Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 25
snerust upp í andhverfu sína.
Við hittumst síðast fyrir ein-
hverjum mánuðum. Við ræddum
saman og kvöddumst. Löngu
liðnar sumarnætur inn við sund-
in blá vöknuðu til lífs. Ég skynj-
aði að endalokin voru ekki langt
undan. Kannski gat Hannes tek-
ið undir orð Jökuls Bárðarsonar,
móðurbróður Grettis Ásmunds-
sonar þegar hann sagði um
frænda sinn: „Sitt er hvað, gæfa
eða gjörvuleikur“. Ég vil votta
öllum aðstandendum Hannesar
innilega samúð.
Óttar
Guðmundsson.
Hannes J. S. skólabróðir okk-
ar var fyrirferðarmikill, það
vissu allir hvar hann fór, honum
fylgdu hlátrasköll, húmor og
notaleg nærvera. Við gamlir
bekkjarfélagar hans úr fyrstu
Náttúrufræðideild Menntaskól-
ans í Reykjavík minnumst hans
sem hugmyndaríks námsmanns
sem með mikilli mælsku og orð-
heppni kunni að heilla kennara
jafnt sem okkur samnemendur
sína.
Hann hafði sterkar skoðanir á
þjóðfélagsmálum, var málefna-
legur í allri umræðu, fastur fyrir
og aldrei ósanngjarn.
Eftir menntaskóla skildu leið-
ir. Hópurinn tvístraðist og marg-
ir hafa dvalið langdvölum er-
lendis, þeirra á meðal Hannes.
Síðasta áratug höfum við bekkj-
arfélagarnir aftur tekið upp
þráðinn en í síðustu skiptin hef-
ur Hannes vantað í hópinn sök-
um heilsubrests. Á þessum sam-
verustundum höfum við minnst
og saknað gamals félaga sem
með nærveru sinni kom ætíð
gleðinni og umræðunni á annað
og æðra stig.
Við sendum fjölskyldu hans
og vinum dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Megi góðar minningar lifa.
Fyrir hönd bekkjarsystkina 6
– U, MR 1971,
Ragnheiður Haraldsdóttir
og Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Atvinnuhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12, 116 Reykjavík til sölu.
Stórglæsilegt 131 fm. Stórar innkeyrsludyr og mjög mikil
lofthæð. Teikningar fylgja fyrir 70 fm millilofti.
Verð 29,9 millj.
Jón Egilsson, 896-3677 – 568-3737.
Iðnaðarhúsnæði að Lækjarmel 12,
116 Reykjavík til sölu.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opið hús, spilað vist og brids kl. 13-16. Æfing í pútti og
úti-boccía í og við púttvöllinn, kl. 10.30-11.30.
Garðabær Brids og bútasaumur kl. 13, heitt á könnunni í Jónshúsi
frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14-15.50.
Gullsmári Ganga kl. 10, myndlist kl. 9, kvennabrids kl. 13. Hár-
greiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
10.30, matur kl. 11.30. Létt gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi kl.
14.30, minnum á púttvöllinn okkar sem er opinn á opnunartíma
stöðvarinnar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtals-
tími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14,
ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40. Upplýsingar í
síma 4112760.
Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Valhúsaskóla kl. 10. Kaffispjall í
króknum kl. 10.30. Ganga frá Skólabraut kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sund-
laug Seltjarnarness kl. 18.30.
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Ólafur Jóhannsson. Allir vel-
komnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Smáauglýsingar 569 1100
Bækur
Bækur til sölu
Viðeyjarbiblía 1841, Reykjavíkur-
biblía 1859, Fornyrði Lögbókar,
Kormákssaga 1832, óbundin,
óskorin, Krossaætt 1-2, Dala-
menn 1-3, Kollsvíkurætt, Ættir
Austfirðinga 1- 9, MA stúdentar
1-5, Kennaratal 1-5, Manntal
1801, 1845, Nokkrar Árnesinga-
ættir, Fremrahálsætt 1-2, Ættir
Síðupresta, Saga Hraunhverfis á
Eyrarbakka, Stokkseyringasaga,
Bólstaðir og búendur í Stokks-
eyrarhreppi, Deildartunguætt
1-2, Lögreglan á Íslandi,
Svardælingar 1-2.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
IðnaðarmennÝmislegt
Útsala - Útsala - Útsala
Tékkneskar og slóvakískar kristals-
ljósakrónur.
Slóvak Kristall,
Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur
s. 5444333 og 8201071
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Útsala - Útsala - Útsala
4 stk 275/70 R 22.5 DR 1 kr. 48306 +
vsk
1 stk 295/80 R 22.5 DR 1 kr. 48306 +
vsk
2 stk 13 R 22.5 FM 2 kr. kr. 48306 +
vsk
4 stk 245/70 R 19.5 MP 460 kr. 31177
+ VSK
Fleiri stærðir.
Kaldasel ehf. Dalvegur 16 b, 201
Kópavogur s. 5444333 og 8201071
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Félagslíf
Raðauglýsingar
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Samferðamenn
okkar geta haft
mikilvæg áhrif á
samtíðina. Þorvald-
ur Veigar Guð-
mundsson læknir
var slíkur maður. Hann var
mikilsvirtur forustumaður í
sinni sérgrein, meinefnafræði,
vísindamaður og kennari. Hann
naut trausts og virðingar koll-
ega sinna og var meðal annars
formaður Læknafélags Reykja-
víkur og síðar Íslands. Ég vil þó
sérstaklega minnast þeirra sam-
skipta sem við áttum á þroska-
ferli mínum sem læknir og
fræðimaður.
Þannig var að ég sóttist eftir
Þorvaldur Veigar
Guðmundsson
✝ ÞorvaldurVeigar fæddist
15. júlí 1930. Hann
lést 20. júní 2016.
Útför hans fór
fram 6. júlí 2016.
því árið 1973 að fá
aðstoðarlæknis-
stöðu til undirbún-
ings framhalds-
náms í lyflækn-
ingum. Einhver töf
var á að það gæti
orðið. Þórir Helga-
son, afar snjall og
hugmyndaríkur lyf-
læknir, veitti því
athygli að ég var á
lausu. Hann hafði
velt því fyrir sér hvort nýtt lyf
sem lækkar kólesteról í blóði
líkamans gæti bætt nýrnastarf-
semi sykursýkissjúklinga. Hug-
myndin tengdist þeirri stað-
reynd að útfellingar sem
stundum myndast í augnbotn-
um sykursýkissjúklinga virtust
hverfa fyrir áhrif þessa lyfs.
Fannst honum upplagt að ég
tæki að mér að kanna málið og
það varð úr að haft var sam-
band við Veigar sem tók vel í að
rannsaka þetta. Var ég því ráð-
inn á rannsóknadeild Landspít-
alans í meinefnafræði og vann
þar m.a. að þessu verkefni um
ellefu mánaða skeið. Samskipti
okkar Veigars voru náin þennan
tíma og kynntist ég vel hversu
fróður hann var og síðast en
ekki síst hversu mikið innsæi og
hugmyndaflug hann hafði.
Rannsóknarverkefnið bar okkur
í óvæntar áttir en ekki tókst
okkur að sýna fram á áhrif lyfs-
ins á nýrnastarfsemina. Það
sem við töldum okkur aftur á
mótisjá voru áhrif þess á að
auka útbreiðslu stærri sam-
einda í líkamanum þannig að
þær dreifðust í stærra rými.
Það hefði ákveðin þynningar-
áhrif sem getur skýrt að
minnsta kosti að hluta blóðfitu-
lækkandi áhrif og líka hitt að
útfellingar í augnbotnum geta
hreinsast burt. Líkleg skýring
er að svokallað millifrumuefni
sé eins og möskvar sem gisna
vegna áhrifa lyfsins og gerir
sameindum auðveldara að
ferðast um það.
Að loknu þessu verkefni kom
að því að velja framhaldsnám.
Af ýmsum ástæðum varð úr að
ég valdi smitsjúkdóma sem
ýmsir töldu á þeim tíma að
heyrðu fortíðinni til og væru
ekki lengur mikið vandamál.
Það átti eftir að breytast svo um
munaði. Ein alvarlegasta drep-
sótt sem gengið hefur skall á
um það bil sem ég lauk sérnámi
í smitsjúkdómum. Í framhalds-
náminu lagði ég stund á rann-
sóknir á lífefnafræðilegum áhrif-
um sýkinga í miðtaugakerfinu
og naut ég þar fræðslunnar og
þjálfunarinnar sem ég hlaut hjá
Veigari.
Oft á tíðum hefur hugurinn
reikað til þess tíma sem við unn-
um saman á rannsóknadeildinni
enda er ég ekki í nokkrum vafa
um að það var einn besti tíminn
í mínu lærdómsferli, þökk sé
Veigari. Við Snjólaug kona mín
vorum þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að kynnast Birnu, ynd-
islegri eiginkonu Veigars. Ekki
fennir yfir þá minningu þótt
samskiptin hafi orðið strjál með
árunum. Við hjónin sendum
Birnu og fjölskyldu hennar okk-
ar innilegustu samúðarkveðju
vegna fráfalls Veigars. Blessuð
sé minning hans.
Haraldur Briem.
Mig langar með
örfáum orðum að
minnast samstarfs-
konu minnar Sól-
veigar Ágústsdótt-
ur. Sólveigu kynntist ég fyrst
þegar ég var nemandi við Flens-
borgarskólann en Sólveig vann
lengi á skrifstofu skólans. Síðar
Sólveig
Ágústsdóttir
✝ Sólveig Ágústs-dóttir fæddist
30. júlí 1938. Hún
lést 26. júní 2016.
Útför Sólveigar
fór fram 6. júlí
2016.
hóf ég störf við
Flensborg og
kynntist Sólveigu
betur. Hún kom
stundum að sam-
starfsverkefni
Flensborgar og
dansks framhalds-
skóla, en sjálf hýsti
hún gjarnan hina
dönsku kennara
sem heimsóttu okk-
ur með nemendur
sína. Að þessu samstarfi kom ég
oft og eitt árið var lagt að mér
að taka Sólveigu með sem far-
arstjóra í nemendaferð til Dan-
merkur, en Sólveig var sleip í
dönsku. Ég get viðurkennt það
nú að í upphafi hefði ég heldur
viljað einhvern sem var nær
mér í aldri en þegar til kom
reyndist Sólveig frábær í far-
arstjórninni og einnig sem
ferðafélagi. Hún var harðdugleg
og vildi alls ekki láta neitt upp á
sig standa. Í þessari ferð tók
Sólveig að sér að segja nem-
endum Flensborgarskólans frá
Krónborgarkastala þar sem m.a.
er að finna mikið listaverkasafn
og þar var hún á heimavelli. Það
var unun að fylgjast með henni
segja frá sögu og uppbyggingu
málverkanna og krakkarnir
störðu opinmynnt á þessa konu
sem þau þekktu bara í hlutverki
„konunnar á skrifstofunni“ fram
að því. Sömu sögu var að segja
af fleiri söfnum en það var aug-
ljóst að Sólveig hafði mikla
þekkingu á myndlist og naut sín
í að segja frá.
Það var alltaf sérstaklega
gaman með Sólveigu í matar-
boðum með danska samstarfs-
fólkinu því hún hafði skoðanir á
öllum málefnum og sagði
skemmtilega frá.
Að leiðarlokum sendi ég fjöl-
skyldu Sólveigar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Viðar Hrafn
Steingrímsson.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá
það verður dásamleg dýrð handa mér
.
Dásöm það er, dýrð handa mér,
dýrð handa mér, dýrð handa mér,
er ég skal fá Jesú auglit að sjá,
það verður dýrð, verður dýrð handa
mér.
Og þegar hann, er mig elskar svo
heitt,
indælan stað mér á himni’ hefur
veitt,
svo að hans ásjónu’ ég augum fæ
leitt
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson.)
Elsku Sólveig mín, þakka þér
fyrir allt og allt.
Góða ferð.
Þín tengdadóttir,
Hrafnhildur Jóna.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana
með æviágripi í innsendikerf-
inu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar