Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 14
Dagbók Suðurnesjamanna á heimshonaflakki Hermann Helgason og Magnús Ólafsson úr Kefla- vík eru nú komnirtil Indlands þar sem hitinn nær rúmum 40 gráðum. Þeir félagar hafa nú sent fyrsta pistilinn sinn af mörgum sem eiga eftir að birtast á vf.is og í Víkurfréttum. Á næstunni mun lesendum vf.is gef- ast kostur á því að senda þeim félögum heillaóskir í gegnum gestabók sem sett verður upp á vefnum, auk þess sem þar verða mynd- ir og pistlar úr ferðalaginu. Hér að neðan er ferða- saga Hermanns og A/lagnúsar. Heimsreisufararnir komnir til Indlands 24 tíma flug Eftir fínt flug með Iceland Ex- press sem þó endaði með ein- hverri harkalegustu lendingu sem um getur við litinn fognuð kven- manna í vélinni héldum við til Heathrow-flugvallar í London þar sem við þurftum að drepa tímann,já24 tíma. 24 tímar virtust engin rosaleg þolraun en eftir að hafa eytt nokkrum klukkutímum sofandi á gólfinu, étandi nesti sem við smurðum sjálfir komumst við að öðru. Loksins kom að fluginu og við á leiðinni með Virgin Atlantic til Delhi í fndlandi. Við vissum að það var búið að vera mjög heitt í Delhi áður en við komum. Allt upp í 47 stiga hiti en ég held að við höfum ekki gert okkur grein fyrir hversu heitt það er í raun og veru. Með menguninni innifalinni er þetta verra en að vera í gufubaði. Ef þú bætir svo við fólki hlaupandi á eftir þér að reyna að selja þér eitthvað og öðru fólki svo bækluðu að það er ofar öllum mannlegum skilningi veltandi sér eftir götunni færðu ágætis mynd af Delhi. Leigubflstjórinn rataði ekki neitt A flugvellinum í Delhi fengum við leigubilstjóra sem rataði minna um borgina heldur en við. Hann þurfti að stoppa nokkrum sinnum til að spyrja til vegar. Hann endaði á því að láta okkur út við torg sem átti að vera rétt við staðinn sem við vildum kom- ast á. Og það var alveg rétt hjá honum því þessi staður var mjög nálægt þeirri götu sem við ætluð- um okkur að fara en sú einfalda athöfn að spytja einhvem i Delhi til vegar og fá hann til að vísa þér þangað er ekki svo einfold. það hangir eitthvað á spýtunni hjá öllum og allir era tengdir ferða- skrifstofum eða gistiheimilum á einhvern hátt þannig að þeir reyna að sjálfsögðu að vísa þér á þann stað sem geftir þeim mestan pening. Svona gekk Delhi eigin- lega fyrir sig í þá 2 daga sem við eyddum þar. Sem sagt hiti og ónæði allan tímann. Þó getum við samt sagt að Delhi heilli á vissan hátt. Við heyrðum svo að staðurinn sem við ætluðum til næst væri enn heitari en Delhi þannig að við ákváðum að ferð- ast öðruvísi um landið en upp- runalega var planað. I staðinn fyrir að fara útí í eyðimörkina í Rajasthan tókum við rútu til Himalaya-fjallanna. Fengum öftustu sætin Við urðum okkur úti um tvo rútumiða til Manali í Himachal Pradesh-fylkinu í Indlandi sem er fjallafylki í Himalaya-fjöllunum mjög nálægt Kashmír. Rútuferð- in tók 18 tíma með stoppum og auðvitað vorum við settir í öft- ustu sætin í rútunni sem eru líka þau verstu því það er ekkert hægt að halla þeim. þeir sem sátu í hinum sætunum gátu nánast flatt út sín sæti eins og Lazy Boy stóla. Þetta var alls ekki þessi hefðbundna rútuferð. Fólk mátti I reykja og drekka að vild og skipti engu máli hvað var reykt. Sami maðurinn keyrði allan tímann án þess að sofa upp þessa þröngu og kröppu fjallavegi og manni varð um að líta niður hliðamar. Hann kom okkur þó heilum til Manali. Við heyrðum seinna að hann myndi keyra aftur til Delhi nokkrum klukkutímum seinna. Manali leit strax betur út en Del- hi. Hitinn á daginn er í kringum 25-30 stig en á nóttinni dettur 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.