Fréttablaðið - 20.01.2017, Side 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„Nýjasta og stærsta verkefnið mitt
hingað til er að leika í sjónvarps
þættinum Murder Among Friends.
Það er ótrúlega spennandi að fá að
leika í bandarísku sjónvarpi. Þetta
er heilmikil framleiðsla og mjög virt
fagfólk sem kemur að þáttunum,“
segir Unnur Eggertsdóttir, sem mun
á næstu dögum leika í annarri syrpu
þessara vinsælu þátta sem hafa
vakið töluverða athygli vestanhafs.
Tökur á þáttunum byrja á þriðju
daginn. „Ég fæ örfáa daga til að læra
handritið og vinna mína rann
sóknar vinnu fyrir stelpuna sem ég
leik,“ segir Unnur, og bætir við að
það sé eins gott að standa sig.
Á næstu vikum mun Unnur einn
ig leika í kvikmynd sem heitir Casa
Matusita og er framleidd af Prospect
House Entertainment.
„Það er mjög spennandi. Þar fæ
ég að leika á móti stórstjörnum eins
og Malcolm McDowell, og nokkrum
öðrum sem ég má samt ekki nafn
greina enn þá,“ segir hún.
Unnur útskrifaðist frá The Amer
ican Academy of Dramatic Arts í
New York í apríl 2016 og fékk aðal
verðlaun útskriftarinnar sem besta
leikkona árgangsins en í honum
voru rúmlega 100 nemendur.
„Námið í New York gekk ein
staklega vel, þetta voru mjög erfið
ár bæði líkamlega og andlega en ég
naut hverrar mínútu. Ég er ofboðs
lega þakklát fyrir þjálfunina sem ég
fékk. Kennararnir lögðu mikið upp
úr því að maður gæti leikið hvaða
hlutverk sem er og alltaf fundið
sannleik í karakternum sínum,“
útskýrir hún.
Leiklistarheimurinn getur verið
flókinn frumskógur
„Það var líka lögð mikil áhersla
á hvernig maður ætti að bera sig
í prufum, hvernig maður ætti að
sækjast eftir ákveðnum hlutverk
um,“ segir Unnur.
Í nóvember ákvað Unnur að elta
drauma sína til Los Angeles.
„Ég ákvað að eltast við verkefni
sem ég tók þátt í í sumar, sem er
söngleikur um ævi Marilyn Monroe.
Það er verið að setja sýninguna upp
í mun stærri uppfærslu á næstu
mánuðum, og ég fékk töluvert
stærra hlutverk, svo það kom ekki
annað til greina en að flytja mig
hingað yfir,“ segir hún.
„Á meðan undirbúningstímabilið
stendur yfir fyrir söngleikinn hef ég
reynt að vera dugleg að taka þátt í
alls konar verkefnum hér. Til dæmis
lék ég í stuttmynd um daginn fyrir
mjög flottan bandarískan leikstjóra
þar sem ég lék á móti íslensku leik
urunum Atla Óskari og Elíasi Helga.
Eftirvinnslan á þeirri mynd er að
klárast, og svo verður hún send á
nokkrar kvikmyndahátíðir. Myndin
heitir Gilded og ég er mjög spennt
að fylgja henni eftir,“ segir hún.
Óhætt er að segja að nóg sé um
að vera hjá Unni, og fram undan séu
spennandi tímar hjá henni.
„Nú, þegar ég er búin að bóka
nokkur verkefni og orðin töluvert
öruggari í prufum, get ég einbeitt
mér frekar að því að sækja um hlut
verk sem ég veit að henta mér. Ég er
ótrúlega spennt fyrir næstu vikum
og mánuðum. Mér finnst fátt jafn
mikil snilld og að fá að leika, svo ég
vona innilega að ég haldi áfram að
vera heppin með verkefni,“ segir
Unnur.
gudrunjona@frettabladid.is
Eltir drauma sína
Unnur Eggertsdóttir leikkona útskrifaðist frá The American Academy of
Dramatic Arts í New York í apríl 2016. Hún er flutt til Los Angeles og fer
með hlutverk í nýjustu syrpu spennuþáttanna Murder Among Friends.
Unnur Eggertsdóttir gerir það gott í Hollywood. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI.
Malcolm McDowell, mótleikari Unnar í kvikmyndinni Casa Matusita.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Símaveski,
heyrnartól, snúrur
og allt fyrir
símann.
Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
FITUMÆLINGAVOGIR
Við erum með gífurlegt úrval
af öllum gerðum af vogum
GOTT
VERÐ
Tanita BC-587 fitumælingavog
Áður 32.860,- NÚ 18.749,-
FÆRIBANDAVOGIR - RANNSÓKNAVOGIR - IÐNAÐARVOGIR - SMÁVOGIR
VERÐÚTREIKNINGSVOGIR - TALNINGAVOGIR - KRÓKAVOGIR
BAÐVOGIR - BARNAVOGIR - GÓLFVOGIR - LÍMMIÐAVOGIR
gæði – þekking – þjónusta
... fæst í næsta apóteki
og helstu stórmörkuðum
Mundir þú eftir að bursta
og skola í morgun?
GUM eru hágæða tannvörur
– allar upplýsingar á www.icecare.is
tannlæ
knar
mæla m
eð
GUM
tannvö
rum
2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r36 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð
2
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
0
0
-3
F
4
0
1
C
0
0
-3
E
0
4
1
C
0
0
-3
C
C
8
1
C
0
0
-3
B
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K