Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
Frábær
verð!
99.900
Verð
Bandsög 100mm
Stærð blaðs 1470x13mm.
Geta í 90° 100x150mm.
TT 388001
129.900
Verð
Bandslípivél 75x2000mm
Öflug bandslípivél með 3.000W mótor.
Band 75x2000mm
TT389001
Ég fer í sumarbústað á Laugarvatni í tilefni dagsins og ætla aðhitta fjölskyldu mína þar, en foreldrar mínir og systkini búaöll fyrir sunnan,“ segir Vilborg Daníelsdóttir sem á 40 ára
afmæli í dag. Sjálf býr Vilborg ásamt manni sínum og fjórum börn-
um í Tjarnagerði í Eyjafjarðarsveit, en hún hefur búið fyrir norðan í
16 ár.
„Það sem dró mig norður var vetrarvertíðin en ég var mikið á vél-
sleðum,“ en Vilborg varð Íslandsmeistari í snjókrossi 2009, en síðan
þá hefur ekki verið keppt í þeirri íþrótt. „Ég hef ekki verið mikið á
vélsleðum á undanförnum árum. Nú hef ég meiri áhuga á andlegum
málefnum og góðri slökun. En ég er ekki hætt á vélsleðum, það kem-
ur aftur.“
Vilborg er svæðanuddari og vörubílstjóri hjá Skútabergi. „Ég tók
meiraprófið tvítug og er búin að vinna við þetta í fimmtán ár. Þetta
starf fer vel saman við að reka stóra fjölskyldu. Við búum bara um
10 kílómetra frá Akureyri og ég keyri ekki langar vegalengdir, er
hérna í kringum Akureyri. Núna er ég t.d. að keyra frá Vaðlaheiðar-
göngum í flughlað á Akureyrarflugvelli.“
Eiginmaður Vilborgar er Þór Konráðsson verktaki og börn þeirra
eru Emelía Dana Ásmundsdóttir 15 ára, Þór Dan Þórsson 11 ára,
Margrét Dana Þórsdóttir 9 ára og Vilborg Dana Þórsdóttir 3 ára.
Fjölskyldan Vilborg og Þór ásamt börnunum.
Fer suður að hitta
fjölskyldu sína
Vilborg Daníelsdóttir er fertug í dag
A
rthur fæddist á
Hvammstanga 13.7.
1941, í húsi afa síns
og ömmu, Sigurðar
Pálmasonar og Stein-
varar Benónýsdóttur. Hann flutti
með foreldrum sínum til Reykja-
vikur 1943 og ólst fyrstu árin upp
á Hringbraut 205, í Goðahúsunum
svokölluðu, en fjölskyldan flutti
síðan inn í Laugarneshverfið, á
Hraunteiginn.
Arthur lauk 2. bekk gagnfræða-
skóla í Laugarnesskólanum, var
einn vetur í Núpsskóla, lauk
landsprófi við Gagnfræðaskólann í
Vonarstræti og lauk stúdentsprófi
frá MR utan skóla 1962.
Á æskuárunum var Arthur hjá
afa sínum og ömmu á Hvamms-
tanga á sumrin til sex ára aldurs
en var þá sendur í sveit. Hann var
þrjú sumur í Ljárskógum í Dölum
hjá Guðmundi Jónssyni, en frá 10
ára aldri vann hann hjá föður-
bróður sínum á jörðinni Farestveit
í Modalen í Noregi sem er ættar-
óðal föðurfólksins, í beinan karl-
legg frá 1746.
Arthur réð sig í byggingarvinnu
við Landspítalann er hann var 14
ára, starfaði þar í þrjú sumur,
sinnti síðan vegheflun í Flóanum
hjá Vegagerðinni og vann síðan á
sumrin við hvalskurð í Hvalstöð-
inni í Hvalfirði.
Eftir stúdentspróf vann Arthur
eitt ár í innheimtudeild Lands-
banka Íslands og tók þá próf frá
Bankamannaskólanum, lauk síðan
prófi í forspjallsvísindum við HÍ,
las norsku og sögu við HÍ og síð-
an leikhúsfræði við Óslóarháskóla.
Á skólaárunum skrifaði Arthur
smásögur og ljóð sem birtust í
blöðum og tímaritum, m.a. smá-
sögur í lesbók Morgunblaðsins. Þá
gaf Almenna bókafélagið út skáld-
söguna Fólkið á ströndinni árið
1968 sem Arthur fékk góða dóma
fyrir.
Einar, faðir Arthurs, hafði
nokkrum árum áður stofnað fyrir-
tækið Einar Farestveit & Co hf.
Nokkrum árum síðar veiktist hann
hastarlega og gekk þá Arthur inn
í reksturinn, fyrst sem verslunar-
stjóri frá 1967 og nokkrum árum
síðar tók hann við framkvæmda-
stjórn fyrirtækisins og starfrækti
það til 2007 er það var selt. Við
fyrirtækið störfuðu að jafnaði 10
manns.
Arthurs sat í félagsmálaráði
Garðabæjar um árabil, sat í eldri-
borgaranefnd Garðabæjar, var
Arthur Knut Farestveit, fyrrv. forstjóri – 75 ára
Hjúskaparheitið endurnýjað Fjölskyldan í Dómkirkjunni á gullbrúðkaupsdaginn Frá vinstri: Anna Sif, Þráinn og
Ólöf Ásta, Dröfn og Arthur, Einar og Elfa Björk. Á myndina vantar Daniel eiginmann Önnu Sifjar.
Rithöfundurinn sem
varð forstjóri fyrirtækis
Sveinn B. Ólafsson rafvélameist-
ari er 90 ára í dag, 13. júlí. Hann
verður að heiman.
Árnað heilla
90 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.