Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
23 manns létu lífið í gær þegar tvær
farþegalestir skullu saman í hér-
aðinu Puglia í suðurhluta Ítalíu.
Björgunarsveitir hröðuðu sér á vett-
vang til að bjarga fólki úr braki lest-
arvagna, sem köstuðust af sporinu út
í ólífulundi skammt frá bænum
Andria.
„Ég sá látið fólk, aðrir grátbáðu
um hjálp, fólk grét,“ sagði lögreglu-
maður við blaðamenn. „Þetta er það
versta, sem ég hef séð á ævi minni.“
Vito Montanaro, yfirmaður heil-
brigðisyfirvalda í Bari, sagði að 20
hefðu látist í slysinu og 35 slasast,
þar af væru 18 í lífshættu. Síðar kom
fram hjá BBC að 23 hefðu látist.
Reist voru sjúkraskýli á slysstað.
Síðdegis í gær voru 200 manns þar
að störfum og var enn verið að
bjarga fólki úr brakinu. Námsmenn
og vinnandi fólk ferðast mikið með
lestum á þessari leið.
Aðeins eitt lestarspor
Aðeins eitt lestarspor er þar sem
lestirnar voru á ferð á milli bæjanna
Andria og Corato. Slysið átti sér stað
rétt áður en kom að beygju. Með-
alhraði lesta á þessum kafla er 100
km á klukkustund, að því er fram
kemur á fréttavef Der Spiegel.
Matteo Renzi, forsætisráðherra
Ítalíu, gerði hlé á ræðu, sem hann
var að flytja í Mílanó, til að ávarpa
Ítali, að því er segir í frétt frá AFP.
Hann sagði að það hefði forgang að
komast að því hver bæri ábyrgð á
slysinu. „Við munum ekki unna okk-
ar hvíldar fyrr en ljóst er hvað gerð-
ist,“ sagði hann.
Mannleg mistök?
Einkafyrirtækið Ferrotramviria
rekur lestirnar, sem skullu saman.
Massimo Nitti, framkvæmdastjóri
Ferrotramviria, sagði í viðtali við
ítalska ríkisútvarpið, RAI, að ljóst
væri að „önnur lestin hefði ekki átt
að vera þarna“. Fréttastöðin TG
Norba 24 greindi frá því innan við
þremur klukkustundum eftir árekst-
urinn að óhappið hlyti að mega rekja
til mannlegra mistaka. Önnur lestin
hefði ekki verið á áætlun og ekið af
stað fyrr en gert væri ráð fyrir.
Í fréttum sjónvarpsfréttastöðvar-
innar TG24 var haft eftir sérfræðingi
að staðið hefði til að leggja tvö spor á
milli Andria og Corato, en ekki hefði
orðið af því. Kaflinn á milli bæjanna
væri því veikur blettur á kerfinu.
23 látnir í lestarslysi á Ítalíu
AFP
Harður árekstur Tveir lestarvagnar gereyðilögðust þegar tvær lestir skullu saman í Puglia á Ítalíu skömmu fyrir
hádegi í gær. 23 manns létust í slysinu og tugir manna slösuðust. Aðeins eitt spor er á kaflanum þar sem slysið varð.
Tvær lestir skullu saman í héraðinu Puglia Aðkoman hryllileg Forsætis-
ráðherra Ítalíu segist ekki munu unna sér hvíldar fyrr en ljóst verði hvað gerðist
Lestarslys
» Vagn með fljótandi gasi
sprakk á lestarstöð í Viareggio
í Toskana 2009. 31 lét lífið.
» Fjórum árum áður létust 17
þegar lestir skullu saman milli
Bologna og Verona. Á þeim
kafla var aðeins eitt spor.
Árgerð 2014, ekinn 32 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Bakkmyndavél, 16“ álfelgur,
hiti í framsætum, sætisþæginda-
pakki, inniljósapakki o.fl.
Verð 4.490.000 kr.
Afb./mán. 38.300 kr.*
B 220 CDI GLK 220 4MATIC
ML 250 4MATIC A 200 AMG STYLE
Árgerð 2014, ekinn 39 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 205 hö.
AMG sportpakki, dráttarbeisli,
hiti í framsætum, nálgunar
varar, rafdrifinn afturhleri,
sólþak, speglapakki, o.fl
-
Verð 9.990.000 kr.
Afb./mán. 84.000 kr.*
Árgerð 2014, ekinn 26 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Offroad pakki, hiti í framsæt-
um, krómpakki, LED dagljós,
o.fl.
Verð 5.990.000 kr.
Afb./mán. 50.800 kr.*
Árgerð 2015, ekinn 5 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 136 hö.
Nálgunarvarar, bakkmynda-
vél, minnispakki fyrir sæti,
AMG exclusive pakki, nætur-
pakki, keyless GO o.fl.
Verð 6.390.000 kr.
Afb./mán. 56.600 kr.*
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is
Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16
Mercedes-Benz
Ljúfir gæðabílar – en smá notaðir
Kíktu á úrvalið á www.notadir.is
*Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,73–10,79%
„Clinton hefur unnið forkosningar
Demókrataflokksins og óska ég
henni til hamingju með árangurinn.
Hún verður forsetaefni Demókrata-
flokksins og ætla ég að að gera allt
sem ég get til að tryggja að hún
verði næsti forseti Bandaríkjanna,“
sagði Bernie Sanders, öldunga-
deildarþingmaður og fyrrverandi
forsetaframbjóðandi.
Lýsti hann þessu yfir á fjölmenn-
um kosningafundi sem haldinn var í
New Hampshire í Bandaríkjunum,
en við hlið hans stóð frambjóðand-
inn Hillary Clinton. „Hún verður
framúrskarandi forseti og því stend
ég stoltur við hlið hennar,“ sagði
Sanders er hann lauk máli sínu.
„Við erum sterkari saman“
Clinton steig því næst í pontu og
sagði nú mikilvægt að sameina
kraftana til að sigra auðkýfinginn
Donald Trump í kosningunum sem
haldnar verða 8. nóvember nk.
„Ég kemst ekki hjá því að minn-
ast á hversu ánægjulegar þessar
kosningar verða nú þegar við erum
í sama liði,“ sagði hún. „Veistu hvað
- við erum sterkari saman.“
AFP
Demókratar Clinton og Sanders
ræddu við margmenni á fundi í gær.
„Clinton hef-
ur unnið“