Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 16
BUMENN AFHENDA
10 ÍBÚÐIR f VOGUM
Ibyrjun mánaðarins afbenti I
húsnæðissamvinnufélagið
Búmenn tíu nýjar íbúðir í
Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar |
er um að ræða fimm parhús,
en húsin eru ýmist með sól-
stofu eð bílskúr. Stærðir íbúð-
anna eru 77 og 93 fermetrar.
Það var Guðrún Jónsdóttir
arkitekt og formaður Bú-
manna sem afhenti kaupend-
um lyklana af nýju íbúðunum.
Auglýsing um starfsleyfistillögu
Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir AL, Álvinnslu,
Stakksbraut 5 í Helguvík, Reykjanesbæ, 230 Keflavík.
í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti
og mengunarvarnir, liggja starfleyfistillögur fyrir AL, Álvinnslu,
Stakksbraut 5 í Helguvík, Reykjanesbæ, 230 Keflavík, frammi
til kynningar á tímabilinu frá 11. júlí til 6. september 2003, á
afgreiðslutíma á bæjarskrifstofunni Tjamargötu 12,230 Keflavík.
Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa
borist Umhverfisstofnun fyrir 6. september 2003.
Einnig má nálgast starfsleyfistillögurnar á heimasíðu
Umhverfisstofnunar
http://www.ust.is/
Umhverfisstofnun
Stjórnsýslusvið
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Gokart til sölu
Fyrirtækið Reis bílar ehf.
er til sölu en fyrirtækið
rekur Gokart brautir við
Reykjanesbraut og í Garðabæ.
í auglýsingu í Fréttablaðinu í
þar síðustu viku kemur fram
að um 10 hektara land sé að
ræða ásamt 600 metra Gokart
braut sem staðsett er við Innri-
Njarðvík.
Einnig kemur þar fram að á
svæðinu sé nýbyggt 540 fermetra
þjónustu- og veitingahús, auk
2000 fermetra leiguhúsnæðis í
Garðabæ. Stefán Guðmundsson
eigandi Reis Bíla segir í samtali
við Víkurfréttir að rekstur Reis
bíla hafi gengið samkvæmt áætl-
unum. „Þegar við settum Gokart-
ið af stað þann 8. júlí árið 2000
settum við okkur ákveðin mark-
mið sem við ætluðum okkur að
ná á 3 árum. Við ætluðum okkur
að ná ákveðnum seldum eining-
um til þess að starfsemin gæti
þrifist eðlilega og að fá fjárfesta
að félaginu eða langtímalán.
Sölutölur hafa allar gengið eftir.
Smíði brautarinnar kostaði sitt og
hefixr ekki fengist langtímalán til
að greiða startkostnaðinn og er
það meginorsök þess að við fór-
um út í það að auglýsa fyrirtækið
til sölu,“ segir Stefán og bætir
við að hann hafi fundið fyrir
miklum áhuga fólks á fyrirtæk-
inu. „Menn hafa verið að koma
að máli við mig ffá því ég aug-
lýsti hvort ég væri orðinn þreytt-
ur á þessu, en það er langt frá
því. Við erum að kaupa nýja bíla
sem eru 270 cc, en bílarnir eru
væntanlegir á brautina fyrir helgi.
Nýju bílamir em með mun meiri
snerpu, en gömlu bílarnir eru
200 cc og em þeir búnir að keyra
vegalengd sem samsvarar vega-
lengdinni til tunglsins og hálfa
leiðina til baka.“
16
VfKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!