Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 24

Fréttablaðið - 20.01.2017, Page 24
„Við rifum allt út úr eldhúsinu eins og það lagði sig. Innréttingin var upphafleg og var orðin ansi lúin vægast sagt. Einnig korkurinn á gólfinu sömuleiðis svo að þetta var allt saman tekið,“ segir Heið­ dís Helgadóttir teiknari, eigandi verslunarinnar Heiddddddinsta­ gram í Hafnarfirði, spurð út í nýj­ ustu framkvæmdirnar á heimilinu. „Ég skissaði upp eldhúsið nokk­ urn veginn eins og við vildum hafa það. Tengdapabbi minn og mágur eru smiðir svo við vorum ekki í vandræðum með að græja allt saman sjálf með mjög góðri hjálp. Við flísalögðum hins vegar fyrir ofan innréttinguna sjálf og það var mjög skemmtilegt til þess að byrja með en býsna strembið. YouTube sá um þá leiðsögn frá A til Ö,“ segir Heiðdís og viðurkenn­ ir að örlað hafi á smá óþolinmæði við verkið. „Kærastinn minn er mjög skipu­ lagður í öllu svona og vill gera allt 100%. Við vorum því töluvert leng­ ur að þessu en ég hefði viljað. Það er erfitt að vera hvatvís og óþolin­ móður í framkvæmdum svo ég ég fékk mér bara kaffi þegar þolin­ mæðin var á þrotum,“ segir hún sposk. Vissuð þið hvernig eldhús þið vilduð? „Það gekk alveg ótrúlega vel að velja þetta allt saman. Við fórum í ferðalag síðasta sumar til Þýskalands og Frakklands þar sem við gistum heima hjá fólki með mismunandi stíla. Ég púslaði þessu líklega saman svolítið í huganum á því ferðalagi. Gólf­ flísarnar eru náttúrulega pínu öðruvísi en mér finnst ákveðinn sjarmi yfir þeim. Svo vildi ég lýsa þetta allt saman vel upp því ekki veitir okkur af birtunni á þessu blessaða landi – svo að við völdum svarta kastara fyrir ljós. Borð­ platan kom bara sem kontrast við allt svart/hvíta þemað sem var í gangi. Stíllinn á heimilinu er í raun og veru bara svolítið sá að við fylgjum hjartanu. Við erum fjögur sem búum saman en ekki bara tveir fullorðnir svo að mér finnst skipta máli að hafa heimili litríkt og lifandi fyrir börnin sem deila með manni heimili.“ Eru frekari framkvæmdir fram- undan? „Við stefnum á að taka allt heimilið í gegn en það tók okkur þrjú ár að byrja á þessu, sjáum til hvenær við nennum rest.“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Hægeldað nautabrjóst Texas BBQ Style 1.690 kr. fyrir tvo til og með 28. feb. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 Grandagarði 11 texasborgarar.is Hægeldað nautabrjóst Texas BBQ Style Borið fram í hamborgara­ brauði með, ristuðum lauk, sætkartöflustráum og amerísku hrásalati „coleslaw“, ásamt krullufrönskum Aðeins 1.690 kr. HÆGELDAÐ NAUTABRJÓST Heiðdís með son sinn Helga Björn Birgisson í nýja eldhúsinu. mynd/EyþóR Flísalögðu með hjálp Youtube Heiðdís Helgadóttir og Birgir Jóhannsson tóku eldhúsið í gegn á dögunum. Þrjú ár tók þau að hafa sig í verkið en þau ætla sér að taka allt heimilið í gegn. Þau nutu dyggrar aðstoðar fjölskyldunnar og YouTube. Flísarnar fékk Heiðdís í Flísa- búðinni. Gólf- flísarnar setja mikinn svip á eldhúsið. myndir eftir moniku Petersen. Flestallt í eld- húsinu er úr Litlu hönnunar- búðinni. Einfalt og smart. 2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 2 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 0 -2 1 A 0 1 C 0 0 -2 0 6 4 1 C 0 0 -1 F 2 8 1 C 0 0 -1 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.