Fréttablaðið - 20.01.2017, Síða 4
leiðrétting
Í blaði gærdagsins kom fram að
tónleikarnir Laddi 70 ára, færu
fram í Eldborgarsal Hörpu 20.
janúar. Rétt er hins vegar að
tónleikarnir fara fram á morgun,
laugardaginn 21. janúar.
500L
VERÐ FRÁ
3.450.000 KR.
500x
VERÐ FRÁ
3.990.000 KR.
500
VERÐ FRÁ
2.190.000 KR.
ÍTALIRNIR ERU MÆTTIR TIL LEIKS. FAGRIR, SPORTLEGIR OG MEÐ FIMM ÁRA ÁBYRGÐ!
KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI.
atisland.is
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS
orkumál Stækkun Búrfellsvirkjun-
ar gengur ágætlega. Byggingafram-
kvæmdir hafa undanfarið einkum
verið neðanjarðar en neðanjarðar-
greftri er að mestu lokið.
Í frétt Landsvirkjunar segir að á
síðasta ári fór fjöldi starfsmanna á
verkstað upp í um 150 og voru þeir
langflestir á vegum byggingaverk-
takans ÍAV Marti. Þar af var um
helmingur erlendir starfsmenn og
voru Slóvakar þar fjölmennastir en
þeir störfuðu einkum við jarðganga-
vinnuna. Á næstu vikum bætast við
starfsmenn á vegum framleiðanda
vél- og rafbúnaðar, og er gert ráð
fyrir að heildarfjöldi á verkstað
fari upp í tæplega 200 manns með
haustinu. Eftir það fer starfsmönn-
um fækkandi á ný.
Framkvæmdir við aðrennslis-
skurð eru komnar í vetrarstopp, en
þar er búið að moka út um 70% af
áætluðu magni. Undirverktaki ÍAV
Marti, Ístak, hefur séð um þennan
verkþátt og mun hann aftur hefja
þar störf í vor. Búið er að bora bæði
kapal- og fallgöng en þau eru hvor
um sig rúmlega 100 metrar á lengd.
Aðkomu- og frárennslisgöng eru nú
komin í fulla lengd en það eru sam-
tals um 650 metrar.
Í byrjun desember hélt ÍAV Marti
upp á hátíð heilagrar Barböru en
hún er verndari þeirra sem vinna
við jarðvinnu ýmiss konar, svo
sem jarðgangagerð, malargerð,
vegagerð og jarðyrkju. Haldin var
hátíðleg athöfn í aðkomugöngum
þar sem lofgjörð var flutt og lík-
neski heilagrar Barböru komið þar
fyrir til verndar starfsmönnum við
framkvæmd.
Verkið er nokkurn veginn á áætl-
un en áætlað er að gangsetja virkj-
unina í lok maí 2018 en þá mun taka
við frágangsvinna og landmótun á
svæðinu. – shá
Um 150 manns vinna að stækkun Búrfellsvirkjunar
Haldin var hátíðleg athöfn í aðkomugöngum þar sem líkneski heilagrar Barböru
var komið fyrir til verndar starfsmönnum. Mynd/Landsvirkjun
garðabær María Grétarsdóttir,
bæjar fulltrúi í Garðabæ, hefur sent
inn kvörtun til umboðsmanns
Alþingis vegna samninga Garða-
bæjar við Klasa ehf. um uppbyggingu
miðbæjar Garðabæjar.
Óskar María eftir því að samning-
ar bæjarins við Klasa verði teknir til
athugunar af umboðsmanni. Telur
hún að bærinn hafi gefið Klasa lóðir
án endurgjalds sem síðan hafi selt
þær þriðja aðila og hagnast gríðar-
lega. Þetta sé að hennar mati slæm
ráðstöfun á eigum Garðbæinga.
„Ég er kosin til sveitarstjórnar
til að gæta hagsmuna Garðbæinga
og það er skylda mín að láta kanna
þetta mál ofan í kjölinn,“ segir María.
„Hér er um gríðarlega háar fjárhæðir
að ræða. Málið á sér langa sögu en nú
sé ég mig knúna til að fara með málið
til umboðsmanns Alþingis.“
Samningar Klasa við Garðabæ
um uppbyggingu miðbæjarins voru
undirritaðir fyrst árið 2006. Í efna-
hagshruninu árið 2008 er ákveðið að
fresta framkvæmdum, breyta deili-
skipulagi og minnka byggingarmagn
á Garðatorgi. Klasi hafi þar með
lóðakaupum greitt fyrir 25 þúsund
fermetra byggingarrétt.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segist fagna því ef
umboðsmaður ætli að skoða þetta
mál. Ekkert í samningagerð Garða-
bæjar eigi hins vegar að gefa tilefni til
þess. „Þetta er dæmalaus málflutn-
ingur og hefur margoft verið hrak-
inn,“ segir Gunnar. „Samningarnir
eru allir opinberir og því er þetta hið
besta mál.“
„Hið rétta er að Klasi keypti árið
2006 tvær lóðir á Garðatorgi og
uppkaupsverðið var 1,2 milljarðar
króna. Með því greiddi Klasi fyrir
byggingarrétt á öðrum lóðum. Við
hrunið og frestun framkvæmda hafi
byggingarmagnið verið minnkað
og því hafi Klasi átt inni byggingar-
rétt. Garðabær ráðstafaði þá bygg-
ingarrétti upp á þann mismun með
úthlutun á fimm einbýlishúsalóð-
um sem var afar hagstæð ráðstöfun
fyrir bæinn,“ bætir Gunnar við.
sveinn@frettabladid.is
Telur að Garðabær hafi gefið
lóðir fyrir hundruð milljóna
Bæjarfulltrúi í Garðabæ, telur bæinn hafa gefið lóðir fyrir hundruð milljóna króna til fyrirtækisins Klasa
ehf. „Dæmalaus málflutningur sem margoft hefur verið hrakinn,“ segir bæjarstjórinn. Kvörtun send til um-
boðsmanns Alþingis vegna málsins sem á sér langa sögu en skrifað var undir samningana árið 2006.
Fara átti í miklar endurbætur á miðbæ Garðabæjar árið 2006. FréttaBLaðið/siGurjón
Samningarnir eru
allir opinberir og
því er þetta hið besta mál
Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garða-
bæjar
Ég er kosin til
sveitarstjórnar til að
gæta hagsmuna Garðbæinga
og það er skylda mín að láta
kanna þetta mál
ofan í kjölinn
María
Grétarsdóttir
bæjar fulltrúi
Samfélag „Við erum að fara með
189 manns beint til Liverpool á
meðan hin félögin fara til í Man-
chester, Birmingham og London,“
segir Tómas J. Gestsson, fram-
kvæmdastjóri Heimsferða, en á
þriðjudag var sagt frá því að mörg
hundruð Íslendingar væru að fara
á leik Liverpool og Swansea. Inn í
þá tölu vantaði ferð Heimsferða og
bætast því um 200 manns við.
Úrval Útsýn, Vita ferðir, Gaman
ferðir og TransAtlantic buðu upp á
ferðir á þennan leik og seldust öll
sæti upp.
„Langstærstur hluti Íslending-
anna sem verða á Anfield um helg-
ina er á okkar vegum. Við förum
með heila vél á þennan leik sem
er mjög sjaldgæft, því þetta er einn
leikur. Ferðin var auglýst í septem-
ber og var nánast uppselt á stuttum
tíma. Síðustu sætin seldust í byrjun
árs,“ segir Tómas, en áhuginn á
enska boltanum hefur sjaldan verið
meiri.
Þetta er önnur ferð Heimsferða
beint til Liverpool og hefur selst
upp í bæði skiptin. „Ég efast ekki um
að það verði stórkostleg stemning
þarna. “ – bb
Íslendingar
lita leik með
Liverpool
tómas j.
Gestsson
framkvæmda-
stjóri Heimsferða
2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 f Ö S t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
0
-3
0
7
0
1
C
0
0
-2
F
3
4
1
C
0
0
-2
D
F
8
1
C
0
0
-2
C
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K