Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Ég greindist með lesblindu þegar ég var 11 ára gamall og þá hefði ég alveg verið til í að eiga svona app-bók þar sem ég hefði getað ýtt á einn takka til að hlusta og á sama tíma fylgst með textanum,“ segir Pétur Ásgeirsson sem er að gefa út stafrænu barnabókina Ævintýri Magn- úsar sem fjallar um lítinn víkingadreng sem dreymir um að lenda í spennandi ævintýrum. „Ég sé fyrir mér að krakkar á aldrinum 3-8 ára sé markhópurinn fyrir þessa bók,“ segir Pét- ur. Það er búið að vera sumar í tíu ár Það heyrist svolítið illa í þér, ertu að keyra? „Nei, en ég er staddur í Guatemala.“ Guatemala? Hvað ertu að gera þar? „Ég bý hér og hef búið hér síðustu tíu ár. Ég kom hingað fyrst þegar ég var skiptinemi þegar ég var sextán ára, árið 2002. Ég hafði kynnst stúlku í landinu og eftir að ég útskrifaðist sem ljósmyndari úr Iðnskólanum og var búinn að gefast upp á því að fá vinnu á Íslandi þá ákvað ég bara að skella mér til Guatemala. Og hef búið hér síðan og á þrjú börn með konunni minni. Ég er reyndar að stefna að því að fara heim núna í ágúst, búinn að fá nóg af þessum hita. Það er búið að vera endalaust sumar í tíu ár. Það er svona 35 til 40 stiga hiti á hverjum degi.“ Hvenær ársins er kaldast þarna? „Það er aldrei kalt hérna. Þegar ég er að tala við frændur mína í Banda- ríkjunum þá spyrja þeir hvenær sé vetur, en það er aldrei vetur. Það er bara annaðhvort ofsalega heitt eða mjög heitt. Ég bý alveg syðst í Guatemala. Ég er svona í sirka 20 kílómetra fjarlægð frá landamærunum að El Salvador.“ Glæpir tíðir í Guatemala Fór ekki Guatemala illa út úr borgarastríði eins og önnur lönd þarna í kring? „Jú, það er stutt síðan að það var skrifað undir friðarsamninga hér. Og annað er að þessi lönd eru handónýt. Glæpatíðnin er hræðilega há og fátæktin al- gjör skelfing. Það er hægt að kenna spillingunni um. Hún er gífurleg. Fyrrverandi forseti Guatemala er í fangelsi. Þessir pólitíkusar koma fram hérna og boða breytingar og hörku gegn glæpamönnum og svo er aðal-pólítíkusinn helsti glæpamaðurinn og fyrrverandi herforingi í ofanálag. Það eru hlutar af höfuðborginni þar sem manni finnst maður vera hluti af nútímanum en svo er maður kominn í fornöld strax og maður gengur yfir í næstu götu. Laun fólks eru mjög lág hér, maður skilur ekki hvernig sumt fólk lifir af þessum lúsarlaunum. En þótt það sé fullt af slæmu í gangi hérna, þá er landið yndislegt og venjulegir Guatemala-búar eru mjög rólegir og afslappaðir. Ekki sami djöfulgangurinn í gangi hér einsog heima á Íslandi. En fólkið hefur lítið á milli hand- anna. Við erum með borgarstjóra í borginni þar sem ég bý, hann virðist mjög fórnfús og virðist vilja hag borgarbúa sem mestan og alls almenn- ings, þannig að þetta er ekki allt slæmt. Það er alls ekki þannig. En ég ætla samt að fara að koma heim. Elsti sonur minn er orðinn níu ára. Það er kominn tími til að börnin mín komist í betra menntakerfi heldur en er hér. Dóttir mín er fimm ára og yngsti sonur minn er fjögurra ára.“ Tala börnin einhverja íslensku? „Nei, það er eitthvað lítið. En krakkar eru ansi fljótir að ná tungumálum. Við fórum til Íslands árið 2010 og elsti strák- urinn náði íslenskunni mjög fljótt. Þótt hann hafi líka gleymt henni mjög fljótt eftir að við komum heim til Guatemala.“ Hugmyndin að bókinni fæddist á fæðingardeildinni, hvar annarstaðar? Við hvað hefur þú starfað í Guatemala? „Ég er búinn að vera að ljósmynda hér og búa til allskonar, ég er mikið að vinna í sýndarveru- leika í augnablikinu. En ég er að ljósmynda fyrir mörg fyrirtæki hérna, meðal annars stórt gull- námufyrirtæki, og búa til auglýsingar og þess- háttar.“ Hvernig kom hugmyndin að Ævintýri Magn- úsar til? „Hugmyndin spratt upp þegar sonur minn fæddist. Konan mín getur ekki eignast börn venjulega, þannig að þau hafa öll verið tekin með keisaraskurði. Fyrsti sonurinn fæddist með mik- ið vatn í lungunum. Hann gat lítið andað þegar hann fæddist. Við vorum með honum á spítala í fimmtán daga. Annaðhvort foreldrið varð alltaf að vera vakandi með barninu. Ég þurfti að taka það mest að mér, því konan mín var í aðgerð. Þá fer hausinn á flug. Víkingaeðlið kom upp, því ég var að peppa upp soninn, þá horfði maður til þessarar víkingaklisju, áfram víkingurinn! æpti maður í huganum að syni sínum. Þegar maður sá hann fara að anda og þessháttar þá fagnaði maður með svona víkingakalli. Mig langaði til að reyna að sýna þetta öðru- vísi heldur en með þessari hefðbundnu bók. Ég held að þetta hefði verið algjör snilld að fá svona stafræna bók þegar ég var krakki í úti- legu. Að geta haft eitthvað svona. Svo er ódýr- ara að gefa þetta út svona stafrænt.“ Gefin út á mörgum tungumálum og seld mjög ódýrt Hvað á bókin að kosta? „Ég reikna með að verðið verði á bilinu 2-5 dollarar. Ég mun reyna að hafa þetta sem allra ódýrast.“ Ég sé í fréttatilkynningunni að þú ert ekki að skrifa þetta einn, heldur er vinur þinn Wayne Michaels að aðstoða þig við þetta? Hvernig kynntust þið? „Ég held ég hafi hitt hann á einhverju ferða- lagi fyrir mörgum árum síðan og við héldum sambandi. Hann hjálpaði mér að koma þessu í orð. Þetta átti fyrst að vera ævintýri Hlyns en ekki Magnúsar. Hann hittir ísbjarnarunga sem heitir Póló og saman fara þeir í ævintýraleit. Mér fannst nöfnin hljóma vel, Hlynur og Póló. Svo breyttum við því í Magnús, bókin kemur út á svo mörgum tungumálum, að þótt Hlynur hljómi vel á íslensku að þá hljómar það ekki vel á spænsku. Magnús er þekktara víkinganafn og bara samtímanafn í heiminum. Bókin er fallega myndskreytt og það er hægt að smella á það sem maður sér og þá heyrast hljóð, eins og til dæmis ef maður smellir á kind- ur þá jarma þær og þessháttar. Það verður hægt að nálgast bókina á Google Play, Itunes, Amazon og á heimasíðu okkar www.icepano.com. Það er líka mögulegt að kaupa bókina fyrirfram í gegnum karolinafund og þannig styrkja útgáfuna. Hún verður á ís- lensku, ensku, spænsku og norðurlanda- málum,“ segir Pétur. Hugmyndin að víkingabókinni kviknaði á fæðingardeild í Guatemala  Stafræn barnabók kemur út sem segir frá ævintýraleit víkingastráks  Höfundurinn er lesblindur Víkingaferðir Pétur er höfundur bókarinnar en hann er búinn að búa í Guatemala í tíu ár. Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson kemur út á ensku í janúar 2017 og verður dreift í Bandaríkjunum og Kanada í gegnum Macmillan samsteypuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu, en nýverið samdi Rétt- indastofa Forlagsins við Eddu USA um útgáfu á bókinni vestanhafs. „Mikil hefð er þar ytra fyrir vísindum og tilraunum í kennslu og fellur Vísindabók Villa einstaklega vel að þeirri hefð. Við erum mjög spennt fyrir útgáfunni,“ er haft eftir Tinnu Proppé hjá Eddu USA í tilkynningunni. Þar er rifjað upp að Vilhelm Anton fjalli í bókinni á skemmtilegan og einfaldan hátt um rafmagn, sólina, eld- flaugar, blóð, atóm, vind, dulmál og margt fleira. Auk þess sé að finna í bókinni fjölda tilrauna sem auðvelt er að gera heima. Vísindabók Villa gefin út í Norður-Ameríku Vilhelm Anton Jónsson Auður Jónsdóttir rithöfundur, Tinna Hrafnsdóttir leikkona, leikstjóri og framleiðandi, og Valgerður Bene- diktsdóttir hjá Réttindastofu For- lagsins undirrituðu í gær vilja- yfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr metsölubók Auðar, Stóra skjálfta, sem fyrirtæki Tinnu, Freyja Filmwork, mun framleiða. Margrét Örnólfsdóttir verður annar tveggja handritshöfunda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu. Þar er rifjað upp að Stóri skjálfti kom út hjá Máli og menningu fyrir síðustu jól og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem og Menningarverðlauna DV, en bókin var valin besta íslenska skáldsagan að mati íslenskra bóksala. „Ég er verulega ánægð og þakklát fyrir traustið. Þetta er gríðarlega sterk og áhrifamikil saga og margt við efnistök höfundar sem er mjög spennandi fyrir kvikmyndamiðilinn. Að fá Margréti Örnólfsdóttur til liðs við okkur er líka mikill fengur,“ sagði Tinna Hrafnsdóttir við undir- ritunina. Stóri skjálfti verður kvikmynd Gleðifréttir Auður Jónsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir. Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.