Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 162. tölublað 104. árgangur
GEFUR ÚT
STAFRÆNA
BARNABÓK VÍKINGAR MUNU BERJAST
HELGA OG
MARÍA ERU
VEGANISTUR
MIÐALDADAGAR Á GÁSUM 31 GRÆNKERAR Á EINNI NÓTTU 12PÉTUR ÁSGEIRSSON 30
Morgunblaðið/RAX
Neyðarbraut Þristurinn og fleiri flugvélar
nota nú brautina sem flugstæði.
Isavia hefur lokað flugbraut 06/
24 á Reykjavíkurflugvelli, neyðar-
brautinni svokölluðu. Um þessa
braut hefur verið hart deilt undan-
farin misseri.
Isavia hyggst breyta merkingum
flugbrautarinnar og til stendur að
hún verði nýtt sem akbraut að hluta
og sem stæði fyrir flugför sem hafa
hér tímabundna viðkomu.
Jafnframt er hafinn undirbún-
ingur að uppsetningu aðflugsljósa
við vesturenda austur/vestur flug-
brautar vallarins í samræmi við
samkomulag sem ríki og Reykja-
víkurborg gerðu í október 2013.
Aðflugsljósin verða við Starhaga
nálægt Skerjafirði. Aðflugsljós eru
þegar til staðar við austurenda
brautarinnar. Loks verður hafinn
undirbúningur að því að fella tré í
Öskjuhlíð en þau hafa haft trufl-
andi áhrif á flugstarfsemi á vell-
inum. Trén verða mögulega felld í
haust. »14
Neyðarbraut breytt
í flugvélastæði
Bifreiðainnflutningur
» Greinileg merki eru um að
innflutningur bifreiða sé að
aukast.
» Hlutfallslega er meiri aukn-
ing í dýrari bifreiðum.
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Nýskráning bifreiða frá sjö þekktum
lúxusbílaframleiðendum hefur auk-
ist hér á landi samtals um 61% á
fyrra árshelmingi miðað við sama
tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr töl-
um um innflutning bifreiða sem
Samgöngustofa hefur tekið saman
fyrir Morgunblaðið. Alls voru 755
nýskráningar bifreiða frá Audi,
BMW, Land Rover, Lexus, Merce-
des Benz, Porsche og Tesla á fyrstu
sex mánuðum ársins. Nýskráningar
bifreiða sömu framleiðenda í fyrra
voru 471.
Loftur Ágústsson, markaðsstjóri
BL, sem er umboðsaðili fyrir BMW
og Land Rover, segir niðurstöður
mælinga á bjartsýni landsmanna
góðan fyrirboða um sölu á nýjum bíl-
um. „Það er meira um að menn fái
fjármögnun í tengslum við bílakaup
núna en var fyrst eftir hrun. Það er
hins vegar langt frá því að menn séu
að taka lán í þeim mæli sem sást á ár-
unum fyrir hrun. Þetta eru miklu
heilbrigðari kaup núna. Sala nýrra
bifreiða er nú í takt við það sem var
árið 2004-2005.“
Sala lúxusbíla á fullri ferð
Sala bíla sögð haldast í hendur við niðurstöður mælinga á bjartsýni landsmanna
Viðskipti með nýja bíla lík því sem var árin 2004 og 2005, segir umboðsaðili
MVerulegur vöxtur í sölu »16
Morgunblaðið/Ófeigur
Hverfisgata Dagbjört Norðfjörð hjá veitingahúsinu Kryddlegnum hjörtum segir framkvæmdir við Hverfisgötuna vera við það að ríða rekstrinum að fullu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Götunni hefur verið lokað flesta
daga síðan við fluttum hingað vegna
kranabíla eða steypubíla. Stundum
var lokað í nokkra daga í einu. Þetta
hefur verið hryllingur,“ segir Dag-
björt Norðfjörð, eigandi veitinga-
hússins Kryddlegin hjörtu á Hverf-
isgötu 33 í Reykjavík. Gatna-
framkvæmdir við Hverfisgötu voru
kornið sem fyllti mælinn. Þær hafa
nú staðið hátt í tvo mánuði. Dagbjört
segir að gestir veitingahússins þurfi
að fara krókaleiðir til að komast á
veitingastaðinn. Ófært er fyrir fólk í
hjólastól. „Ég sé hópa útlendinga
hinum megin við Klapparstíg á leið
til mín. Svo snúa þeir bara við af því
að aðgengið er ekkert,“ segir Dag-
björt en hún hefur þurft að loka
staðnum sumar helgar, lokað er yfir
miðjan daginn og opið styttra á
kvöldin vegna þess hve lítið er að
gera. Mikið ónæði er vegna atsins.
„Nú þyrlast upp skíturinn og við-
bjóðurinn. Í gær [fyrradag] var ver-
ið að saga lagnir og ekki með vatns-
sög,“ segir Dagbjört. Þykkt rykský
lá yfir öllu og þurfti að loka gluggum
og dyrum til að halda rykinu úti.
„Það er oft búið að taka af mér raf-
magn og vatn fyrirvaralaust. Á tíma-
bili gat ég ekki rukkað af því að þeir
slitu símalínur.“
Dagbjört segir að borgin viti vel af
aðstæðunum og að talað hafi verið
við embættismenn en svo virðist
sem allar dyr séu lokaðar. „Það er
voða erfitt að ná í þessa kónga,“ seg-
ir Dagbjört ennfremur.
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, segir að finna þurfi fyrir-
komulag til að bæta fyrirtækjum
það tjón sem þau verða fyrir vegna
framkvæmda borgarinnar. »10
„Þetta hefur verið hryllingur“
Veitingahúsið Kryddlegin hjörtu við Hverfisgötu líður fyrir gatnafram-
kvæmdir Illfært hefur verið fyrir gesti að veitingastaðnum og mikið ónæði
Um níu þúsund
manns hafa nýtt
sér myndbands-
námskeið á veg-
um Íslandsstofu
þar sem kynnt
eru fyrir ferða-
mönnum ýmis
nytsamleg atriði
þegar þeir eru á
ferð um Ísland.
Taka þeir svo
stutt krossapróf til þess að fara yfir
meginatriði þess sem fram kemur í
myndböndunum sem m.a. snúa að
akstri og öryggi á Íslandi. Standist
þeir prófin útskrifast þeir úr Ice-
land Academy. »10
Níu þúsund hafa
nýtt sér námskeið
Ferðamenn fræðast
um áningarstaðinn.
Framkvæmdir eru hafnar við
fyrstu jarðhitavirkjun Ungverja-
lands. Íslensk-kínverska félagið
Orka reisir virkjunina og kemur
ásamt öðrum að fjármögnun henn-
ar, auk þess sem verkfræðistofan
Mannvit hannar mannvirkið.
Sigurður Lárus Hólm, fram-
kvæmdastjóri Mannvits í Ungverja-
landi, segir í samtali við Morgun-
blaðið að jarðhiti sé vel þekktur á
svæðinu og því séu mikil tækifæri
til frekari þróunar. Jarðhitavatnið
nýtist fyrir gróðurhús sem á að
reisa á svæðinu. Mannvit hefur
starfrækt skrifstofu í Ungverja-
landi í tæp tíu ár og hefur umfang
hennar vaxið töluvert. »4
Reisa jarðhitavirkj-
un í Ungverjalandi