Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 10

Morgunblaðið - 13.07.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Um níu þúsund ferðamenn hafa tekið örnámskeið á vegum Íslandsstofu á netinu undir yfirskriftinni Iceland Academy. Námskeiðunum er ætlað að kenna ferðamönnum að ferðast á Íslandi og eru þau á vefsvæði Visit Iceland sem er á vegum Íslandsstofu. Að sögn Daða Guðjónssonar, verk- efnastjóra á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hófst verkefnið í mars þegar fjögur myndbönd voru sett á vefsvæðið. Í framhaldinu geta þeir sem horfa á myndböndin tekið krossapróf og út- skrifast. Myndböndin taka á ýmsum málefnum eins og akstri á Íslandi, náttúruvernd, hvernig sé best að haga öryggismálum áður en lagt er af stað í ferðalög á Íslandi, heimsóknum í sundlaugar auk fleiri hluta. Að sögn Daða hafa þrjár milljónir manna horft á myndböndin en af þeim sem taka krossaprófin telja 99% þau vera gagnleg. „Við sjáum það á könnunum að ferðaáhugi eykst um 30% hjá þeim sem horfa á myndböndin. Við sjáum líka að þeir sem horfa á myndböndin, samanborið við þá sem gera það ekki, leita eftir Íslandi á Google í 342% meira mæli en þeir sem hafa ekki horft á myndböndin,“ segir Daði. Að sögn hans stendur til að gera fleiri myndbönd en þau eru gerð í samstarfi við félagasamtök. Mynd- bandið um akstur á Íslandi var t.a.m. gert í samstarfi við Landsbjörg og að sögn Daða mun Ylfa Helgadóttir, sem er í kokkalandsliðinu, gera myndband um íslenskar matarhefðir. Þá mun Kamilla Ingibergsdóttir gera myndbönd um bæjarhátíðir og um það hvernig best er að pakka fyrir Ís- landsferðir. Eins stendur til að gera myndband um heilsuferðaþjónustu auk þess sem Baldur Kristjánsson ljósmyndari mun gera myndband um það hvernig best sé að fanga norður- ljósin á mynd. „Hver leiðsagnaraðili hefur sérþekkingu og á bak við hann eru félagasamtök,“ segir Daði, en að hans sögn er takmarkið að gera fjög- ur myndbönd fyrir hverja önn eða ár- stíð. Búið er að gera myndbönd fyrir vor og sumar en einnig er stefnt að því að gera myndbönd og krossapróf fyrir haust og vetur á Íslandi. Öryggi Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg talar um öryggismál. Níu þúsund ferða- menn útskrifaðir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gatnaframkvæmdir við Hverfisgötu eru við það að ganga af rekstri veit- ingahússins Kryddlegin hjörtu, Hverfisgötu 33, dauðum. Dagbjört Norðfjörð, eigandi veitingahússins, segir að gestir komist ekki á staðinn með góðu móti og mikil óþrif og ónæði stafi af framkvæmdunum sem nú hafa staðið hátt í tvo mánuði. „Ég hef þurft að hafa lokað sumar helgar og nú er lokað yfir miðjan daginn og lokað fyrr á kvöldin því það er svo lítið að gera,“ sagði Dag- björt. Hún sagði veitingahúsið hafa flutt að Hverfisgötu 33 fyrir um þremur árum. Síðan hafi verið lát- lausar framkvæmdir á svæðinu, fyrst við hótel og nú við götuna. „Götunni hefur verið lokað flesta daga síðan við fluttum hingað vegna kranabíla eða steypubíla. Stundum var lokað í nokkra daga í einu. Þetta hefur verið hryllingur,“ sagði Dag- björt. Hún sagði að gestir veitinga- hússins þyrftu að fara krókaleiðir til að komast á staðinn. Ófært er fyrir fólk í hjólastól. „Ég sé hópa útlend- inga hinum megin við Klapparstíg á leið til mín. Svo snúa þeir bara við af því aðgengið er ekkert,“ sagði Dag- björt. Gatnamótin og Hverfisgatan hafa verið risastór hola. Sett var upp göngubrú í fyrradag, en hún liggur ekki að veitingahúsinu. „Nú þyrlast upp skíturinn og við- bjóðurinn. Í gær [fyrradag] var ver- ið að saga lagnir og ekki með vatns- sög,“ sagði Dagbjört. Þykkt rykský lá yfir öllu og þurfti að loka gluggum og dyrum til að halda rykinu úti. Nær stöðugt ónæði í þrjú ár „Það hefur verið stöðugur hávaði vegna framkvæmda í þrjú ár og búið að hrista hjá mér húsið í þrjú ár. Það er oft búið að taka af mér rafmagn og vatn fyrirvaralaust. Á tímabili gat ég ekki rukkað af því þeir slitu síma- línur. Klakavélin bilaði vegna vatns- leysis,“ sagði Dagbjört. Ekki er hægt að komast að bíla- stæði veitingahússins með vörur og aðföng og hefur því þurft að nota vöruinngang aftan við húsið þar sem ekki má leggja. „Ég hef fengið sektir í gríð og erg frá Reykjavíkurborg þegar ég er að fara inn með vörur eða að senda mat í fyrirtæki,“ sagði Dagbjört. Hún taldi að sektirnar væru komnar í um 50 þúsund krónur. Hún sagði að starfsmenn verktakans væru indæl- ir og ekki við þá að sakast. Hins- vegar sé algjört samskiptaleysi við starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar. Dagbjört sagði að borgin vissi vel af aðstæðunum og að talað hefði verið við embættismenn en svo virtist sem allar dyr væru lok- aðar. „Það er voða erfitt að ná í þessa kónga,“ sagði Dagbjört. Hún sagði að eigendur nokkurra fyrirtækja á svæðinu hefðu rætt sín í milli um að fara í mál við borgina vegna þess skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir vegna fram- kvæmdanna. Dagbjört kvaðst hafa getað haldið rekstri veitingahússins á floti með lántökum yfir þennan erfiðleikatíma. „Við neitum að gefast upp. Ég hef ekki alltaf getað borgað öllum laun á réttum tíma og er að missa starfs- fólk frá mér,“ sagði hún. Starfsmenn eru nú tíu talsins. Reyndir starfs- menn með allt að átta ára starfs- reynslu eru farnir eða að fara. Starfsmaður sem var þjálfaður upp fyrir hálfu ári með ærnum tilkostn- aði er að hætta um mánaðamótin. „Fólk finnur að það er ekki öruggt. Samt borga ég alltaf launin, en borga þau seint.“ Dagbjört kvaðst hafa leitað eftir liðsinni Félags atvinnurekenda. „Ég ætla ekki að borga fasteignagjöld þegar staðan er svona, mér dettur það ekki í hug,“ sagði Dagbjört. Kryddlegin hjörtu nærri brostin  Veitingahús við Hverfisgötu hefur verið nær óstarfhæft vikum saman vegna gatnaframkvæmda  Illfært er að veitingastaðnum  Gestir snúa frá  Bæði ónæði og óþrif vegna framkvæmdanna Morgunblaðið/Ófeigur Hverfisgata Dagbjört Norðfjörð, veitingamaður á Kryddlegnum hjörtum (hús með grænu þaki), er orðin langþreytt á gatnaframkvæmdum í tvo mánuði. „Skammtímaáhrif framkvæmda geta verið mjög alvar- leg eins og í þessu tilfelli þegar viðskiptavinir bók- staflega komast varla á veitingastaðinn, að ekki sé nú talað um óþrifnaðinn og ónæðið,“ segir Ólafur Steph- ensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Hann vonast þó til að framkvæmdirnar bæti mið- borgina og komi fyrirtækjunum á svæðinu til góða til lengri tíma litið. Ólafur segir að finna þurfi fyrirkomulag til að bæta fyrirtækjum tjón sem þau verða beinlínis fyrir vegna framkvæmda borgarinnar. „Það mætti t.d. greiða bæt- ur eða veita fyrirtækjunum afslátt af fasteignagjöldum,“ segir Ólafur og telur að FA muni fljótlega senda borginni bréf vegna málsins. Fyrirtækin fái bætur eða afslátt af fasteignagjöldum FÉLAG ATVINNUREKENDA ÆTLAR AÐ BEITA SÉR Í MÁLINU Ólafur Stephensen Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.