Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Margir hafa skrifað greinar og verið með áhyggjur vegna fugla- dauða og útrýmingar- hættu á fuglum á Vestfjörðum. Skal ég ekki draga úr þeirri hættu en margir vilja kenna tófunni um fugladauðann. Getur það verið að hluta til. Ég hefi séð í sjón- varpsfréttum frá erlendum stöðv- um að víða í stórum þjóðgörðum hafi verið gripið til þeirra ör- þrifaráða, t.d. til að hjálpa sér- stökum kattardýrum í útrýmingar- hættu, að fóðra þau á lifandi kanínum sem þeir sleppa í skóginn þar sem nóg er af æti fyrir þær. Kanínur fjölga sér mjög hratt og lifa nær eingöngu á grasi. Væri hægt að gera það sama á Vest- fjörðum, þ.e. að sleppa til reynslu kanínum við torfeyðibýli. Þær gætu svo orðið fæða fyrir tófuna sem myndi þá sækja minna í fuglana. Tófan þarf að éta eins og við. Ég held að kanínur hafi lifað góðu lífi hér á landi og ekkert er að því að þær þurfi að berjast fyrir lífi sínu rétt eins og önnur dýr í náttúrunni. Lífs- baráttan er hörð hjá mörgum, ekki viljum við verða völd að því að heiðlóan verði al- dauða, mýrarsnípan og spóinn, sem og aðrir margir góðir fuglar í náttúru Íslands. Það er augljóst mál að bjargfuglinum á Vestfjörðum björgum við ekki nema gæta okkar og það þarf að bregðast við strax. Við hefðum fyr- ir löngu átt að vera búin að sjá að okkur í þessum málum, gerum þetta strax, komum vinum okkar til bjargar. Refafæða í sigtinu Eftir Karl Jóhann Ormsson Karl Jóhann Ormsson » Væri hægt að sleppa kanínum lausum á góðum stöðum á Vest- fjörðum? Höfundur er fv. deildarstjóri. „Um óvandaða ákvörðun varðandi nýj- an spítala“ er heiti á stórgóðri grein eftir Hans Gústafsson í Fréttablaðinu þann 7. apríl um staðarval fyrir háskólasjúkrahús (HS). Forsendum var vísvit- andi breytt Hring- brautinni í hag. Gengið var svo langt að tölur um ferðir starfsfólks til og frá vinnu- stað voru falsaðar. Lokaverkefni Hans í mastersnámi við Háskólann í Reykjavík (HR) var að kanna ákvörðunarferlið sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að byggja stórt sjúkrahús við Hringbraut. Hans lýsir hvernig ákvörðunarferli skuli faglega byggt upp og lýsir um leið hvernig ákvörðunin um Hringbraut var tekin. Nefnd, sem starfaði fyrir heil- brigðisráðuneytið að undirbúningi að byggingu nýs spítala 2004 til 2006, fékk í hendur ákvörðun staðarvals- nefndar, sem starfaði árið 2000. Stað- arvalsnefndin setti fram skilyrði um staðsetningu nýs spítala, sem voru augljóslega þannig að einungis Hringbraut kæmi til greina. Hans skrifar: „Þarna virðist því ráða för það sem á ensku er kallað Implicit favourite, sem ég kýs að kalla dulið dálæti, sem þýðir að í upphafi er búið að ákveða hver niðurstaðan á að vera. Til að dylja að svo sé eru aðrir möguleikar bornir saman við þann valkost sem búið er að ákveða og tryggt að þeir komi ekki eins vel út.“ Hans lýsir nokkrum skilyrðum, sem 2000-nefndin setti og eiga einungis við um Hringbraut, auk þess sem þeim er gefið óeðlilega mikið vægi. Hans segir hið dulda dálæti geta leitt til þess að upplýsingum sé hag- rætt eða haldið leyndum. Hann nefn- ir sem dæmi að á sama tíma og hann vann að sinni lokaritgerð var mast- ersverkefni nema í verkfræðideild HR að skoða umferð starfsmanna LSH til og frá vinnu. LSH gaf ein- ungis upp fjölda bíla, sem lagt var á bílastæði spítalans, en sleppti að 30% er lagt í nágrenni hans. „Þegar í ljós kom þessi hagrædda tala var svarið að breyta ætti hegðun starfsmanna: þeir ættu að koma hjólandi, í strætó, deila bíl saman og þar fram eftir göt- unum.“ Þessi fölsun segir að nú sé hannaður spítali með 30% of fáum bílastæðum. Fyrirsjáanlegt er um- ferðaröngþveiti í kringum spítalann í viðbót við umferðartafirnar í dag. Ófyrirsjáanlegar eru afleiðingar fyrir þá sem verða að komast strax undir læknishendur. Lokaorð Hans: „Í mínum huga leikur lítill vafi á því að þeir sem réðu staðarvalinu létu stjórnast af duldu dálæti á Hringbrautinni og hafi aldr- ei ætlað sér að skoða aðra valkosti. Enn er tími til að lagfæra þessi mis- tök svo þessi stærsta framkvæmd þjóðarinnar í heilbrigðismálum endi ekki í einu allsherjar klúðri.“ Greinin er þess virði að hún sé les- in. Haft er eftir Þorkeli Sigurlaugs- syni 30. apríl í blaðinu Reykjavík: „En sem betur fer þá tekst mönnum ekki svo auðveldlega að blekkja þá sem best þekkja til þessara mála, þótt reynt sé með óvönduðum skoð- anakönnunum og útreikningum að hafa áhrif á almenningsálitið.“ Hér kastar stjórnarmaður spít- alans okkar grjóti úr glerhúsi og kallar í leiðinni þá sem nota heilann lýðskrumara. Í viðtalinu er mynd af meðferð- arkjarnanum. Undir myndinni stend- ur að hann sé átta hæðir, en er skv. myndinni fjórar hæðir að undanskil- inni einni álmu, sem er sex hæðir. Kannski eru 2-4 hæðir í kjallara? Hvað segir Jóhannes Gunnarsson læknir við því? Hann skrifaði í Fréttablaðið 2012 að hönnun nýs spítala geri ráð fyrir að dagsbirta nái vel í öll rými sem sjúklingar eða starfsmenn dvelja í og flutningsleiðir á nýjum spítala verði svo stuttar og greiðar sem verða má. Jóhannes skrifar líka, að við hönn- un nýs spítala skuli sérstaklega hug- að að hagkvæmni og sveigjanleika húsnæðis, því stöðug aðlögun hús- næðis sé nauðsynleg. Hvernig er það hægt á yfirfylltum byggingarreit við Hringbraut? Ég hvet Jóhannes til að skoða vel meðferðarkjarnann og bera saman við spítala á hæðina, eins og sam- tökin Betri spítali á betri stað hafa kynnt. Eftir að kom fram að Hring- brautin var ekki „jók“ og í alvörunni skyldi byggt þar fyrir símapeningana hefi ég skrifað margar blaðagreinar og rökstutt að betri og ódýrari spít- ala mætti byggja í Fossvogi. Margar greinarnar enduðu með ósk um að gerður væri raunhæfur samanburður og kallaði ég stjórnmálamenn til ábyrgðar. Lítið var um svör, en hringingar frá ólíklegasta fólki, sem var sammála hvöttu mig áfram. Það var ekki fyrr en samtökin Betri spítali á betri stað (BSBS) komu fram að hreyfing komst á mál- ið. Skrif BSBS bera því miður keim af duldu dálæti á Vífilsstöðum. Vissu- lega er nýr spítali mikið betur stað- settur þar en við Hringbraut, en staðarval verður að byggjast á fag- legri ákvörðun um gæði spítalans, byggingarkostnað og framtíðar rekstrarkostnað. Hver ber ábyrgðina verði byggt við Hringbraut? Stjórnmálamenn telja sig stikkfrí vegna þess að allt hafi verið ákveðið fyrir þeirra tíð og þeir löngu farnir þegar afleiðing- arnar koma í ljós. Hvað með HR, sem í þrjú ár hefur legið á upplýsingunum hér að ofan? HR sem sjálfstæður metnaðarfullur háskóli ætti að hafa frumkvæði að faglegum samanburði á Hringbraut, Vífilsstöðum, Ártúnshöfða og Foss- vogi. Dulið dálæti Eftir Sigurð Oddsson »…lítill vafi er á því að þeir sem réðu staðarvalinu létu stjórnast af duldu dálæti á Hringbraut og hafi aldrei ætlað sér að skoða aðra valkosti. Sigurður Oddsson Höfundur er byggingaverkfræðingur. Hún var góð þjóðhá- tíðarræðan, sem þú fluttir á þjóðhátíðar- daginn 17. júní sl. Þú sagðir m.a.: „Ísland er auðugt land, land sem býr við gnægð auðlinda og mannauð mikinn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja, sem best að á Íslandi þurfi enginn að líða skort.“ Þá ræddir þú um misskiptingu í sam- félaginu og sagðir: „Það er stórt verk- efni, sem ekki verður leyst í einu vet- fangi og það verður aðeins leyst þannig að við leggjumst öll á árar saman.“ Stór orð og fal- lega sagt. Nú spyr ég þig, for- sætisráðherra, hefur þú borið þetta undir fjár- málaráðherra þinn, Bjarna Benediktsson? Hann er einmitt sá mað- ur, sem kvað upp úr með það á vordögum árið 2015 að ellilífeyrisþegar skyldu eini þjóðfélags- hópurinn á Íslandi, sem ekki fengi afturvirkar kjarabætur eins og allir aðrir upp í tugi prósenta. Fyrr- greindar kjarabætur voru ekki skorn- ar við nögl því auk prósentuhækk- unarinnar giltu þær ekki nema 8-10 mánuði aftur í tímann frá sl. áramót- um og lengst og mest til ráðherra og þingmanna. Og nú hefur verið bætt um betur og Kjararáð (sem á ekki að vera til) hefur hyglað nokkrum topp- um hjá ríkinu um hækkanir upp á að- eins 600-800 þúsund á mánuði. En Bjarni Ben. er ekki hættur að sjá um sína og ekki í fyrsta skipti. Hann er með í undirbúningi að breyta starf- semi Kjararáðs þannig að þeim, sem undir það heyra, fækki en aðeins fá- mennur hópur heyri undir það, þ.e. ráðherrar og þingmenn. Þessi ósköp eru öll að gerast á meðan tugir ellilíf- eyrisþega (ekki þeir ríku) eiga ekki fyrir mat, lyfjum, læknisaðstoð né öðrum lífsnauðsynjum en lifa jafnvel á betli. Framangreindar tilvitnanir eru ekki í anda stórgóðrar þjóðhátíð- arræðu þinnar, herra forsætisráð- herra. Þetta eru mannréttindabrot af versta tagi í samfélagi sem er talið með þeim ríkari í heimi. Þú talaðir eins og sannur framsóknarmaður jafnaðar og samvinnu á Austurvelli. Og nú er að fylgja orðunum eftir með efndum. Það er stutt eftir af þinginu og þú sá maður sem getur fylgt þessu eftir, maður mannúðar. Ellilífeyr- isþegar þurfa að lágmarki kr. 300 þúsund á mánuði, þetta fólk er búið svo sannarlega að vinna fyrir því og ég hef margbent á hvernig best er fyrir ríkið að koma því í gegn. Það kostar líklega innan við 10 milljarða. Hér á ég auðvitað ekki við ríka fólkið, sem til allrar lukku á nóg og er sagt vinir fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Nú vantar fyrri formann flokksins. Ef fæst ekki sam- þykki til aðgerða í ríkisstjórninni er ekki annað að gera en að slíta þessu stjórnasamstarfi. Framsóknar- flokknum veitir ekki af aðgerðum fyrst látið var undan skríl á Austur- velli og léleg framkoma fjölmiðla, sér í lagi RUV, og vinstra stóðsins á Al- þingi látin líðast. Ég lýk þessu bréfi mínu með tveimur sorgarsögum af einhleypum ellilífeyrisþegum. Sú fyrri er af góð- um kunningja sem seldi góðan jeppa sem hann átti, eingöngu til að eiga fyrir mat í einhverja mánuði. Hin sag- an er af manni sem ég frétti af og var að tína út úr eldhússkápunum hjá sér kaffi- og matarstell og ýmislegt fleira til að selja. Herra forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Boðskapur þinn í mannúðlegri þjóðhátíðarræðu 17. júní sl. átti ekki við framangreindar til- vitnanir. Efndir þurfa að fylgja orðum og þú ert maðurinn til að sanna það. Með góðri kveðju. Opið bréf til forsætisráðherra Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Stórgóð þjóðhátíðar- ræða forsætisráð- herra á þjóðhátíðardag- inn 17. júní sl. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.