Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hlutfall yfirlagningar vega, með
bundnu slitlagi, af heildarlengd
þeirra er meira en tvöfalt lægra en
það viðmið sem Vegagerðin hefur
sett svo vegirnir séu í viðunandi
horfi. Að sögn G. Péturs Matthías-
sonar, upplýsingafulltrúa Vegagerð-
arinnar, er fjársvelti málaflokksins
um að kenna.
G. Pétur segir endingu hins
bundna slitlags misjafna, allt frá sjö
árum og upp í tíu. Að meðaltali sé
endingin um átta ár og miðað við
það þurfi að endurnýja bundna slit-
lagið sem nemur 12,5 prósentum
þess á ári.
Á síðasta ári voru um fimm pró-
sent slitlagsins endurnýjuð, 4,8 pró-
sent árið þar á undan og 5,5 prósent
árið 2013. Fram til ársins 2015 hafði
hlutfallið farið lækkandi, allt frá
árinu 2008, en mesta dýfan var milli
áranna 2010 og 2011, úr tíu prósent-
um og niður í 7,2 prósent.
G. Pétur segir hækkun um 0,2
prósent sem varð í fyrra ekki gefa
tóninn fyrir fjárveitinguna í ár.
Meiri yfirlagning í fyrra skýrist af
sérstakri fjárveitingu vegna göt-
óttra gatna á höfuðborgarsvæðinu
eftir erfiðan vetur.
„Það er í raun minnkun árið 2016
af því að þarna kom aukafjárveiting
árið 2015. Miðað við samgönguáætl-
un má ekki búast við aukningu í
þessu. Þó að einhverjum peningum
sé bætt í viðhaldið er það ekkert
sem fer upp í 12,5%,“ segir hann.
Þörf á fjórum til
sex milljörðum
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri hefur nefnt að einn til tveir
milljarðar til viðbótar við þá fjár-
muni sem Vegagerðin hefur til við-
halds á ári hverju myndu „hjálpa
töluvert“. Vegna niðurskurðar síð-
ustu ára sé þó þörf á frekari fjár-
veitingu til að vegirnir verði við-
unandi og til dæmis verði haldið
áfram vinnu við að styrkja og
breikka helstu flutningaleiðir á Ís-
landi.
Að hans mati þarf nánast að tvö-
falda fjárveitingu til viðhalds mal-
arvega og vega með bundnu slitlagi,
til að svo geti orðið. Nú fær hún um
5,9 milljarða á ári hverju, en þörf er
á um fjórum til sex milljörðum í við-
bót.
Viðhaldi vega
er ábótavant
Morgunblaðið/Þórður
Viðhald Þörf er á um fjórum til sex milljörðum til að vegum landsins verði
komið í viðunandi horf. Yfirlagning í fyrra var um tvöfalt minni en viðmið.
Þörf á fjárveitingu eftir niðurskurð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Hornsteinn hefur verið lagður að
byggingu jarðhitavirkjunar í bæn-
um Tura í Ungverjalandi, rétt fyrir
austan höfuðborgina Búdapest.
Markar þetta upphaf framkvæmda
við þessa fyrstu jarðhitavirkjun
landsins, en íslensk-kínverska fé-
lagið Orka reisir virkjunina og
kemur ásamt öðrum að fjármögn-
un hennar, auk þess sem verk-
fræðistofan Mannvit hannar mann-
virkið.
Sigurður Lárus Hólm, fram-
kvæmdastjóri Mannvits í Ung-
verjalandi, segir í samtali við
Morgunblaðið að jarðhiti sé vel
þekktur á svæðinu og því séu mikil
tækifæri til frekari þróunar.
„Það er hefð fyrir nýtingu jarð-
hita hér og hann er einnig þekktur
í löndunum í kring,“ segir Sigurður
og bætir við að fyrst um sinn sé
gert ráð fyrir að virkjunin fram-
leiði þrjú megavött af rafmagni.
„En það er ljóst að verulegir
stækkunarmöguleikar eru fyrir
hendi.“
Nýtt tíu hektara gróðurhús
Virkjunin nýtist þó ekki aðeins
til framleiðslu rafmagns, heldur
verður jarðhitinn sömuleiðis not-
aður til upphitunar.
„Vökvinn nýtist til varmafram-
leiðslu fyrir gróðurhús sem á að
reisa á svæðinu,“ segir Sigurður,
en gert er ráð fyrir að gróðurhúsið
verði einir tíu hektarar, þar sem
ræktuð verða rúm sex þúsund tonn
af kirsuberjatómötum á ári.
Mannvit hefur lengi haft það að
leiðarljósi að taka þátt í uppbygg-
ingu jarðhitavirkjana innan Evr-
ópusambandsins. Til dæmis fékk
verkfræðistofan nærri 6,5 millj-
arða króna styrk frá sambandinu
árið 2012 vegna rannsóknar- og
þróunarverkefnis um raforkufram-
leiðslu í Ungverjalandi.
Þar hefur Mannvit starfrækt
skrifstofu í tæp tíu ár og hefur um-
fang hennar vaxið töluvert á þeim
tíma. Byggt er meðal annars á
þeirri reynslu sem fyrirtækið hefur
aflað sér við framkvæmdir hér á
landi og hafa erlendir starfsmenn
komið til Íslands til þjálfunar.
„Við höfum starfað hér síðan ár-
ið 2007,“ segir Sigurður en þá var
aðeins einn starfsmaður á skrif-
stofunni. Nú eru starfsmennirnir
átján, en allir eru þeir ungverskir
nema Sigurður.
Ljósmyndir/Mannvit
Athöfn Hornsteinninn svokallaði var látinn síga með hólki ofan í jörðina, þar sem borað verður fyrir jarðhitavatni.
Reisa jarðhitavirkjun
að íslenskri fyrirmynd
Orka og Mannvit sameina krafta sína í Ungverjalandi
Orka Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Orku, er hér fyrir miðju, ásamt
bæjarstjóranum í Tura og aðstoðarmanni forsætisráðherra Ungverjalands.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Úthlutun aflaheimilda til einstakra
svæða á strandveiðum verður ekki
endurskoðuð í sumar, að sögn Gunn-
ars Braga
Sveinssonar
sjávarútvegs-
ráðherra.
„Það er búið
að úthluta öllu
sem hægt er að
úthluta til strand-
veiða á þessu ári.
Það er hins vegar
eðlilegast að end-
urskoða úthlut-
unina á hverju ári
og það verður væntanlega gert í vet-
ur,“ segir ráðherra.
Smábátasjómenn í Hrollaugi á
Hornafirði og víðar á suðursvæði
hafa gagnrýnt að viðmiðunarafli á
svæðinu hafi verið minnkaður um
200 tonn á sama tíma og heildarafli á
strandveiðum var aukinn um 400
tonn.
Ójafnræði á milli svæða
Gunnar Bragi segir að þegar
unnið var að úthlutun til strandveiða
síðasta vetur hafi verið farið yfir
reynslu síðustu ára. Þá hafi komið í
ljós að ójafnræði var á milli svæða
þegar litið var til meðaltals afla á
hvern bát.
„Á suðursvæði, svæði D, höfðu
menn í tvö ár ekki nýtt þær afla-
heimildir sem voru í boði, annað árið
munaði 200 tonnum og tæplega 100
tonnum hitt árið. Þar af leiðandi tók-
um við ekki þá áhættu í ár að heim-
ildir yrðu ekki nýttar eins og gert er
ráð fyrir,“ segir Gunnar Bragi.
Hann segir að ekki verði bætt í
strandveiðipottinn í sumar. Ekki
verði heldur tekið af öðrum það sem
þegar er búið að úthluta til að mæta
kröfum manna á suðursvæði.
Ætti ekki að kasta
steinum úr glerhúsi
Í hádegisfréttum RÚV í gær
gagnrýndi Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi, sjávarútvegs-
ráðherra harðlega. Ásmundur sagði
m.a. að sér fyndist það „afskaplega
óréttlátt af nýsettum sjávarútvegs-
ráðherra að hafa þetta sem sitt
fyrsta verkefni, að færa þennan
kvóta héðan inn í sitt kjördæmi,“ en
Gunnar Bragi er þingmaður Norð-
vesturkjördæmis.
Spurður um þessi ummæli Ás-
mundar sagði sjávarútvegs-
ráðherra: „Ég held að Ásmundur
ætti ekki að kasta steinum úr gler-
húsi þegar kemur að umræðu um
kjördæmi.“
Úthlutun á
strandveiðum
ekki breytt
Úthlutun endurskoðuð næsta vetur
Morgunblaðið/Ómar
Strandveiðar Aflabrögð hafa verið
góð í sumar og gæftir sömuleiðis.Gunnar Bragi Sveinsson
Strandveiðar í júlí hafa nú verið stöðvaðar á tveimur svæðum þar sem
viðmiðunarafla er náð. Síðasti dagur á A-svæði, frá Arnarstapa að Súða-
vík, var í gær og urðu veiðidagarnir sex á A-svæði í júlí. Landssamband
smábátaeigenda fór reyndar fram á það við Fiskistofu að einnig yrði leyft
að veiða á A-svæði í dag þar sem annars yrði talsvert óveitt og flyttist að
ástæðulausu yfir í ágústmánuð.
Síðasti veiðidagur á svæði D frá Hornafirði í Borgarnes var á fimmtu-
dag í síðustu viku og þar var því aðeins veitt í fjóra daga í júlí. Áfram má
stunda veiðar á svæði B frá Norðurfirði í Grenivík og svæði C frá Húsavík
að Djúpavogi.
Nú hafa 656 strandveiðibátar landað afla í sumar.
Viðmiðun náð á tveimur svæðum
ALLS HAFA 656 STRANDVEIÐIBÁTAR LANDAÐ AFLA Í SUMAR
Eiríkur Bragason, fram-
kvæmdastjóri íslensk-
kínverska félagsins Orku,
segir félagið hafa frekari
framkvæmdir í huga í þess-
um hluta álfunnar.
„Við áformum að reisa
fleiri virkjanir á þessu lág-
hitasvæði sem nær frá Suð-
ur-Þýskalandi inn í Serbíu,“
segir Eiríkur og bætir við að
þegar sé hafin vinna við
nokkur verkefni á þessu víð-
feðma svæði.
Vilja reisa
fleiri virkjanir
FREKARI ÁFORM UPPI