Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið umfangsmesti atvinnuvegur landsins. Nú þegar skilar hún miklum verðmætum til samfélagsins og
hún hefur skipt sköpum við endurreisn efnahagslífsins.
Vinstri græn lögðu fram ítarlega stefnu um framtíð
ferðaþjónustu fyrir kosningar þar sem rauði þráðurinn
var að greinin þyrfti að þróast með sjálfbærum hætti, í
sátt við umhverfi, samfélag og efnahag. Áhersla var lögð
á að vernda einstaka náttúru landsins og að uppfylla
metnaðarfull loftslagsmarkmið. Hvort tveggja kallar á
breytta hugsun en skapar líka sóknarfæri. Mikilvægt er að
efla enn frekar menntun og rannsóknir innan ferðaþjón
ustunnar og að sjálfbærnihugsunin verði samþætt inn í
alla stefnumótun. Því miður hefur umræða um málefni
ferðaþjónustunnar nánast eingöngu snúist um gjaldtöku
seinustu misserin. Umdeilt frumvarp um náttúrupassa
steytti á skeri og síðan þá hefur ekki náðst sátt um hvaða
leiðir sé best að fara til að greinin leggi meira af mörkum
til samfélagsins í samræmi við þá nýtingu sem hún felur í
sér á auðlindinni sem felst í ósnortinni náttúru.
Á sama tíma hefur skapast villtavestursástand þar
sem landeigendur víða um land eru farnir að rukka fyrir
aðgang að náttúruperlum, jafnvel þó að ítrekað hafi
komið fram að slík gjaldtaka er lögum samkvæmt háð
þröngum skilyrðum þar sem rekstraraðili viðkomandi
náttúruverndarsvæðis þarf að hafa gert sérstakan
samning við Umhverfisstofnun um rekstur svæðisins.
Hins vegar hefur komið fram að ekki hafi verið brugðist
sérstaklega við lokunum og gjaldtöku, jafnvel þó að laga
heimildir skorti.
Stefnuleysi hefur ríkt í þessum málum og tækifæri til
að skapa sátt um uppbyggingu greinarinnar hafa farið
forgörðum – til að mynda var tillaga um komugjöld felld
við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Nú segir nýr ráðherra
ferðamála að landeigendur eigi að beita gjaldtöku ef þeir
telji það stuðla að náttúruvernd sem bendir því miður
ekki til þess að ný ríkisstjórn vilji tryggja almannaréttinn
og leggja grunn að eðlilegri tekjuöflun sem geti nýst til
uppbyggingar úr sameiginlegum sjóðum. Þessi mál þurfa
alvöru umræðu á nýju þingi.
Framtíðarsýn í
ferðamálum
Katrín
Jakobsdóttir
formaður Vinstri
grænna
Stefnuleysi
hefur ríkt
í þessum
málum og
tækifæri til að
skapa sátt um
uppbyggingu
greinarinnar
hafa farið for-
görðum.
Til að hrinda
af stað slíkri
uppstokkun
þarf pólitíska
forystu með
skýr mark-
mið að leiðar-
ljósi.
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
ERTU MEÐ KVEF EÐA
FLENSUEINKENNI?
MARINE
PHYTOPLANKTON
Sjávarþörungur
HAWAIIAN
NONI
Veikindabani
Styrkir ónæmiskerfið
Ofurfæða úr hafinu
Orka – Einbeiting - Úthald
www.balsam.is
Frábær tvenna
Fyrirbyggjandi við
kvefi og flensu
Sjávarþörungur
Fátt benti til þess árið 2013 að flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda á komandi árum væri að bregðast við gríðarlegu gjaldeyrisinnstreymi og samfelldri gengisstyrkingu krónunnar. Hreinn gjaldeyrisforði var þá neikvæður um nær hundrað milljarða
og Ísland stóð frammi fyrir fordæmalausum greiðslujafn
aðarvanda. Ekki var hægt að hefja losun fjármagnshafta
nema að finna fyrst lausn á skuldaskilum gömlu bank
anna sem tryggði hagsmuni Íslands – að öðrum kosti var
hætta á því að hagkerfið færi á hliðina samhliða gengisfalli
og lausafjárkreppu í fjármálakerfinu. Það tókst.
Í dag glímir Ísland við nokkurs konar lúxusvanda sem
stafar af áður óþekktu innflæði gjaldeyris. Seðlabank
anum hefur tekist að byggja upp óskuldsettan gjaldeyris
forða sem uppfyllir öll alþjóðleg viðmið – og vel það –
með því að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir samanlagt 770
milljarða á aðeins þremur árum. Sú forðasöfnun Seðla
bankans var skynsamleg. Í aðdraganda haftalosunar var
brýnt að auka traust og trúverðugleika á ferlinu með því
að minnka lausafjáráhættu þjóðarbúsins í erlendri mynt
og vinna gegn of hraðri styrkingu krónunnar. Gjaldeyris
kaupin þjónuðu þeim tilgangi.
Kaup af slíkri stærðargráðu hafa hins vegar einnig í
för með sér kostnað fyrir Seðlabankann – og hann fer
nú stigvaxandi. Samkvæmt útreikningum sem birtust í
umfjöllun Markaðarins í vikunni má áætla að uppsafn
aður heildarkostnaður – bæði vegna gengistaps og vaxta
kostnaðar – nemi yfir 120 milljörðum frá 2014. Hagfræð
ingar eru því flestir sammála um að Seðlabankinn geti
ekki lengur haldið áfram á sömu braut. Forstöðumaður
efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins hefur bent á að
það séu líklega fá dæmi þess að nokkur seðlabanki „hafi
safnað jafn miklum gjaldeyri á svo skömmum tíma ofan
í svo mikla styrkingu og með eins mikinn vaxtamun“. Á
sama tíma og bankinn hefur verið á þessari vegferð til að
vinna gegn gengishækkun krónunnar eru enn hömlur á
útflæði fjármagns. Það er með ólíkindum.
Nauðsynlegt er að endurmeta sem fyrst forsendur
peningastefnu Seðlabankans. Háir raunvextir laða til
landsins fjármagnsinnflæði með tilheyrandi gengis
styrkingu, innlendir aðilar veigra sér við að ráðast í
tímabæra áhættudreifingu með erlendum fjárfestingum
og vaxtakostnaður gjaldeyrisforðans er mun hærri en
ella. Peningastefnan þarf að taka mið af þeirri byltingu
sem orðið hefur á hagkerfinu með tilkomu nýrrar og ört
vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Ólíklegt er
að vaxtalækkun í núverandi árferði muni raska jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Öðru nær.
Þeir sem halda um stjórnartaumana í Seðlabankanum
munu ekki eiga frumkvæði að breytingum á peninga
stefnunni. Til að hrinda af stað slíkri uppstokkun þarf
pólitíska forystu með skýr markmið að leiðarljósi. Þau er
því miður ekki að finna í nýjum stjórnarsáttmála. Standi
stjórnvöld aðgerðarlaus hjá er ljóst að óbreytt stefna mun
fyrr en seinna þurrka upp allt eigið fé Seðlabankans og
bankinn verður tæknilega gjaldþrota – aftur.
Ósjálfbær
stefna
Bílastæðagjöldin
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis
stjórnar er kveðið á um að
stefnt skuli að skynsamlegri
gjaldtöku af ferðamönnum,
til dæmis með bílastæða
gjöldum. Þetta er eðlilegt og
gott markmið. Víða erlendis
þekkist það að bílastæða
gjöld eru notuð til þess að
hafa áhrif á aðsókn að ferða
mannastöðum. Þess utan
má spyrja sig hvort eðlilegt
sé að eini staðurinn þar sem
bílastæðagjöldum er beitt
sé í miðborg Reykjavikur. Ef
hægt er að nýta slík úrræði til
að takmarka ágang í miðborg
Reykjavíkur hlýtur það að
vera viðunandi úrræði til að
vernda þær náttúruperlur sem
okkur þykir vænst um.
Vondi maturinn
Að allt öðru. Meirihluti borg
arstjórnar í Reykjavík felldi
tillögu Mörtu Guðjónsdóttur,
borgarfulltrúa Sjálfstæðis
flokksins, um að í Ráðhúsinu
yrði boðið dagsdaglega upp á
sama mat og leik og grunn
skólabörnum er boðið. Í frétt
mbl.is um málið er ekki greint
frá rökstuðningi meirihlutans
fyrir ákvörðun sinni. En það
er vissulega ekki sannfærandi
ef vitnisburður um umhyggju
borgarfulltrúanna fyrir
börnum okkar, ef þeir bjóða
börnunum mat sem þeir sjálfir
geta ekki lagt sér til munns.
jonhakon@frettabladid.is
2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r12 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
2
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
0
-1
7
C
0
1
C
0
0
-1
6
8
4
1
C
0
0
-1
5
4
8
1
C
0
0
-1
4
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K