Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 36
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Þessar íþróttaferðir mínar urðu fjöl-
margar og í minningunni renna þær
saman. En ferðin til Danmerkur fyrir
1965 var fyrsta utanlandsferðin hjá
mér og flestum félögum mínum í
þriðja flokki í fótbolta í Víkingi. Sem
slík stendur hún upp úr og á laugar-
daginn hitti ég strákinn sem ég gisti
heima hjá í Rödovre fyrir rúmlega
hálfri öld, en hann er tannlæknir í Ka-
lundborg. Við höfðum um nóg að tala
og strengurinn hefur aldrei slitnað al-
veg.“
Það er Jón Hermann Karlsson við-
skiptafræðingur sem hefur orðið.
Hann lék á sínum tíma fótbolta með
öllum flokkum Víkings, en handbolta
lék hann með sigursælu liði Vals og
var í nokkur ár fyrirliði íslenska hand-
boltalandsliðsins.
Á laugardag var blásið til endur-
funda er einn dönsku strákanna,
tannlæknirinn Jörgen Voss, kom til
landsins ásamt fjölskyldu sinni. Son-
ur seinni konu hans, Hönnu, er
kvæntur íslenskri konu, Sólrúnu,
sem er frá Selfossi og voru tvíbura-
dætur þeirra skírðar á Selfossi á
sunnudag.
Ferðalagið var mikið fyrirtæki
Jón, Ólafur Þorsteinsson, formaður
fulltrúaráðs Víkings, og Eggert Jó-
hannesson, þjálfari strákanna 1965 og
1966 og heiðursfélagi í Víkingi, tóku á
móti Jörgen og Hönnu Voss á laug-
ardaginn og sýndu þeim aðstöðu Vík-
ings í Fossvogi, gamla Víkingssvæðið
við Hæðargarð og síðan var horft á
fyrri hálfleik Víkings og FH í efstu
deildinni í fótbolta áður en grillað var
og mikið spjallað.
„Víkingur var að festa rætur í Bú-
staða- og Smáíbúðahverfinu á þessum
árum og mikill fjöldi stráka æfði með
félaginu,“ segir Jón. „Það var mikið
fyrirtæki að fara með allan hópinn til
Danmerkur fyrir 50 árum, hátt í 30
stráka, og fæstir höfðu áður farið til
útlanda. Hluti okkar bjó á heimilum í
Rödovre við Kaupmannahöfn og hinn
helmingurinn í Svinninge á Norð-
vestur-Sjálandi. Mér er minnisstætt
að við fengum að spila alla leikina á
grasi, en ekki á malarvöllum eins og
heima.
Varla nartað í þorskinn
Fyrsta kvöldið spurði mamma
Jörgens okkur Sigfús Árnason múr-
arameistara, sem bjó þarna líka, um
daglegt líf á Íslandi, uppáhaldsmatinn
og slíkt. Dönskukunnáttan var ekki
upp á marga fiska og ég muldraði eitt-
hvað um að soðinn fiskur væri mjög
oft á borðum. Þá spurði hún hvernig
fiskur og ég mundi ekki hvernig ýsa
er á dönsku svo ég sagði að soðinn
þorskur væri í miklum metum. Það er
ekki að orðlengja það að daginn eftir
var hausaður, en að öðru leyti heill
þorskur á fati í kvöldmatinn. Við borð-
uðum ekki mikið það kvöldið,“ segir
Jón og hlær að minningunni.
Danirnir heimsóttu Víking árið eft-
ir og bjó Jörgen þá heima hjá for-
eldrum Jóns á Tunguveginum. Þeir
voru í sambandi í nokkur ár á eftir og
hafði Jón á þessum tíma hug á að læra
læknisfræði, en Jörgen ætlaði í tann-
lækningar.
„Svo datt sambandið niður eins og
gengur, en Jörgen kom hingað á ráð-
stefnu 2008 og leitaði þá logandi ljósi í
læknatali að mínu nafni en fann það
náttúrlega ekki þar sem ég hafði farið
í viðskiptafræði. Árið 2010 datt mér í
hug að leita að honum á netinu og
fann tannlækni með þessu nafni í Ka-
lundborg. Þetta var réttur Jörgen og
við tókum upp samskipti. Ég hef sent
honum tölvupóst á netfang konunnar
hans, þar sem hann er ekki mjög
tölvusinnaður, og hann handskrifað
kort á móti. Þetta hafa verið notaleg
kynni og endurfundirnir skemmti-
legir,“ segir Jón H. Karlsson.
Endurfundir boltastrákanna
Fann ekki við-
skiptafræðinginn
í Læknatalinu
Á Víkingsvellinum Jón Hermann Karlsson, Hanna og Jörgen Voss, Ólafur Þorsteinsson og Eggert Jóhannesson.
Ólafur Þorsteinsson viðskiptafræðingur á sömuleiðis góðar minn-
ingar frá Danmerkurförinni 1965 og móttöku Dananna ári síðar. Hann
segir að þessi samskipti hafi verið ótrúlega skemmtileg og gefandi.
Vel hafi gengið að safna fyrir ferðinni og því hafi menn lítið þurft að
greiða úr eigin vasa.
„Ég dvaldi í Svinninge og bjó heima hjá manni sem hét Robert Ert-
man, en hann er látinn. Hann varð trompetleikari í hljómsveit Kon-
unglega leikhússins í Kaupmannahöfn og ég var alltaf í einhverju
sambandi við hann. Einu sinni mæltum við okkur mót á Strikinu í
Kaupmannahöfn og hann bauð mér í kaffi í leikhúsinu,“ segir Ólafur.
Hann rifjar upp að þessi samskipti hafi verið stórkostlega
skemmtileg, bæði fyrir hálfri öld og aftur um síðustu helgi. Strák-
arnir hafi fengið leyfi til að keppa við Danina á Melavellinum 1966
en ekki var algengt að yngri flokkar í fótbolta fengju að leika þar.
„Það var líka skemmtilegt að Jörgen hafði á orði að umgjörðin á fé-
lagssvæði okkar í Fossvoginum væri ekki ólík því sem þeir ættu að
venjast í Danmörku; gott klúbbhús, grænt gras og mikill trjágróður í
kring,“ segir Ólafur.
Í kaffi í leikhúsinu
ÓTRÚLEGA SKEMMTILEG OG GEFANDI SAMSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Hundrað köttum haldið í …
2. Laugavegur sprunginn
3. Gat ekki annað en kært Björn
4. Vöktun Heklu hefur verið …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Íslensku safnaverðlaunin verða af-
hent við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum í dag kl. 16. Dómnefnd skipuð
fimm sérfræðingum tilnefndi fyrr í
vor þau þrjú söfn sem til greina koma
í ár, en þau eru Byggðasafn Skagfirð-
inga, Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn og sýningin Sjónar-
horn í Safnahúsinu við Hverfisgötu
sem er samstarfsverkefni sex safna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Íslensku safnaverð-
launin afhent í dag
Sumarklassík í
Safnahúsinu á
Húsavík nefnist
ný tónleikaröð
sem tónlistar-
konan Lára Sóley
Jóhannsdóttir
stendur fyrir. Á
fyrstu tónleikum
raðarinnar í kvöld
kl. 20 leika Lára Sóley á fiðlu og
Dawn Hardwick á píanó. Á efnis-
skránni eru verk eftir m.a. Edward
Elgar og Jón Nordal.
Sumarklassík í Safna-
húsinu hefst í dag
Skuggatríó saxófónleikarans Sig-
urðar Flosasonar leikur á sumardag-
skrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtu-
loftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Meðleikarar Sigurðar eru Þórir Bald-
ursson á hammond-orgel og Einar
Scheving á trommur.
Tríóið leikur tónlist á
mörkum djass og blús
af fyrri plötum Sig-
urðar í þeim stíl
jafnframt því sem
flutt verða ný
lög í sama stíl.
Skuggatríó Sigurðar
Flosa á Múlanum
Á fimmtudag Austan og suðaustan 5-10 m/s og víða bjart, en 10-
15 og dálítil rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.
Á föstudag Austan 8-15 m/s og rigning, einkum suðaustan- og
austanlands, en úrkomulítið norðantil. Hægari um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða hægviðri, skýjað og úrkomulítið norð-
an- og austanlands, en annars skýjað með köflum og skúrir.
VEÐUR
„Krasnodar er frábært félag
sem mér líður vel hjá en ég
hef stærri drauma og maður
er alltaf að vinna með að
eitthvað stærra gerist á ferl-
inum. Hingað til hefur það
skilað mér til Rússlands en
ég vona að góð frammistaða
í Frakklandi skili mér eitt-
hvað annað,“ segir Ragnar
Sigurðsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu, um framtíð-
armöguleikana eftir frammi-
stöðuna á EM. » 1
Ragnar vonast til
að komast lengra
Kringlukastarinn ungi Guðni Valur
Guðnason verður á meðal keppenda á
Ólympíuleikunum í Ríó í næsta mán-
uði en Frjálsíþróttasambandið til-
kynnti í gær að hann færi þangað
ásamt þeim Anítu Hinriksdóttur og
Ásdísi Hjálmsdóttur. Guðni kveðst
stefna ótrauður að því að komast í
úrslit kringlukastsins á leikunum og
fara alla leið á
verðlaunapall
eftir fjögur
ár. » 1
Guðni Valur ætlar sér
að ná langt í Ríó
„Hann er frábær fyrirliði. Hann er
gríðarlega reyndur og miðlar reynslu
sinni til okkar yngri leikmanna. Það
er alveg sama í hverju við erum, það
er alltaf keppni hjá honum. Þegar við
erum í léttu sprelli eða leik á æfing-
um þá er keppni hjá honum. Þú
kemst ekki upp með neitt fokk,“ seg-
ir leikmaður ÍA um Ármann Smára
Björnsson. »2-3
Frábær og miðlar
reynslu til okkar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á