Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Page 10

Víkurfréttir - 10.07.2003, Page 10
Ferskasta hlaðið á Suðurnesjum í sumar! Skemmdarverk unnin á gæsluvelli Síðustu daga hafa verið unnin skemmdarverk á Miðtúnsróló, en þar eru þær Magnea Grétarsdótt- ir og Anna Andrésardóttir með barna- gæslu. Svo virðist sem að unglingar geri sér það að leik að skemma hiuti á gæsluvellinum en þar hefur grindverk verið skemmt og kofi sem þar stóð er al- gjörlega ónýtur. Magnea segir að á morgnana þurfi hún yfirleitt að týna upp sígarettustubba af lóðinni. „Um síð- ustu helgi var brotin rúða hjá okkur og spreyjað á veggi. Eftir helgarnar þurf- um við að týna upp glerbrot og sígar- ettustubba af lóðinni,” segir Magnea og bætir við að kofinn sem eyðilagður var hafi verið mikið notaður af börnunum. „Okkur finnst þetta ömurlegt og bömun- I um auðvitað líka. Það em um 3 vikur síð- an við löguðum grindverkið, en það virðist ekki þýða neitt því það er skemmt strax aftur,” sagði Magnea í samtali við Víkur- fréttir. Hamrar og sagir á lofti hjá ungu kynslóðinni Ahverju sumri breytist malarvöllurinn í Kefla- vík í stórt smíðaverk- stæði þegar ungir krakkar taka til við að smíða sín eigin hús. Þegar litið er yfir völlinn má sjá kofa af ýmsum gerðum og stærðum og greinilegt er að margir ungir upprennandi smiðir taka sín fýrstu hamars- högg þarna. Metnaður hinna ungu smiða er mikill og áhug- inn skín úr andlitum þeirra sem þama standa og saga, negla og naglhreinsa. Það var nóg að gera hjá Eyrúnu, Laufeyju og Sigríði þegar Víkurfréttir tóku hús á þeim á malarvellinum í Keflavík þar sem nú rís kofabyggð. Þær stöllur sögðu að það gengi vel hjá þeim að byggja kofann, en þær voru ekki alveg vissar um hvort þær vildu leggja smíðina fyrir sig. Þrjá daga að byggja Vinirnir Konráð, Kristján, Arnór og Sigurjón eru búnir að vera 3 daga að byggja þennan glæsilega kofa. Þeir sögðust hafa mjög gaman af smíðinni og gætu alveg hugsað sér að leggja smíðina fyrir sig. 10 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.