti alla titlana sem
í boði voru 1997. „Ætli liðið í ár
sé ekki betra ef eitthvað er. Við
vorum með meiri ógn inni í teig
en þá og betra varnarlið. Bæði
þessi lið gátu þó tekið leiki með
stæl og átt hálfleiki þar sem þau
gerðu út um leiki”. Hann tók
undir það að það væri einstakt að
fara í gegnum undanúrslit og úr-
slit án þess að tapa. „Þetta var
bara einstakt og eitthvað sem við
gerðum ekki ráð fyrir áður en úr-
slitakeppnin hófst. Við fengum
hins vegar mikið sjálfstraust eftir
fyrsta leikinn gegn Njarðvík og
þá var ekki aftur snúið. Lið þurfa
að vera helvíti sterk til að fara í
gegnum úrslitakeppni 8-1.”
Aðspurður hvað tæki núna við
hjá Guðjóni svaraði hann því að
nú væri hann kominn í fri. „Núna
er komið grilltímabil hjá mér en
svo veit maður ekki. Það gerist
varla betri endir á ferlinum en
þetta og ekki hægt að stíga frá
liði með betri árangur”.
Grét gleðitárum í leikslok
Magnús Þór Gunnarsson grét gleðitárum í
leikslok þegar honum varð Ijóst að hann
væri orðinn íslandsmeistari í fyrsta sinn
með meistaraflokki. Hann iék einstaklega vel í
úrslitarimmunni og var eins og félagi sinn, Guð-
jón Skúlason með frábær nýtingu í þriggja stiga
skotum. „Þetta var alveg frábært, miklu
skemmtilegra en maður bjóst við. Það er ekki á
hverjum degi sem maður upplifir slíka tilfinn-
ingu og ég grét eins og ég veit ekki hvað í leiks-
lok”, sagði hann í samtali við Víkurfréttir.
Magnús Þór sagði að liðið hefði allan tímann hafi
trú á því að þeir færu með 3-0 sigur af hólmi í serí-
unni. „Eftir að hafa tekið Njarðvík 3-0 vorum við
staðráðnir í því að taka þetta með trompi í eitt skipti
fyrir öll. Mér fannst ég bara spila nokkuð vel og átti
jafha leiki sem skiptir máli, ekki 20 stig i einum og
ekkert í öðrum”. Hann þakkaði stífum æfingum,
ffábærum þjálfara og mjög góðum hópi af góðum
og skemmtilegum strákum árangur liðsins í vetur.
Um framhaldið hafði hann þetta að segja. „Ég ætla
að að æfa með landsliðinu og reyna að komast á
Smáþjóðleikana í júní. Það verður æft held ég alla
dagana ffam að móti, tekið smá ffí við æfingar 7.
maí-19. maí, en síðan allt á fullt aftur”.
* Brugöu
blysum ú loftl
Keflvíkingar voru í sigurvímu eftir að hafa tryggt sér íslandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik karla með sigri á Grindavík á fimmtu-
dag. Mikil móttökuathöfn var við félagsheimili Keflavíkur þegar
sigurliðið kom í lögreglufylgd á svæðið með (slandsmeistarabikar-
inn. Stuðningsmenn Keflavíkur brugðu blysum á loft og flugeld-
um var skotið til himins. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar liðið
kom út úr rútunni með bikarinn, allir fengu koss á kinn og var
gleðskapur fram eftir nóttu.
tesprýöi]
íesprýðij
iesprýðij
'espryái;
VÍKURFRÉTTIR 16. TÖLUBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 19