Víkurfréttir - 14.08.2003, Síða 18
Blaut fjölskylduhátíð í Vogum
Árleg flölskylduhátíð í Vogum var haldin í rigningunni um síðustu helgi. Leiktækjum var komið fyrir við
Aragerði. Hreppsbúar létu hins vegar ekki á sig fá þó svo „nokkrir" dropar kæmu af himnum. Meðfylgjandi
myndir tók Hilmar Bragi, ljósmyndari blaðsins, í tilefhi dagsins.
Hljómsveitin Flugan sendi frá sér nýverið hljóm-
diskinn Háaloftið. Á honum er að finna 10 lög
af ýmsum toga. Fluguna skipa: Guðmundur
Skúlason, Kristinn H. Einarsson, Ólafur Þór Ólafsson
og Sindri Guðmundsson. Auk þeirra koma við sögu
Guðmundur Freyr Jónsson, Ágúst Þór Benediktsson,
Heiðmundur B. Clausen, Karl Óttar Geirsson, Ragn-
heiður Gröndai, Viiberg Ólafsson og Guðmundur
Kristinn Jónsson sem einnig sá um upptökur og viðvik
því tengd. Umslagið er smekklega hannað í grunge-art
stíl og kemur sterkt inn. Það var Guðmundur Freyr
Jónsson sem hannaði allt útlitið.
Ég hafði fengið í hendur
disk með 2 lögum af plötunni
og verð ég að segja að mér
leist eiginlega ekkert á blik-
una. En þegar ég fékk sjálfan
diskinn í hendurnar þá urðu
lögin allt önnur. Þau fengu ein-
hvers konar samhengi við hin
lögin.
Lögin á plötunni eru af ýmsum
toga eins og áður segir.
STILLIMYND, er prýðilegt
lag með einfaldri aðallaglínu. En
viðlagið sem sungið er „na na na
na na na” greip mig strax og fékk
ég það á heilann undir eins. Fínt
stuðlag sem virkar vel. Reyndar
fannst mér svolítið fyndið að
heyra upphafssetningamar „Hvai
ert þú? Kaffið er orðið kalt”. Þetfc
vekur athygli og gæti orðið sveit-
inni til framdráttar.
DRAMA er ágætis poppballaða sem rokkast á kafla og
skemmir það ekkert fýrir. Lagið byggist upp á flnni lag-
línu, flottum undirleik og er fullt af góðum hugmyndum.
Lagið er ágætis sunnudagslag (svona eins og þegar rás 1
var eina stöðin og alltaf rigning), svolítið þungt og jafhvel
sorglegt. Mér finnst söngur Ragnheiðar Gröndal gefa lag-
inu smá keim af Spilverki þjóðanna og er þar ekki leiðum
að líkjast.
HÁALOFTIÐ, titillag plötunnar, byijar á einfoldu stefi
en mjög vel útfærðu. Þetta stef er notað sem millistef í
laginu og kemur alltaf sterkt inn. Það er skemmtileg
stemmning í laginu og svolítið dularfull og prýðileg út-
færsla við ljóð Guðrúnar Lám Baldursdóttur sem er ekki
rimljóð, en það er einhvers konar óskrifuð regla í íslensku
poppi að það þurfi allt að ríma - hversu illa sem það er
gert. Hresst og skemmtilegt lag við skemmtilegan texta.
í DRAUMI er annað af þeim lögum sem ég hafði áður
fengið á diski. Sem eitt og sér er það hálf aumingjalegt en
í tengslum við lögin sem á und-
an koma þá er það alveg prýðis-
ballaða. Lagið er ákaflega ein-
falt og er haldið uppi á einfold-
um undirleik. En á kafla virðist
sem eigi að djassa lagið svolit-
ið og kemur Ragnheiður Grön-
dal þar með einhverja tóna
sem sumir passa vel við en
aðrir eins og hálf kjánaleg til-
raun. Það er jafnvel eins og
undirröddin hafi verið samin
á meðan hún var tekin upp.
HERÓÍN er eins og titillinn
gefur til kynna lag um
heróín. Þarna er á ferðinni
prýðilegur popp-rokk-funk
bræðingur jöar sem ég hefði
reyndar kosið að heyra
texta um annað því að lög
um eiturlyf eru að mínu
mati orðin þreytt og komin á stall með væmnum
ástarlögum. Að syngja um eiturlyf má eiginlega segja að
(svo ég vitni í lagið sjálft) „Jafnvel þó þú þurfir þess þá er
það hættulegt”. Frekar vil ég heyra ástartexta. En hvað um
það, lagið er skemmtileg blanda og með áhugaverðum
pælingum. Hönnuður umslagsins á fantagóða spretti á
bassa í þessu lagi, bassinn verður að mikilvægari taktgjafa
en trommumar í þessu lagi.
FULLKOMINN er stutt hljómborðspæling sem er inn-
gangur að laginu sem á eftir kemur. Þetta virkar á mig eins
og þunglyndisleg pæling í sunnudagsskapi - eins og ég
nefhdi áðan. Án samhengis við lagið á eftir hugsaði ég
með mér hvort ekki hefði verið gáfulegra að splæsa þessu
Plötudómur: Tekið til á háaloftinu
í eitt lag en þegar þau eru sett í samhengi þá var það bara
ágætt að svo varð ekki.
VELLIÐAN er rokklag sem minnir mig pínulítið á
hljómsveitina Rauða Fleti og örlítið á Stuðkompaníið,
sem voru upp á sitt besta í kringum 1986. Lagið hefur að
geyma svipaða pælingu og Stillimynd þ.e.a.s. grípandi
viðlag. Og ég verð að segja þetta er stuðrokklag sem renn-
ur beint í æð án nokkurra milliliða. Hér skiptir textinn
reyndar engu máli nema í viðlaginu „Mér líður svo vel”
þó svo að pælingin sé fln. Hammondinn í laginu og gítar-
sólóið gera þetta lag að bombu. Ég verð eiginlega hissa ef
þetta lag fær ekki spilun í útvarpi sem eitt af stuðlögum
ársins.
FLUGAN heitir lag sem er svolítið Skítamóralslegt og
með viðlagi sem er þokkalega grípandi. Ágætis útileg-
usmellur, auðvelt að læra og gaman að syngja. Það má
jafnvel búa til svona leikskólahreyfingar / -dans við þetta.
KONUKVALARINN er hitt lagið sem ég hafði heyrt
áður. Satt best að segja þá finnst mér hér komið það lag
sem mér finnst hvað síst á þessari plötu. Ekki vegna und-
irleiks heldur vegna þess hversu textinn er óþjáll og þetta
orð „Konukvalarinn” er eitthvað svo ljótt. Söngurinn er
allt of rembingslegur. Laglínan einfaldlega fellur ekki vel
að þessari rödd. Undirleikurinn er hinsvegar prýðilegur.
ÁVALLT er enn ein ballaðan á þessari plötu. Þetta er eig-
inlega dæmigert lokalag plötu, rólegt og skilur mann eftir í
smá tómarúmi þegar það er búið. Ágætis raularalag en þó
ekkert allt of gripandi við fyrstu hlustun.
Platan er frekar heilsteypt og skemmtileg að hlusta á ef
undan eru skilin nokkur atriði sem ég hef þegar tíundað og
í langflestum tilvikum eru það smáatriði. Mér fannst ég
heyra áhrif frá nokkrum tónlistarmönnum og hljómsveit-
um á borð við David Sylvian, Robert Fripp, Yes, Maus,
Hljóma og einhverja fleiri en hvort Flugu-menn kannist
við þá veit ég ekki. Hér eru á ferð ágætis lagasmiðir og
engir aukvisar í hljóðfæraleik. Textana má aðeins fln-
pússa. Eins og áður sagði er titillag plötunnar „Háaloftið”
prýðilega heppnað hvað varðar samspil lags og texta.
Ég held að Flugan eigi sér bjarta framtíð ef þeir halda
áfram á sömu braut og ég hlakka til þegar þeir taka til í
kjallaranum. hallur@vf.is
18
VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!