Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 12
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Ég gerðist vegan fyrirfimm árum, fyrst afheilsuástæðum, en í dagsnýst þetta um svo margt
fleira,“ segir Helga María. Yngri
systir hennar, Júlía Sif, varð vegan
þegar hún byrjaði í menntaskóla fyrir
fjórum árum. „Fyrir mér snerist
þetta aðallega um siðferðislegu hlið-
ina. Í dag erum við vegan fyrir dýrin,
jörðina og mannfólkið,“ segir Júlía
Sif. Veganismi er ein hugmynd innan
grænmetishyggjunnar, þeir sem eru
vegan borða engar dýraafurðir,
hvorki líkama, mjólk né egg.
Báðar tóku þær ákvörðunina
frekar skyndilega. „Ég eyddi einum
degi í að afla mér upplýsinga um lífs-
stílinn og sama kvöld var ég ákveðin
og hef ekki litið til baka síðan,“ segir
Helga María. Júlía Sif flutti til systur
sinnar þegar hún byrjaði í mennta-
skóla og gerðist vegan á einni nóttu.
„Einn daginn var ég að borða lamba-
læri og skyr og daginn eftir var ég
hætt að borða allar dýraafurðir og
hef aldrei saknað neins,“ segir Júlía
Sif.
Fyrir tveimur árum byrjuðu
systurnar að nýta sér samfélagsmiðla
til að þróa vegan-lífsstílinn og deila
með öðrum. „Við birtum myndir af
því sem við vorum að borða og mynd-
ir af vegan-vörum sem við mælum
með. Facebook-síðan lagðist svo í
smá dvala í nokkra mánuði þar til við
systur ákváðum að opna hana aftur.
Þá stofnuðum við Instagram og
Snapchat og fengum mun fleiri fylgj-
endur. Það var svo ekki fyrr en núna í
sumar sem við loksins opnuðum veg-
anistur.is,“ segir Helga María.
Bloggið hjálpar systrunum einnig að
halda góðu sambandi, en Helga
Samrýndar systur
og grænkerar
Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur eiga ýmislegt sameiginlegt.
Þær eru báðar grænkerar, eða vegan, og elska að elda góðan mat. Þær gerðust
báðar vegan á einni nóttu, ekki þeirri sömu þó, og halda úti skemmtilegu bloggi,
Veganistur, þar sem þær deila fljótlegum og girnilegum vegan-uppskriftum.
Ljósmynd/Rakel Erna Skarphéðinsdóttir
Systur Júlía Sif og Helga María Ragnarsdætur stofnuðu bloggsíðuna veganistur.is fyrr í sumar.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Tveir gjörningar verða fluttir í Tví-
söng kl. 21.30 - 22.30 í kvöld, 13.
júlí. Annars vegar Spring’s Call of
Nature eftir Styrmi Örn Guðmunds-
son og hins vegar Ymur þula eftir
Ástu Fanneyju Sigurðardóttur.
Gjörningarnir eru hluti af sumarsýn-
ingu Skaftfells, Samkoma handan
Norðanvindsins, og LungA. Tví-
söngur er staðsettur í Þófunum of-
an við Seyðisfjarðarkaupstað og
tekur um 15 mínútur að labba upp
að verkinu.
Styrmir Örn er maður frásagna
og gjörninga auk þess sem hann
syngur, býr til hluti og teiknar. Hann
laðast að hinu fjarstæðukennda.
Ymur þula er gjörningur og tónverk
þar sem m.a. er leitast við að hljóð-
gera mynstur sem notað var við að
muna þulur og kvæði eftir Ástu
Fanneyju Sigurðardóttur. Efniviður
verksins eru meðraulandi þuluskáld.
Vefsíðan www.skaftfell.is
Morgunblaðið/Eggert
Gjörningafólk Styrmir Örn Guðmundsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir.
Gjörningar í Tvísöng í Þófunum
Í sumarblíðunni er upplagt að taka sér
göngutúr um Þingvelli. Fjölbreyttar
gönguleiðir liggja um þjóðgarðinn og
eru þær stikaðar og merktar. Utan þing-
staðarins forna tengjast þær flestar
gömlu eyðibýlunum, Hrauntúni,
Skógarkoti og Vatnskoti þar sem enn
má sjá ummerki mannvistar fyrir tíma
vélvæðingar.
Þjóðleiðirnar um Langastíg, Skógar-
kots-veg og Nýju-Hrauntúnsgötu eru
einnig opnar hestaumferð en aðrar leið-
ir eru einungis ætlaðar gangandi fólki.
Nánari upplýsingar um göngustíga á
gönguleiðakorti þjóðgarðsins og sér-
korti Landmælinga Íslands af Þingvöllum.
Endilega . . .
. . . gangið um
Þingvelli
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðgarðurinn Fagurt um að litast.
Japanski listamaðurinn og butoh-
dansarinn Mushimaru Fujieda fremur
gjörning ásamt rokksveitinni Fufanu
á KEX-hosteli kl. 20 í kvöld í Gym &
Tonic. Dagana 15. - 17. júlí verður
Fujieda svo með námskeið í Jógasetr-
inu. Hann kallar sig náttúrulegt, lík-
amlegt skáld, Natural Physical Poet,
en list hans þróaðist í kringum sóló-
dans þar sem hann tjáir tilfinninga-
þrungin augnablik í lífinu, á táknræn-
an hátt. Hann hefur ferðast víða með
list sína, haldið námskeið í yfir 20
löndum og stýrir ásamt þremur börn-
um sínum Fujieda danshópunum The
Physical Poets og Arakan Family.
Fujieda leggur áherslu á slökun
huga og líkama gegnum andardrátt
og dans. Námskeiðið í Jógasetrinu
felst í að rækta náttúrulegan dans
fyrir hvern og einn með hreyfingu
sem tengist önduninni beint. Mark-
miðið er að gera hverjum og einum
kleift að upplifa einlæga leikgleði
barnsins í sjálfum sér.
Hægt er að skrá þátttöku í nám-
skeiðinu á netfangið asashima-
da@gmail.com, eða í síma 6258575.
Náttúrulegt líkamlegt skáld með gjörning og námskeið
Áhersla á slökun huga og líkama
gegnum andardrátt og dans
Morgunblaðið/Þórður
Butoh-dansgjörningur Listamaðurinn Mushimaru Fujieda framdi Butoh-
dansgjörning í Listasafni Íslands og vakti gjörningurinn nokkra athygli.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.