Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Einn helsti núlifandi lagahöfundur heims, Burt
Bacharach, hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í
gærkvöldi við mikinn fögnuð gesta. Hafði hann
góða söngvara og hljóðfæraleikara sér til halds
og trausts. Hann er 88 ára og hefur á 60 ára ferli
sínum samið yfir 500 lög.
Burt Bacharach vel tekið í Hörpu
Morgunblaðið/Ófeigur
Einn helsti núlifandi lagahöfundur heims með tónleika í gærkvöldi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Stjórn Sambands íslenskra sveitar-
félaga hefur sent öllum sveitar-
stjórnum í landinu „leiðbeinandi við-
mið“ um kjör sveitarstjórnarmanna,
þar sem miðað er við að þeir sem eru
í fullu starfi sem sveitarstjórnar-
menn, fái 78% þingfararkaups. Þing-
fararkaup er nú 763 þúsund krónur
og 78% þeirrar upphæðar er 595
þúsund krónur.
„Það eru einungis 15 sveitar-
stjórnarmenn sem eru í fullu starfi,
en það eru borgarfulltrúarnir í
Reykjavík,“ sagði Halldór Halldórs-
son, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borginni, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Karl Björns-
son, fram-
kvæmdastjóri
Sambands ís-
lenskra sveitarfé-
laga, skrifaði
grein á heimasíðu
sambandsins í
fyrradag, undir
fyrirsögninni
Starfsumhverfi
sveitarstjórnar-
manna. Í grein Karls kom fram að
ofangreind leiðbeinandi viðmið, sem
öll sveitarfélög í landinu ráða hvort
þau fara eftir, eru m.a. gerð vegna
þess að sambandið hefur áhyggjur af
því hversu mikil endurnýjun verði í
sveitarstjórnum í sveitarstjórnar-
kosningum og skýrir það m.a. með
því að kjör sveitarstjórnarmanna
séu líklega aðalástæðan. „Oftast hef-
ur komið fram að lágar þóknanir og
greiðslur miðað við þann mikla tíma
sem kjörnir fulltrúar verja í þessi
trúnaðarstörf sé aðalskýring mikill-
ar endurnýjunar,“ skrifar Karl.
Halldór segir að laun sveitar-
stjórnarmanna séu ákveðin af hverju
sveitarfélagi fyrir sig og einnig
hversu hátt starfshlutfallið er. „Það
hefur oft verið þrýstingur á sam-
bandið að setja upp einhver viðmið.
Við í stjórninni höfum í gegnum tíð-
ina reifað einhverjar hugmyndir að
leiðbeinandi viðmiðum, en höfum yf-
irleitt verið skotin í kaf með hug-
myndirnar,“ sagði Halldór.
Er þetta fullt starf?
Halldór segir að mörg sveitarfélög
í landinu miði kjör sveitarstjórnar-
manna ekki við eitthvert hlutfall af
þingfararkaupi, heldur ákveði til-
tekna upphæð sem greidd sé fyrir
hvern fund.
Halldór segir að öðru hverju komi
upp umræða í stærri sveitarfélögun-
um um það hvort gera eigi starf
sveitarstjórnarmanna að fullu starfi.
„Ég hef alltaf svarað slíkri umræðu á
sama veg, að ég hafi velt því fyrir
mér hvort það sé endilega rétt og
nauðsynlegt að starf borgarfulltrú-
anna 15 í Reykjavík sé fullt starf, og
hef þá vísað til þess hvernig málum
er háttað á hinum löndunum á Norð-
urlöndunum. Það eru um 50 borg-
arfulltrúar í Kaupmannahöfn, en
bara hluti þeirra er í fullu starfi, því
margir borgarfulltrúanna vinna
jafnframt önnur störf,“ sagði Hall-
dór.
Leggja til 78% fyrir fullt starf
Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til leiðbeinandi viðmið um kjör sveitar-
stjórnarmanna Formaðurinn efast um að starf borgarfulltrúa sé fullt starf
Halldór
Halldórsson
Alls skrifuðu 202 íbúar í Mývatns-
sveit, eða 66% undir yfirlýsingu um
að leggjast gegn fyrirhugaðri við-
byggingu við Hótel Reykjahlíð sem
Icelandair Hotels áforma. Yngvi
Ragnar Kristjánsson, oddviti hrepps-
nefndar, tók við undirskriftalistunum
en tveir þriðju hlutar íbúa sem höfðu
náð 18 ára aldri í sveitinni skrifuðu
undir. Einn af forsvarsmönnum söfn-
unarinnar var Stefán Jakobsson, íbúi
í sveitinni.
„Það er verið að rannsaka vatnið
og hvaða áhrif mannfólkið hefur á líf-
ríki þess. Enn hefur engin lausn verið
fundin eða ástæða. Þá finnst mér
heimskulegt að fara í þessa risafram-
kvæmd. Sveitarfélagið vantar fjár-
stuðning til að takast á við vandann
eins og hann er núna og þá á að auka
á áhættuna og vandann,“ segir Stef-
án.
Eftir upplýsingafund með skipu-
lagsnefnd sveitarinnar og fulltrúum
Icelandair Hotels, sem haldinn var í
sveitinni fyrr í sumar, fór af stað um-
ræða meðal íbúa um hvort rétt væri
að heimila byggingu svo nærri vatn-
inu enda gilda lög um verndun Mý-
vatns og Laxár. Er fyrirhuguð við-
bygging öll innan 200 metra
verndarlínu laganna en við hönnun
viðbyggingarinnar hefur hótelkeðjan
leitast við að fella hótelið sem best að
náttúru svæðisins þannig að sjónræn
áhrif þess frá vegi verði sem minnst.
„Það eru fáir á móti því að Ice-
landair Hotels komi í sveitina. Hótel-
keðjan er velkomin í sveitina, en að
byggja yfir 3.000 fermetra viðbygg-
ingu við 544 fermetra hótel, innan 200
metra bakkans sem er friðaður sam-
kvæmt lögum, er galið. Leyfum nátt-
úrunni að njóta vafans í þetta sinn og
færum hótelið lengra frá. Það eru
nægir staðir hér sem reisa má hótel á
án þess að taka óþarfa áhættu eða
skerða útsýni. Það er ekki of seint að
hætta við,“ segir Stefán.
benedikt@mbl.is
Tveir þriðju á móti viðbyggingu hótels
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Afhent Ásdís Illugadóttir afhendir Yngva Ragnari undirskriftalistana.
Vilja ekki við-
byggingu á vernd-
arsvæði Mývatns
Maður féll í á við Sveinsgil, norðan
Torfajökuls, um kl. 18 í gær. Tveir
menn voru á göngu á svæðinu þeg-
ar þeir fóru yfir ísbrú sem brotnaði
og annar þeirra féll ofan í ána.
Maðurinn var ófundinn á tólfta tím-
anum í gærkvöldi þegar blaðið fór í
prentun. Félagi hans slapp yfir ís-
brúna og tókst að hringja eftir
hjálp.
Veður tók að versna á slysstað í
gærkvöldi. Það byrjaði að rigna og
skyggni var lítið. Hægt gekk að
moka burtu snjóbreiðunni á ánni en
samkvæmt upplýsingum frá Lands-
björg er svæðið varhugavert.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, var á staðnum í gærkvöldi og
ferjaði leitarmenn um svæðið. Þá
voru kafarar frá Gæslunni sendir á
vettvang.
Um 150 manns tóku þátt í leit-
inni við erfiðar aðstæður. Hálendis-
vakt björgunarsveita í Landmanna-
laugum, björgunarsveitir úr Árnes-
sýslu og straumvatnsbjörgunar-
hópar frá björgunarsveitum á
höfuðborgarsvæðinu bættust við
leitarhópinn.
Leituðu
manns
sem féll í á
150 manns leituðu
við erfiðar aðstæður
Ari Edwald, for-
stjóri Mjólk-
ursamsölunnar,
baðst velvirð-
ingar í gær á
„klaufalegu
orðalagi“, þar
sem hann gaf í
skyn að neyt-
endur myndu á
endanum borga
sektina sem Samkeppniseftirlitið
lagði á MS. „Neytendur munu
ekki bera mögulega sektar-
greiðslu MS. Umræða um sekt er
heldur ekki tímabær þar sem
málinu er ekki lokið og fer nú til
áfrýjunarnefndar samkeppnis-
mála,“ segir Ari í tilkynningu
sem hann sendi fjölmiðlum.
Þá segir hann einnig að vegna
þess að ákvarðanir um verð á
helstu mjólkurvörum í heildsölu
og lágmarksverð til bænda séu
teknar af opinberri verðlags-
nefnd hafi MS enga hagsmuni
eða getu til að misnota stöðu
sína.
Forstjóri MS biðst
afsökunar á „klaufa-
legu orðalagi“
Ari Edwald
Meðvitað er reynt að stilla hæð
viðbygginga í hóf til að trufla
útsýni yfir vatnið sem minnst
og er viðbygging því á tveimur
hæðum og heildarhæð hennar
töluvert lægri en heimilt er í nú-
verandi deiliskipulagi. Núver-
andi hótel er þrjár hæðir, alls
544 fermetrar en stækkar upp í
3.677 fermetra. Þök verða hall-
andi torfþök og leitast er við að
brjóta upp byggingarmassa
þannig að byggingin lagi sig
sem best að umhverfi sínu.
Stækkar um
3.133 fermetra
FYRIRHUGUÐ VIÐBYGGING