Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 24
✝ Hannes JónSigurður Sig- urðsson var fædd- ur 14. janúar 1950 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu sunnudaginn 3. júlí 2016. Faðir hans var Björn Theodore Jónasson Sigurðs- son, prestur í Sel- kirk og á Lundar í Manitoba í Kanada, á Keflavík- urflugvelli og síðar í Mountain í Norður-Dakota í Bandaríkj- unum, f. 29.1. 1907, d. 2.8. 1960. Foreldrar hans voru: Jónas Ari Sigurðsson, prestur og skáld í Norður-Dakota og Washington-ríki í Bandaríkj- unum, og í Saskatchewan og Manitoba í Canada, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu og forseti Þjóðræknifélags Íslend- inga í Vesturheimi, f. 6.5. 1865, d. 10.5. 1933, og seinni kona hans, Stefanía Ólafs- dóttir Sigurðsson, húsfreyja og saumakona, síðar í New York, f. 14.2. 1877, d. 19.9. 1959. Móðir Hannesar var Jó- hanna Sigurjónsdóttir, ljós- myndari í Reykjavík, f. 9.8. 1914, d. 12.11. 2010. Foreldar hennar voru: Sigurjón Mark- ússon, sýslumaður í Vík í Mýr- dal og á Eskifirði, síðar full- Hannesar og Ingunnar eru: Rebekka, f. 22.10. 1988, nemi, og Jóhann Benedikt, f. 13.11. 1989, nemi. Hannes lauk stúdentsprófi frá M.R., náttúrufræðideild, í júní 1971. Nám í læknisfræði við H.Í. 1971-1973 og síðan frá 1980-87 og lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 27. júní 1987. Leiðsögumaður Ferðaskrifstofunnar Sunnu frá 1975-1979. Hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi í febr- úar 1988 og í Bandaríkjunum í ágúst 1997. Kandídat á Land- spítalanum, geðdeild, júní – nóv. 1987 og á skurðdeild frá des. 1987 til jan. 1988. Heilsu- gæslulæknir á Fáskrúðsfirði febr. – sept. 1988, á Patreks- firði okt.– des. á Hólmavík frá jan. 1989 til jan. 1991 og á Flateyri frá febr. 1991 til mars 1995. Jafnframt heilsugæslu- læknir í Þingeyrarheilsugæslu- umdæmi 1991-95, 4. mán. hvert ár. Aðstoðarlæknir á Borgarspítalanum, geðdeild, frá apríl 1995 til júní 1996. Aðstoðarlæknir og sérfræði- nám í geðlækningum við Karl Menninger School of Psychi- atry í Topeka í Kansas frá júlí 1996. Starfaði við geðlækn- ingar í Miami, Oklahoma, frá 1996-1999 og í Portland, Ore- gon frá 1999-2004. Hóf störf við geðsvið Landspítala-- háskólasjúkrahúss 2004 og starfaði þar til 2009 þegar hann lét af störfum. Útför Hannesar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. júlí 2016, klukkan 15. trúi í fjármála- ráðuneytinu í Reykjavík, f. 27.8. 1897, d. 8.11. 1959, og Sigríður Þorbjörg Björns- dóttir, húsfreyja, f. 30.5. 1889, d. 14.12. 1967. 1. júlí 1977 gift- ist Hannes Maríu Carmen Chorda- Moradillo, f. 28.11. 1950, ritara, nú búsett á Spáni. Þau skildu 1980. Sambýliskona Hannesar frá 1980-1987 var Björg Gunnsteinsdóttir, f. 2.7. 1957, nú búsett í Lúxemborg. Foreldrar hennar eru: Gunn- steinn Karlsson, útgefandi, f. 4.7. 1932, og Erla Eggerts- dóttir, útgefandi, f. 27.2. 1934. Dóttir Hannesar og Bjargar er: Theodóra, f. 25.11. 1982, læknir í Kaupmannahöfn, gift Jens Nilausen Cleeman. Börn þeirra eru Steinar Karl, f. 10.3. 2010 og Ellen Ósk, f. 8.6. 2012. 7. apríl 1989 giftist Hannes Ingunni Susie Ólafsson, f. 15.7. 1964. Þau skildu 2003. For- eldrar hennar voru: Veturliði Gunnarsson, listmálari í Reykjavík, f. 15.10. 1926, d. 9.3. 2004, og Sigríður Ólafs- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 16.11. 1931, d. 3.6. 1998. Börn Það er margt sem kemur upp í hugann þegar Hannes Sigurðs- son – einn af mínum bestu vinum í tæp 50 ár – er kvaddur. Hann var mikill hæfileikamaður, leiftr- andi snjall og skemmtilegur, en fór gjarnan eigin leiðir í lífinu og batt þá ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hann var vinsæll meðal skjól- stæðinga sinna á meðan hann stundaði lækningar og margir voru honum þakklátir. Hann bjó yfir ríku innsæi, var snillingur í samtölum og átti auðvelt með að tala fólk á sitt band. Samtals- meðferðir lágu því vel fyrir hon- um en hann hafði einnig tileink- að sér dáleiðslu sem lækningaaðferð. Og sem læknir í einangruðum héruðum gekk hann í öll verk. Við kynntumst á fyrsta vetri í MR og urðum miklir mátar og söngfélagar. Þá þegar var hann byrjaður að standa gæsluvaktir á Kleppi. Hannes bjó einn með móður sinni, líkt og ég, og ekki spillti fyrir að mæður okkar höfðu þekkst á yngri árum. Jó- hanna Sigurjónsdóttir móðir hans, ávallt kölluð Adda, var lærður ljósmyndari og rak ljós- myndastofuna ASIS um árabil ásamt samstarfskonu sinni. Hún tók stúdentsmyndir af okkur fé- lögunum 1971, m.a. af okkur fimm vinum saman. Við endur- tókum þann leik 25 árum síðar en því miður ekki eftir það. Faðir Hannesar, Theodore Sigurdsson, var Vestur-Íslend- ingur og m.a. prestur í Mountain í Norður-Dakota. Hannes fluttist þaðan heim til Íslands með móð- ur sinni sem lítill drengur og þekkti lítt föður sinn. En ég man vel hvað það var honum mikil- vægt áratugum síðar þegar hon- um tókst að finna og koma að leiði föður síns skammt frá Winnipeg. Hannes tók læknanámið í tveimur atrennum og hóf þá síð- ari eftir að hafa búið í nokkur ár á Spáni. Þar starfaði hann um tíma sem fararstjóri og greiddi úr hvers manns vanda enda vel talandi á spænsku. Er hann lauk námi 1987 tóku við læknisstörf í héraði og mér eru minnisstæðar heimsóknir á Hólmavík og Flat- eyri. Það voru góðir dagar. Á árinu 1996 tók Hannes sig upp með fjölskylduna og hélt til framhaldsnáms í geðlækningum á hinni þekktu Menninger-stofn- un í Kansas-ríki en starfaði síðar einnig í Oklahoma og Oregon. Hann flutti heim árið 2004 og hóf störf á geðdeild Landspít- alans. Hannes hafði lítinn áhuga á efnislegum gæðum en var sífellt að nema nýjan fróðleik og pæla í ólíklegustu fyrirbærum. Hann hugsaði vel um móður sína til hinsta dags. En um það leyti sem Adda féll frá 2010 mætti hann margs kyns mótbyr og heilsuleysi. Þá leitaði hann á nýja og ókunna stigu sem gamlir vinir hans báru ekki skynbragð á. Við Inga erum þakklát fyrir að hafa átt Hannes J. S. að vini svo lengi og vottum börnum hans innilega samúð. Okkar löngu samtöl og aðrar góðar samverustundir lifa í minning- unni. Ég veit að hann trúði á líf eftir dauðann og lýk þessum orð- um með tilvitnun í ljóð Jónasar um vin sinn Tómas látinn: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Geir H. Haarde. Hannes J. S. Sigurðsson læknir var maður hinna and- stæðu fylkinga. Í honum tókust á djúp þjáning og lamandi kvíði annars vegar og lífsgleði og smitandi kátína hins vegar. Sam- viskusemi og vinnusemi á móti nær óskiljanlegu kæruleysi. Á góðri stund var hann ógleyman- legur, stór og mikill á velli, talaði hátt og hló hátt, var vel klæddur, svolítið upp á amerískan máta, bar sig vel og það sópaði að hon- um. Glaðsinna, mannlegur og hlýlegur húmoristi, vel gefinn, vel lesinn og skáldmæltur. Af- burða læknir, sinnti sjúklingum af brennandi áhuga, ósínkur á tíma sinn og vinnu í þeirra þágu. Tókst stundum að ná góðum ár- angri þegar flest önnur úrræði höfðu verið reynd. Kennari af guðs náð og kveikti áhuga og forvitni hjá læknanemum og yngri læknum á geðlækningum. Að leiðarlokum er ég þakklát fyrir þessi fáu ár sem við Hann- es störfuðum saman á göngu- deild geðdeildar og minnist hans með hlýjum hug. Eftir að hann lét af störfum hjá okkur árið 2009 skildu leiðir. Hannes komst aldrei aftur til vinnu vegna veik- inda. Honum voru búin erfið ör- lög hin seinni árin. Megi hann hvíla í friði. Er þú á hæsta hugðir speki og hátt og djúpt huga sendir. Oft eru myrk manna sonum, þeim er hátt hyggja, in helgu rök. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp – en drottinn ræður. (Jónas Hallgrímsson.) Halldóra Ólafsdóttir. Það ríkti mikil eftirvænting meðal nemenda sem voru að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1967. Við höfðum komist í gegnum þrengsta nálarauga í mennta- kerfinu. Þarna voru hlutir í föst- um skorðum, ávörp á sal, guðs- þjónusta í Dómkirkjunni, landsþekktir kennarar og sagan við hvert fótmál. Við Vesturbæingar kynnt- umst stórum hópi úr Laugarnes- inu. Hannes J. S. Sigurðsson var áberandi í þessum hópi. Hann var hávaxinn, myndarlegur, öruggur í fasi, fljótur til svars, orðheppinn en umfram allt hlýr og indæll. Fólk laðaðist að hon- um og hann var allra manna skemmtilegastur. Við vorum aldrei í sama bekk en með ár- unum varð til sterkur vinahópur sem hélt náinni vináttu allt lífið. Við vorum samherjar á mörgum sviðum, sérstaklega í lífsviðhorf- um og stjórnmálum. Þegar leið á okkar veru í MR kom í ljós að hann stefndi á læknisfræði og var farinn að vinna á sumrin á spítala til að kynnast faginu. Það var alltaf skemmtilegt í kringum Hannes og við lentum í mörgum ævintýrum. Vorið 1970 gaus Hekla og Hannes átti frum- kvæði að því að fara inn að gos- stöðvunum til að upplifa þetta. Bronco jeppi föður míns var til reiðu en það var ekki einfalt mál að komast þetta. Allt gekk þó vel að lokum og Hannes var í essinu sínu og reitti af sér brandara. Næsta vor höfðu tvær stelpur sem við höfðum mikinn áhuga á farið í Þórsmörk og aftur átti Hannes frumkvæði að mikilli svaðilför á jeppanum um miðja nótt. Þar lentum við í mesta lífs- háska sem ég man eftir þegar jeppinn stakkst á bólakaf í Steinsholtsá en reif sig upp úr ánni fyrir einhverja Guðs mildi. Við rukum út úr bílnum og föðm- uðumst skjálfandi af geðshrær- ingu. Ekki höfðum við erindi sem erfiði inn í Þórsmörk en stúlkurnar hafa verið góðar vin- konur okkar alla tíð. Eftir MR lá leiðin í lækna- deild og þá byrjaði alvara lífsins. Við náðum báðir fyrsta árs próf- unum sem þótti mikill sigur fyrir hvern sem var. Hugur Hannesar stóð alltaf til geðlækninga. Hann var náttúrubarn í mannlegum samskiptum alltaf jákvæður og reiðubúinn að hlusta og styðja sjúklinga á sinn einlæga og nær- gætna hátt. Hannes vann um skeið í héraði á Hólmavík og Flateyri. Þegar snjóflóðið féll á Flateyri var hann fenginn til að fara vestur til að veita áfalla- hjálp. Eftir undirbúning á geð- deildum í Reykjavík fór hann til framhaldsnáms við virtan geð- spítala í Bandaríkjunum þar sem hann lærði nýja hluti og öðlaðist meiri reynslu. Hannes var þá orðinn þriggja barna faðir með metnaðarfull plön og allt virtist ætla að ganga upp hjá honum. Árið 2004 kom hann aftur til landsins og hóf störf á LSH. En nokkrum árum seinna dró ský fyrir sólu. Hjartasjúkdómur sem hann hafði haft frá fertugs- aldri fór að valda vaxandi erf- iðleikum og svo komu skapgerð- arbreytingar sem gerðu honum erfitt fyrir að starfa í sínu fagi. Allt þetta reyndist honum mjög þungbært. Síðustu árin var hann orðinn heilsulaus og því kom andlát hans okkur ekki á óvart. Nú er hann farinn á fund feðr- anna, minn góði vinur sem var svo margt gefið. Við kveðjum hann með söknuði og vottum börnunum dýpstu samúð. Steinn Jónsson. Við Hannes hittumst fyrst sumarið 1968 inni á Kleppsspít- ala, tveir sumarstarfsmenn á deild 10, báðir hávaxnir og renglulegir í hvítum jökkum. Endalaus sumarnóttin var óræð og full af fyrirheitum eins og lífið framundan. Við sátum á nóttum og bollalögðum og uppgötvuðum sjálfa okkur í hvor öðrum. Húm- orinn var keimlíkur, kaldhæðnin og sýnin á lífið sjálft. Árin liðu, leiðir okkar skildu og lágu sam- an á ný. Hannes lagðist í ferða- lög, kom heim og lauk lækna- námi. Við unnum stopult saman og alltaf var eins og við hefðum fundist nýlega. Við hittumst í áfallahjálpinni á Flateyri og síð- an frétti ég af Hannesi úti í Am- eríku. Nokkrum árum síðar unn- um við saman á göngudeild geðdeildar um skeið. Mannkostir Hannesar, húmorinn, góð fag- þekking og hjálpsemi gagnvart sjúklingum, komu vel í ljós. Hann var frábær læknir og kennari og mikill húmoristi. Jafnframt kynntist ég öðrum eiginleikum hans og vanda- málum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á lífinu sem oft fóru ekki saman við viðtekin lögmál í heimi læknisfræði. Stundum var eins og hann stríddi við demón í sjálfum sér sem ruglaði áttavit- ann og færði hann af réttri braut. Hannes lét af störfum vegna veikinda sem læknir langt um aldur fram. Guðirnir voru Hannesi sér- lega gjafmildir í árdaga. Hann var manna skemmtilegastur, myndarlegur og afburða greind- ur. Honum gekk illa að nýta sér allar þessar gjafir svo vel væri og stundum var eins og þær Hannes J. S. Sigurðsson 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Elsku elsku vin- kona mín er dáin, ég bara trúi því ekki enn. En þú varst búin að vera svo lasin, elsku Jóhanna mín, ég hélt alltaf að þú mundir ná þér aftur, en þetta varð bara erfiðara og erf- iðara. Eins og þú varst yndislega falleg kona, áttir svo falleg börn og varst svo góð og blíð alltaf. Við höfðum mikið samband áður og áttum margar góðar stundir saman. Fyrir tíu, tólf ár- um keyptir þú þér góðan bíl og við ætluðum að fara eitthvað að gamni okkar, þú varst líka komin með bílprófið svo við ætluðum að skiptast á að keyra. Þetta var orðið svolítið spennandi hjá okk- ur, þú áttir tjald og það sem við þurftum með, en svona fór það, það varð ekkert úr því. En þú keyrðir og naust þess að hafa bíl- inn þinn og keyra það sem þú þurftir hér á Selfossi og upp í skemmtilega sumarbústaðinn þinn sem þið Oddur byggðuð á fallega staðnum uppi í Gríms- nesi. Elsku fallega góða vinkona mín, við kynntumst stuttu eftir að við fluttumst á Selfoss en það var ári seinna en þið Oddur flutt- ust hingað. Hvernig við kynnt- umst var gaman, frændi manns- ins míns og konan hans komu í heimsókn til okkar hjónanna, svo sagðist hún ætla aðeins að skreppa til Hönnu frænku sem átti heima við næstu götu. Þegar hún kom aftur sagði hún við mig: „Þú verður að kynnast Hönnu frænku, það er svo margt líkt á með ykkur.“ Við vorum alveg jafn gamlar og áttum jafngamlar dætur elst- ar. Svo á ég dóttir jafn gamla elsta syni hennar. Svo áttum við tvo syni á svipuðum aldri, og tveir yngstu drengirnir eru jafn- aldrar og voru alltaf í sama bekk í skólanum en þeir léku sér oft saman litlir drengir. Og þannig kynntumst við, elsku vinkona mín, og áttum svo góðan vinskap síðan. Ég hef saknað þín svo mikið, elsku Jóhanna mín, ég gleymi þér aldrei, þú hringdir oft og baðst mig að koma í heimsókn þegar við vorum orðnar einar. Það var svo gaman að koma til þín, þú byrjaðir á því að setja disk af stað með svo fallegum lögum sem þú elskaðir og ég líka, svo töluðum við saman um allt og ekkert, áttum orðið mörg barna- börn báðar. Það var líka svo oft gaman þegar Oddur var á lífi, þegar við sátum í eldhúsinu á Sléttuveginum og töluðum sam- an en mér fannst alltaf gott að tala við Odd, hann var svo ræð- inn og vel heima í öllu. Elsku Sirrý, Sveinbjörn, Gunnar og Einar Valur, megi Jóhanna Margrét Einarsdóttir ✝ Jóhanna Mar-grét Einars- dóttir fæddist 21. mars 1934. Hún lést 18. júní 2016. Útför Jóhönnu var gerð 28. júní 2016. Guð vera með ykk- ur og fjölskyldum ykkar, styðja ykkur og styrkja í sorg- inni. Blessuð sé minn- ing hennar. Ída Stanleysdóttir og Jóhann Þorvaldsson. Elskuleg kona er fallin frá, Jóhanna Margrét. Ég kynntist henni fyrir nokkrum ár- um í sundleikfimi í Hveragerði NLFÍ. Þar var hún með Berg- þóru frá Forsæti, sem ég kann- aðist vel við og kom þá til tals að við gætum keyrt saman í bíl sem við svo og gerðum. Svo síðar bættust tvær aðrar við, Lísa og Kristín, og skiptumst við á að keyra frá Selfossi, tvisvar í viku. En Jóhanna tók ekki þátt í að keyra, hún sagðist bara keyra innanbæjar á Selfossi, heldur vildi hún borga fyrir ferðina, tók ekki annað í mál. Við vildum það ekki, en tókum þá ákvörðun að það yrði þá sama verð og að fara með strætó á milli. Einnig man ég, undirrituð, vel eftir Jóhönnu í skóbúðinni hjá KÁ Selfossi, yndisleg kona í af- greiðsluhlutverkinu. Jóhanna fann oft upp á því að bjóða okkur í vöfflukaffi er heim var komið úr sundinu. Hún var nú ekki lengi að skella saman í vöfflur og baka og hella upp á kaffi og dekka fal- legt á borðið, alveg aðdáunar- vert. Þá var margt spjallað og gaman. Hún átti gullfallegt heimili, skreytt með listaverkum eftir hana sjálfa, það voru ljósmyndir innrammaðar uppi á vegg, alls konar glerlist bæði lampaskerm- ar og skraut í gluggum og svo keramikborðplötur – allt svo fal- legt og vel gert. Hún var lista- maður með meiru. Svo var garð- urinn hennar líka fallegur. Þar hékk merkileg róla til að liggja í. Ég spurði: „Notar þú þetta?“ „Já það geri ég á sumrin, oft og mörgum sinnum.“ Hún sagði að það væri ekkert mál að komast upp í róluna og yndislegt að liggja þar í góðu veðri. Það var sorglegt að árið 2015 fór að bera á lasleika hjá henni. Við fórum stöllurnar þrjár til hennar á Sólvelli Eyrarbakka. Okkur brá að sjá hana, en hún hélt sinni fegurð, alltaf svo ung- leg. Sundferðirnar og kaffistund- irnar munu seint gleymast í okk- ar hjörtum. Ég kíkti stundum til hennar á milli sundtíma, en allt of sjaldan. Hún var kvödd frá Selfosskirkju 28. júní síðastliðinn við mikinn mannfjölda og athöfn- in var sérstaklega falleg og sér- stök, mun seint gleymast. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Fyrir hönd okkar sem keyrð- um saman í sundið, Sólrún Guðjónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og kærleika vegna andláts og útfarar JÓNS AÐALSTEINS JÓNSSONAR, Nóna frá Hömrum, Mýrarvegi 111, Akureyri. . Elín Inga Jónasdóttir, Bryndís Arna, Hinrik Már, Friðrik Þór og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.