Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Hjólavörur í miklu úrvali Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu- járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar, bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, ..... Hjólagrindur f/3 hjól Hjólafesting á kúlu Lásar Hjólaviðgerðar- standar ól3/4 hj frá 3.999 frá 5.995 1.995 Geymsluhengi í loft frá 245 Pumpur margar gerðir frá 595 13. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.69 123.27 122.98 Sterlingspund 158.38 159.14 158.76 Kanadadalur 93.71 94.25 93.98 Dönsk króna 18.203 18.309 18.256 Norsk króna 14.382 14.466 14.424 Sænsk króna 14.281 14.365 14.323 Svissn. franki 124.73 125.43 125.08 Japanskt jen 1.1985 1.2055 1.202 SDR 170.26 171.28 170.77 Evra 135.4 136.16 135.78 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.8828 Hrávöruverð Gull 1352.85 ($/únsa) Ál 1653.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.49 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Við endurmat í aðdraganda hálfs- ársuppgjörs Trygg- ingamiðstöðv- arinnar hefur komið í ljós að virði óskráðra eigna fé- lagsins er 1 millj- arði til 1,2 millj- örðum hærra en nam bókfærðu verði þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu Trygginga- mistöðvarinnar til Kauphallar. Segir að hækkunina megi fyrst og fremst rekja til viðskipta með undir- liggjandi félög og gengis fasteigna- sjóða. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir slaka afkomu af skráðum fjárfest- ingaeignum það sem af er ári, er engu að síður reiknað með að félagið standi við áður útgefna áætlun um fjárfest- ingatekjur af fyrri árshelmingi. Félagið birtir hálfsársuppgjör sitt 24. ágúst. Endurmat eigna skilar yfir milljarðs hækkun TM Óvæntur millj- arður bókfærður. STUTT BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is Skráðum nýjum bifreiðum frá dýr- ari vörumerkjum fjölgaði um 61% á fyrri hluta ársins, frá því sem var fyrri hluta árs í fyrra. Þetta má lesa út úr gögnum sem Samgöngustofa hefur tekið saman fyrir Morgun- blaðið. Frá sjö þekktum framleið- endum lúxusbifreiða voru fluttar inn 755 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar bifreiða frá sömu framleiðendum 470. Þær tegundir sem hér eru teknar saman eru bifreiðar frá AUDI, BMW, Jaguar Land Rover, Lexus, Mecedes-Benz, Porshce og Tesla. Allt teljast þetta þekkt lúxusbíla- merki, en rétt er þó að geta þess að fleiri framleiðendur framleiða bif- reiðar í þessum flokki. Sömuleiðis er vörulína sumra þeirra framleiðenda sem hér eru nefndir breið, allt frá minni fólksbílum til stórra jeppa. Við skoðun á innflutningi frá hverjum framleiðanda fyrir sig sést að hlutfallslega er mest aukning í bifreiðum frá Jaguar Land Rover, eða 129%. Hins vegar eru flestar bif- reiðar fluttar inn frá Mercedes- Benz, 228 talsins, enda býður það merki upp á breiða vörulínu. Nýskráningum Porshce-bifreiða fækkar hins vegar nokkuð frá fyrra ári. Samtals voru 34 nýskráningar Porsche á fyrri hluta ársins, en þær voru 42 á sama tíma í fyrra. Heilbrigðari kaup en fyrir hrun Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, sem er umboðsaðili fyrir BMW og Land Rover, segir að sala nýrra bíla haldist nokkuð í hendur við nið- urstöður mælinga á bjartsýni lands- manna. „Það er meira um að menn fái fjármögnun í tengslum við bíla- kaup núna en var fyrst eftir hrun. Það er hins vegar langt frá því að menn séu að taka lán í þeim mæli sem sást á árunum fyrir hrun. Þetta eru miklu heilbrigðari kaup núna. Fólk kemur með notaðan bíl og setur upp í, greiðir hluta af því sem eftir er með peningum og tekur svo hóflega fjárhæð að láni. Það er okkar tilfinn- ing að kaupendur eigi frekar fyrir því nú að kaupa nýjan bíl og það á ekki síst við um dýrari bílana.“ Loftur segir að öryggi bifreiða sé mikilvægt í huga kaupenda. „Það er mjög algengt að fólk leggi öryggis- búnað til grundvallar við kaup á bíl. Vandaður öryggisbúnaður er þó ekki endilega bundinn við lúxusbíla held- ur má finna sambærilegan búnað í meðaldýrum bílum.“ Reyna að sjá breytingar fyrir Loftur segir að bílaumboðin fylgist vel með markaðnum og reyni að sjá fyrir þær breytingar sem geta haft áhrif á eftirspurn viðskiptavina. „Í reynd má segja að við höfum verið búin að sjá fyrir þessa aukn- ingu. Það hlaut að koma að því að ný- ir bílar færu að seljast á ný, flotinn var tekinn að eldast mjög á árunum eftir hrun. Ef eitthvað er kom þessi aukning heldur seinna en reiknað var með. Það er okkar mat að salan núna sé í takt við það sem hún var á ár- unum 2004 til 2005,“ segir Loftur. Verulegur vöxtur í sölu lúxusbíla á fyrri árshelmingi Minna tekið að láni » Samkvæmt upplýsingum frá seljendum lúxusbíla, eiga við- skiptavinir frekar fyrir kaupum sínum en á árunum fyrir hrun. » Eftir að hafa greitt með not- uðum bíl er til dæmis helm- ingur eftirstöðva greiddur með reiðufé og helmningur tekinn að láni. » Kaupendur allra dýrustu bílanna eru síður háðir efna- hagsástandinu.  Yfir 60% aukning var í innflutningi frá þekktum framleiðendum lúxusbifreiða Byggt á tölum frá Samgöngustofu 2015 2016 Breyting AUDI 53 104 95% BMW 62 137 121% Land Rover/Range Rover 89 204 129% Lexus 25 47 88% Mercedes-Benz 192 228 19% Porsche 42 34 -19% Tesla 7 1 -86% Samtals 470 755 61% Nýir innfluttir lúxusbílar Flugfélagið Wow air hefur samið við flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á fjórum nýjum þotum sem af- hentar verða á næsta og þarnæsta ári. Samningur um kaupin var undir- ritaður á Franborough-flugvélasýn- ingunni í Bretlandi í gær. Samningurinn felur í sér að flug- vélafloti Wow air verður kominn upp í 17 vélar á næsta ári og þar af verða átta þotur alfarið í eigu flugfélagsins sjálfs. Nýju vélarnar eru af gerðinni Airbus A321, en skammt er síðan Wow air festi kaup á þemur nýjum Airbus A330-300 breiðþotum sem bera 350 farþega. Þá rekur félagið tvær Airbus A320-200 flugvélar auk sex Airbus A321 véla. Samkvæmt tilkynningu Wow air kaus félagið að fjölga Airbus A321 flugvélunum í flota sínum vegna rýmra farþegarýmis, lágs viðhalds- kostnaðar og sparneytni. Allar vélar Wow air eru af Airbus-gerð, en fé- lagið er nú með 11 flugvélar á sínum vegum. Listaverð flugvélanna fjögurra sem nú hefur verið samið um kaup á er tæplega 460 milljónir bandaríkja- dala, sem jafngildir um 56 milljörð- um króna, og verða nýju flugvélarn- ar afhentar á næstu tveimur árum, eins og fyrr segir. Vélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku. Í tilkynningu um kaupin kveðst Skúli Mogensen, forstjóri og stofn- andi WOW air, ánægður með að bæta nýjum vélum við sívaxandi flugflota. „WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Air- bus,“ segir Skúli. Morgunblaðið/RAX Þotur Skúli segir Wow að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims. Enn bætir Wow við flugflotann  Fá fjórar nýjar Airbus-þotur á næstu tveimur árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.