Morgunblaðið - 13.07.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þig grunar að þú sért að verða eftir á
á einhvern hátt. Haltu þig eins fjarri þeim og
þú frekast getur, því til þín verður leitað til að
lægja öldurnar.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er mikil ásókn í þig, svo mikil að þér
er nauðugur einn kostur að verja þig. Láttu
það samt ekki draga úr þér kjarkinn heldur
taktu þig saman í andlitinu og haltu áfram.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hættu að vorkenna sjálfum þér og
líttu á björtu hliðarnar og það sem þú ert og
hefur. Notaðu samstöðuna til að koma sem
flestu í framkvæmd.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að láta ekki alla skapaða hluti
hafa svona mikil áhrif á þig. Kannski hefur þú
nú þegar allt sem þú þarft.Þú þarft á sjálfs-
skoðun að halda, það er ekkert að því.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stuðið er ekki að sýna heiminum hvað
þú getur gert. Heilbrigð sál í hraustum líkama
er takmarkið og því má ná ef viljinn er fyrir
hendi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er eitt og annað sem þú hefur látið
sitja á hakanum, en nú skaltu bretta upp erm-
arnar og hefjast handa. Vitsmunir þínir og lík-
ami eiga mesta hrós skilið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki hafa áhyggjur þótt yfirmaðurinn
rugli þig í ríminu. Njóttu ávaxta erfiðis þíns en
deildu leyndarmálinu með öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Málefni tengd útgáfu, lækn-
isfræði, lögum og menntun eru vafasöm í
dag. Rausnarskapur þinn eykur sveiflutíðni
alls mannkynsins.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Alheimurinn er að þenjast út og
þú líka. Við höfum ekki óþrjótandi orku heldur
þurfum við að endurnýja hana annað slagið.
Láttu þér ekki bregða þótt margt í fari mak-
ans sé þér framandi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur verið varasamt að fara
um ókunnar slóðir án nokkurs undirbúnings.
Fólk hefur ólíkar skoðanir á þeim rétt eins og
mat.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu það ekki nærri þér þótt þér
takist ekki að gera svo öllum líki. Unaðslegar
tilfinningar hvetja þig til að gera allt til að
geðjast þeim sem þú elskar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hættir til þess að sanka að þér of
mörgum verkefnum í einu. Hugsanlega leng-
ist lífið með þessari ráðstöfun, hlátri og léttúð
er lagið að bæta heilsufarið.
Á dögunum rifjaði Helgi Zim-sen upp limru á Leirnum
sem hann snaraði á íslensku fyr-
ir löngu af því tilefni að tíminn
hafði orðið hagyrðingum yrkis-
efni.
Hún Lína í langhlaupi er fær
og ljóshraða hæglega nær.
Á morgun hún æðir
um afstæðar hæðir
uns brunar til baka í gær.
Þessi limra varð til þess að ég
greip Limrubókina Péturs sonar
míns, en þar stendur í formála:
„“There was a“ er langalgeng-
asta upphafið á limrum á enska
tungu. Arthur Reginald Bullet
lagði rækt við þá hefð með kunn-
ri limru:
There was a young lady named
Bright,
Who travelled much faster than
light.
She set out one day
In a relative way
And returned on the previous night.
Í meðförum Þorsteins Valdi-
marssonar fékk limran yfir-
skriftina Hugð 1001, sem hann
kallaði tvífara ensku limrunnar,
en hún er einnig til í annarri út-
gáfu með upphafslínunni „A
rocket explorer named Wright“:
Mín flaug er léttari en ljósgeislinn.
Hún leið í dag út um gluggann minn
fjær en afstæðið nær,
fjær og fjær –
og flutti mig aftur heim í gær.
Hann bætti við: Óbein skuld
við enskar limrur verður mér
hins vegar seingoldin. Hef ég
einkum reynt að grynna á henni
með því að sýna fram á, að
óþarft sé að yrkja þennan fimmt-
arhátt með einstrengingslegri
fábreytni. Afbrigði eru nærtæk
og mega að ósekju verða fjar-
skyld, ef betur hentar ákveðnu
efni.
Halldór Blöndal er á þeim nót-
um:
Fjóla á Þingeyri fær
þennan flýti sem ljós ekki nær.
Hún kveður og fer
og frameftir er
og fyrst kemur aftur í gær.
Þá Hrólfur Sveinsson:
Hún Dagbjört, sú dyggðuga mær,
í dag reyndist ferðafær
og hljóp upp í Kjós
hraðar en ljós
og hingað aftur í gær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hinn afstæði
tími í ljósi limrunnar
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
ÉG ÓTTAST ENGAR
ÁSKORANIR
SVO LENGI SEM ÞÆR
HALDA SIG UTANDYRA
VIÐ MUNUM FÁ
GEST Í KVÖLDMATINN!
Í ALVÖRUNNI?
HVERN?
MAMMA ÞÍN
ER AÐ KOMA! HVERNIG
VISSIRÐU?
TALBLÖÐRUÞJÁLFUN.
„GJÖRÐU SVO VEL! ÉG FALSAÐI UNDIR-
SKRIFTINA ÞÍNA. ÞÚ ERT KOMINN Í HERINN.“
ENN OF
HÁTT
... óviðjafnanleg
Víkverji setti bik undir barða umhelgina og fór í bíltúr út fyrir
höfuðborgina. Hann átti ákveðið er-
indi, en ákvað í leiðinni að líta við á
garðyrkjubúinu Friðheimum í Reyk-
holti. Víkverji hafði heyrt vel talað
um þetta bú og reyndist ekkert of-
sagt. Andrúmsloftið og stemmingin
komu skemmtilega á óvart.
x x x
Ylrækt hefur verið stunduð á bæn-um frá 1946 eins og kemur fram
á heimasíðu Friðheima. Hjónin
Knútur Rafn Ármann og Helena
Hermundardóttir keyptu búið árið
1995 og hafa byggt það upp af mikl-
um krafti. Þar eru nú ræktaðir tóm-
atar allan ársins hring, rekin hesta-
miðstöð og haldið úti ferðaþjónustu.
Boðið er upp á hestasýningu á 14
tungumálum.
x x x
Í Friðheimum er gestastofa og boð-ið upp á veitingar. Vinsælust er
tómatsúpan, sem boðið er upp á
ásamt heimabökuðu brauði og er
skorað á gesti að borða eins og þeir
geta í sig látið.
x x x
Ungur maður þjónaði til borðs ogfullur áhuga lét hann fylgja
kynningu á búskapnum á Frið-
heimum. Lýsti hann því hvernig
gnótt vatns og rafmagns gerir kleift
að rækta tómata við fullkomnari
skilyrði en gerist í suðrænni löndum.
Hjá honum kom einnig fram hversu
vistvæn ræktunin er. Á Íslandi er lít-
ið af skordýrum og því þarf ekki að
úða eitri á tómatana. Rántítan
Macrolophus pygmaeus kemur í
staðinn. Hún étur öll helstu mein-
dýr, sem leggjast á tómataplöntur. Í
kynningunni kom einnig fram að fyr-
ir vikið þyrfti ekki að þvo tómatana
þegar þeir væru tíndir. Hægt væri
að pakka þeim og flytja beint í versl-
anir. Uppskera morgunsins væri því
iðulega komin í grænmetisborðið á
hádegi og væri óvíða í heiminum að
finna dæmi um að vara kæmist svo
fljótt frá býli til neytenda.
x x x
Víkverji kvaddi Friðheima saddurog sæll og hugsaði með sér að
þangað ætti hann eftir að koma aft-
ur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Fel Drottni vegu þína og treyst hon-
um, hann mun vel fyrir sjá.
(Sálm. 37:5)
PERFECTING CREAM
MEÐ BÓNDARÓSARSEYÐI
FLAUELSMJÚKT BLÓM SEM FEGRAR HÚÐINA
Bóndarósin sem vex á Drôme svæðinu í Frakklandi er dáð fyrir þokka sinn
og fegurð en hún býr yfir einstökum eiginleikum: fullkomnun. Rannsóknarteymi
L’OCCITANE afhjúpar eiginleika hennar með kremi sem gefur húðinni fullkomna
áferð. Kremið gefur hámarks raka fyrir allar húðgerðir og umbreytir yfirborðsáferð
húðarinnar um leið og það eykur ljóma. Húðin verður flauelsmjúk og ljómar af
fullkomnun.
L’OCCITANE, sönn saga.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland