Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 17
Kær kveðjafrá Byrginu
til Suðurnesjamanna
Mig langar til að þakka
íbúum Suðurnesja og
eigendum fyrirtækja
fyrir frábæran stuðning í þau
fjögur ár sem Meðferðarheim-
ilið Byrgið var í Rockville.
Mörg þeirra fyrirheita sem til
okkar Byrgismanna voru töluð
brugðust, það er menn brugð-
ust fyrirheitunum, sem þeir
höfðu gefið okkur á leið til
Suðurnesja, en þið kæra Suð-
urnesjafólk bættuð það upp
með mikilli velvild til starfsins.
Mig langar að þakka skólameist-
ara Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
Hr. Olafi Jóni Ambjömssyni og
kennurum skólans fyrir þeirra
þátt í því að mennta þá sem í
Byrginu voru tvö síðustu árin í
Rockville. FS tók þannig þátt í
átaki Byrgisins og KFM sem ber
yfirskriftina “ Gegn eitri í æð” og
Suðumesjamenn geta verið stolt-
ir af sínu framlagi. Einnig langar
mig að nota þetta tækifæri til að
þakka eigendum og starfsfólki
Víkurfrétta, vf.is fyrir frábæra
umfjöllun um starfsemi Byrgis-
ins í fjögur ár. Sérstaklega nefni
ég þá Pál Ketilsson, Hilmar
Braga, Jóhannes fréttamann og
færi ég þeim þakkir fyrir, með
fréttaflutningi þeirra og velvild til
Byrgisins, hefur orðið til heim-
ildaskrá um starfsemi Byrgisins,
sem birt er á heimasíðu okkar
www.byrgid.is með góðfuslegu
leyfi Víkurfréttamanna. Þess má
líka geta að þetta fféttablað Suð-
urnesja, auðveldaði okkur að
kynnast og komast nær Suður-
nesjabúum, sem eins og áður
sagði, reyndust okkur afar vel, á
meðan við dvöldum í Rockville.
A stundum fannst mér að ég væri
Suðurnesja-búi frekar en Hafn-
firðingur, vegna þess hve Kefla-
víkingar tóku okkur vel, og í ann-
an stað vegna þess, hversu vel
vf.is tengir lesendur sína við
Suðumesin, með fréttunum sem
birtast í vikublaðinu Víkurfrétt-
um og á heimasíðu þeirra,
www.vf.is
Guðmundur Jónsson.
forstöðumaður Byrgisins.
Auglýsingasíminn er 4210000
Vísindi, vatn og viska
Kynntu þér nýju Water Therapy vatnsmeðferðarlínuna frá Clinique.
Hún byggir á hafsjó vísindalegrar þekkingar. Clinique WaterTherapy
er ný lína af vörum til líkamshirðu sem eru bæði árangursríkar og
sannkallaðar dekurvörur. Sérvirkjað vatn eflir rakabirgðir húðarinnar
og hraðar markvissum úrbótum.
Clinique ráðgjafi verður í Apóteki
Keflavfkur föstudaginn 11. júlf kl. 11-17.
CLINIQUE Lyf&heilsa
W' A P Ó T E K
Oipfj Ljnairikýild i Cakoró
••
TVO DONALEG HAUST
20 ára aldurstakmark
Laugardagskvöld 12. júlí
húsið opnar kl 22.00
&
4
Hafnargötu 30
s: 421 1466
X
'1h
Castró verður eftir opnunarhelgina opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl 17:00
VÍKURFRÉTTIR I 28.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 10.JÚLF 2003 117