Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 18

Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Shinzo Abe,forsætisráð-herra Jap- ans, gat hrósað happi um helgina þegar kosið var til efri deildar jap- anska þingsins. Flokkur hans, Frjálslyndi demókrataflokk- urinn, hlaut þar ríflegan meiri- hluta ásamt samstarfsflokkum sínum. Leiðin er greið fyrir Abe til þess að knýja á um um- deildar breytingar á stjórn- arskrá landsins, þar sem ríkis- stjórnin ræður nú yfir báðum deildum þingsins. Einn helsti ásteytingar- steinninn er 9. grein stjórnar- skrárinnar, þar sem öllum stríðsrekstri er hafnað og Jap- önum meinað að halda úti her- liði. Flokksmenn Abes vilja fjarlægja eða umorða þá grein, þannig að Japanar geti hagað varnarmálum sínum með hefð- bundnari hætti og gert varn- arlið sitt færara um að verjast utanaðkomandi hættum. Áður hafa verið stigin skref í þá veru. Árið 2014 samþykkti ríkistjórnin breytta túlkun á 9. greininni, sem gerði varnarliði Japans kleift að taka þátt í heræfingum og samstarfi með bandamönnum sínum, jafnvel í verkefnum utan japansks áhrifasvæðis. Þær breytingar mæltust misjafnlega fyrir, bæði innan Japans og meðal nágranna landsins, og óánægjuraddirnar yrðu líklega enn háværari ef 9. greininni yrði fargað eða breytt. Og þar liggur hundurinn grafinn, því að helsti sam- starfsflokkur Abes, Komeito- flokkurinn, aðhyll- ist friðarstefnu byggða á búdd- isma. Forvíg- ismenn þess flokks hafa lýst sig fúsa til þess að endurskoða stjórnarskrána, en þeir vilja koma að hugmyndum sínum um umhverfisvernd og verndun einkalífs, frekar en hrófla við 9. greininni. Ekkert er þó útilokað í þeim efnum. Það væri tvímælalaust lak- ara ef þessar breytingar á stjórnarskrá Japans næðust ekki fram nema með hrossa- kaupum. Það er ekki að ástæðulausu að Abe og flokks- menn hans vilja breyta 9. greininni. Þeir búa nú við hlið tveggja nágranna, sem hvor með sínum hætti eru með yf- irgang, annars vegar Kína með útþenslustefnu sinni í Suður- Kínahafi og hins vegar Norð- ur-Kórea með kjarnorkuhót- unum og eldflaugatilraunum. Á sama tíma hafa áhrif Banda- ríkjanna á Kyrrahafi farið dvínandi þannig að bandamenn þeirra þurfa að hugsa um eigin varnir í auknum mæli. Einar og sér myndu þessar áskoranir kalla á einhver við- brögð frá Japönum. Þegar þær eru teknar saman verður þörf- in á styrkari vörnum Japans æpandi. Verði 9. greininni ekki breytt, má því fastlega gera ráð fyrir að áfram verði leitað leiða til þess að fara framhjá henni, þar til að lokum hún verður nær merkingarlaus. Það væri versta niðurstaðan. Shinzo Abe vinnur meirihluta í efri deildinni} Japanar þurfa að geta varist vaxandi ógn Fornleifafræð-ingar telja sig hafa fundið rústir hins forna Þing- eyraklausturs. Rannsóknir á hleðslum sem taldar eru til- heyra klaustrinu eru nú að hefjast, samhliða uppgreftri á klausturkirkjunni, og verður vistfræði staðarins könnuð samhliða uppgreftrinum. Rannsóknir af þessu tagi taka langan tíma og of snemmt er að fullyrða að rústirnar séu fundnar, en frumathuganir lofa góðu. Reynist það rétt er um stórmerkilegan fund að ræða, þar sem klaustrið var starfrækt í rúmar fjórar aldir, frá 1133 til 1551. Klaustrið var það fyrsta á Íslandi, starfrækt þar til mótmælendatrú var tekin upp. Klaustrið var mikið mennta- setur og var Flat- eyjarbók rituð þar ásamt fleiri hand- ritum. Þá gegndi það hlutverki sjúkrahúss og ým- issar annarrar þjónustu sem í dag yrði kennd við velferð í víðri merkingu. Uppgröfturinn gæti því varpað nýju ljósi á ýmislegt sem tengist menn- ingu og sögu landsins í kaþ- ólskum sið. Þá gætu rannsókn- irnar haft heilmikla þýðingu utan landsteinanna og jafn- framt gefið betri mynd af því hvernig samskiptum Íslands og umheimsins var háttað á miðöldum. Á næstu árum er því spenn- andi tíð á Þingeyrum þar sem búast má við að hulunni verði svipt af ýmsum þeim leyndar- dómum sem saga Þingeyra- klausturs hefur að geyma. Talið er að búið sé að finna rústir Þingeyraklausturs} Merkar fornleifarannsóknir K æri Orri. Þar sem ég hjólaði í Hafnar- firði á laugardaginn varð mér hugsað til orðaskipta sem við átt- um deginum áður þar sem þú hissaðir þig á því hve bágt gamla tenniskempan Andrew Castle hefði fengið fyrir að segjast gjarnan vilja að tannlæknir sinn væri eins útlits og sambýliskona tennisleikarans Marcus Will- is, sem var á meðal áheyrenda á mótinu. Það sem Castle vissi, og við komumst að, er að við- komandi kona er hámenntaður kjálka- skurðlæknir. „Meiri lætin!“ sagðir þú hneyksl- aður yfir húmorsleysinu. Nú er það vissulega ekkert nýtt að leiklýs- endur ræði útlit kvenna í lýsingum sínum, minni til að mynda á annan sjónvarpsdóna, John Inverdale, og ruddalegar athugasemdir hans um Marion Bartoli fyrir tveimur árum. Það er ekki heldur nýtt að sjónum sé beint að líkömum kvenna til að vekja athygli á einhverjum viðburði, auka áhorf á eitthvað, eða selja eitt og annað. Það hefur tíðkast í aldir og áratugi að hafa fáklæddar konur, eða konur í afkáralegri stöðu, til að selja bíla, húsgögn tómatsósu, karlmannabuxur, ilm- vatn, kaffi, gosdrykki, hamborgara, penna, áfengi, vindla, eldavélar, hálslín, skó, karlmannaskyrtur, munnskol, bankaþjónustu, flugferðir og tryggingar. Já og íþrótta- viðburði; þær útsendingar BBC sem ég sá frá leikjum kvenna í Wimbledon-mótinu hafa að stórum hluta snúist um að sýna sem flestar klofmyndir. (Þú getur dundað þér við að skoða reglur í fimleikum, blaki og strandblaki víða um heim og velt því fyrir þér af hverju reglubundinn klæðnaður kvenna á að vera nærskorinn og sýna sem mest af líkam- anum, en öllum er sama um hvað sést af körl- unum.) Þegar litið er til sögunnar, Orri, ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að konur séu löngu orðnar leiðar á því að vera sífellt smætt- aðar niður í brjóst og rass, að atgervi þeirra og geta skipti engu máli, bara hvernig þær líta út, hvernig þær eru vaxnar. (Mér er líka til efs, svona yfirleitt, að ungar konur kæri sig al- mennt um „gullhamra“ frá miðaldra körlum.) „– Jæja, Orri, nú erum við búnir að fara yfir röntgenmyndirnar og það þarf að framkvæma smáskurðaðgerð. Við erum með tvo mjög færa skurðlækna tiltæka …“ „– Ég vil þessa með stóru brjóstin!“ Sjálfum finnst mér það óþægilegt að vera sífellt smætt- aður niður í eðlunarfúsan frummann sem hefur ekki áhuga á neinu nema kynlífi, bjór og feitu, söltuðu og reyktu kjöti. Feitu, söltuðu, reyktu og grilluðu kjöti. Já, og fótbolta. Og kynlífi. Að því leyti skil ég af hverju konum er svo í nöp við athugasemdir eins og frá sjónvarpslúðunum sem ég nefni hér fyrir ofan. Og þó hef ég ekki þurft að glíma við það alla ævi að vera sífellt undir smásjánni vegna útlits, vaxtarlags, klæðaburðar, málróms og hegðunar fyr- ir það eitt að hafa fæðst af tilteknu kyni. Og þú ekki held- ur. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Af miðaldra lúðum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ég ólst upp sem prestsdóttirog barnabarn yfirliðþjálfaí hernum. Almannaþjón-usta hefur verið hluti af mér svo lengi sem ég man,“ sagði Theresa May, innanríkisráðherra Breta, er hún boðaði þátttöku sína í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins 30. júní sl. Í kvöld, tæpum tveimur vikum seinna, tekur hún við embætti forsætisráðherra Bretlands af David Cameron sem gegnt hefur embættinu frá 2010. Theresa May er 59 ára gömul, fædd 1. október 1956 í strandbænum Eastbourne á suðurströnd Englands. Hún er einkabarn hjónanna séra Hu- berts Brasier og Zaidee. Þau létust bæði er May var 25 ára gömul. Kristin trú og hollusta við Íhaldsflokkinn og stefnu hans var áberandi á æskuheim- ilinu og er May snemma sögð hafa sýnt mikinn áhuga á stjórnmálum. May lauk BA-gráðu í landafræði við Oxford-háskóla 1977. Þar kynntist hún einnig eiginmanni sínum, Philip May fjárfesti. Sagan segir að þau hafi verið leidd saman af Benazir Bhutto, síðar forsætisráðherra Pakistans, á diskóteki fyrir unga íhaldsmenn, en parið gekk í hjónaband 1980. Þau eru barnlaus. Fyrst kjörin á þing 1997 Að loknu námi vann May meðal annars hjá Seðlabanka Englands en hafði þó ávallt augastað á stjórn- málum. Gerði hún tvær árangurs- lausar tilraunir til þess að verða kjörin fulltrúi, þ.e. 1992 og 1994. Árið 1997 tókst May hins vegar ætlunarverk sitt þegar hún var kjörin sem þingmaður Íhaldsflokksins fyrir Maidenhead- kjördæmi í Berkshire í suðaustur- hluta Englands. „Ég tel að íbúar Maidenhead hafi verið að leita að einstaklingi sem þeir telja bestan sem fulltrúa á þingi. Og ég tel þá augljóslega hafa valið rétt í kvöld,“ sagði May er hún var valin til þess að bjóða sig fram sem fulltrúi kjördæmisins. May reis hratt til metorða innan Íhaldsflokksins og varð árið 2002 t.a.m. fyrst kvenna til að gegna stöðu formanns flokksins. Á ársfundi flokks- ins sama ár, þegar Íhaldsflokkurinn var í sárum eftir að hafa tapað stórt fyrir Verkamannaflokknum í kosn- ingum 1997 og 2001, vakti May mikla athygli í ræðu. Sagði hún að Íhalds- flokkurinn væri orðinn „andstyggilegi flokkurinn“ en skoðanakannanir á þeim tíma bentu til þess að flokkurinn hefði á sér það orð að vera úr tengslum við raunveruleikann og var það einkum ungt fólk sem hafði þá mynd af honum. „Vitið þið hvað sumir kalla okkur – andstyggilega flokkinn. Ég veit að það er ósanngjarnt, þið vitið að það er ósanngjarnt en það er fólkið þarna úti sem við þurfum að sannfæra,“ sagði hún í ræðu sinni. Að loknum þingkosningum 2010 mynduðu Íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn samsteypustjórn undir forystu Davids Cameron. Tók May þá við embætti innanríkis- ráðherra og hefur hún það orð á sér að vera hörð í horn að taka, skilvirk og vinnusöm sem ráðherra. „Ætlum að láta það ganga“ Bretar kusu í atkvæðagreiðslu 23. júní sl. að ganga úr Evrópusamband- inu. Þó að May hafi stutt áframhald- andi aðild að sambandinu segir hún stefnuna skýra. „Það er mér heiður og ég er auðmjúk yfir því að hafa verið valin af Íhaldsflokknum til að verða leiðtogi hans. Brexit merkir Brexit og við ætlum að láta það ganga,“ sagði May en það kemur nú í hennar hlut að fylgja eftir úrslitum áðurnefndrar at- kvæðagreiðslu. Theresa May leiðir Breta inn í nýja tíma AFP Ráðherraskipti Theresa May, næsti forsætisráðherra Bretlands, sést hér ásamt eiginmanni sínum Philip, en Cameron lætur af embætti í kvöld. Theresa May verður annar kven- kyns forsætisráðherra Bretlands til þessa. Sá fyrri var Margaret Thatcher, samflokkskona henn- ar, sem gegndi embættinu frá 1979 til 1990. Thatcher lést árið 2013, 87 ára að aldri. Sem forsætisráðherra mun May þurfa að vinna náið með Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, m.a. að málum er varða útgöngu Breta úr ESB. Merkel tók við embætti kanslara 2005. Þá gæti svo farið að kona yrði næst kosin forseti Bandaríkj- anna, því Hillary Clinton etur nú kappi við Donald Trump. Kosið verður þar 8. nóvember nk. Þrjár í lykil- hlutverkum? KONUR SÆKJA FRAM AFP Reynslubolti Angela Merkel hefur verið kanslari frá 2005.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.