Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 6
6 Skammvinnu verkfalli sjómanna er lokið og þess beðið að úrslit verði kunn í atkvæðagreiðslu um samingana. Full ástæða var til að óttast að verkfall gæti orðið langvarandi ef það á annað borð hæfist en þegar að úrslitastundinni kom var orðið ljóst að stórum áfanga hefði verið lokið með samkomulagi um fiskverð. Enda fór það svo að VM samdi nokkrum klukkustundum eftir að verkfallið hófst og síðan sjómannafélögin nokkrum sólarhringum síðar. Áhrif verkfalls- ins verða því ekki veruleg þegar upp verður staðið. Deilur um fiskverð hafa verið einn af áberandi átakapunktum í umræðunni um sjávarútveg mörg undanfarin ár. Úr þeim jarðvegi hafa sprottið ýmsar hugmyndir um útfærslur, allt upp í kröfur um að allur fiskur skuli seldur á markaði og að skilið verði að fullu milli veiða og vinnslu. Á þessu bar í stefnumálum framboða fyrir nýaf- staðnar Alþingiskosningar, þó raunar hafi enn meira verið tekist á um þá hugmynd að efnt verði til uppboðs á aflaheimildum. Nú er það svo að mikill ávinningur er líka fólginn í því fyrirkomu- lagi að öflug sjávarútvegsfyrirtæki reki bæði útgerð og vinnslu. Það gefur auga leið að á þann hátt er betur hægt að stýra báðum þátt- um út frá stöðu afurðamarkaða hverju sinni. Þróun sjávarútvegs á Íslandi síðustu árin yfir í ferskafurðaframleiðslu gerir aðrar kröfur en áður. Vinnslan er mjög atvinnuskapandi fyrir landverkafólk en vissu- lega eru fjöldamörg landvinnslufyrirtæki sem alfarið treysta á kaup á fiski á mörkuðum að gera góða hluti einnig. Blanda af þessu tvennu er líkast til best. Á það hefur verið bent að aðskilnaður veiða og vinnslu í Noregi hafi sýnt fram á neikvæðar hliðar á því fyrir- komulagi. Til að mynda komi stór hluti þorskaflans á land á skömm- um tíma þegar auðveldast sé að ná í hann. Sem aftur á móti sé ekki hagfellt vinnslunni og mörkuðum. Og spyrja má hvort það sé besta leiðin gagnvart hámörkun verðmæta og umgengni um auðlind. Í reynslubanka Norðmanna í þessum efnum ætti að vera hægt að sækja og meta yfirvegað hver áhrif yrðu af aðskilnaði veiða og vinnslu. En hafi með sjómannasamningunum verið komið á meiri ró í deilurnar um fiskverðið þá er vel og tímabært. Sjávarútvegmálin eru bersýnilega þrætuepli í ríkisstjórnarmynd- un og jafnvel sögð vera ein af stærstu ástæðum þess að upp úr slitnaði í fyrstu umferð myndunar ríkisstjórnar að afloknum kosn- ingum. Ríkisstjórn verður aldrei mynduð þar sem allir fá allt sitt fram í þessum efnum. Kollvörpun á heilu fiskveiðistjórnunarkerfi, allur fiskur á markað, uppboð allra fiskveiðiheimilda, handfæraveið- ar frjálsar. Þetta eru allt atriði sem ákaft er talað fyrir af sumum stjórnmálamönnum en af öðrum er að sönnu líka bent á að hæg- fara breytingar og varfærni sé mun hagfelldari þjóðinni. Spurningin er hvort við séum á leið inn í kollvörpun eða þróun? Við höfum reynslu annarra til að sækja í og meta hvaða leiðir eru vænlegastar. En augljósasta leiðin er auðvitað sú að horfa á okkar eigin löngu reynslu í sjávarútvegi og viðurkenna að þrátt fyrir allt þá er verið að gera mjög margt afburðavel í sjávarútvegi á Íslandi í dag. Fyrsta tak- mark ætti að vera að varðveita þá stöðu. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Kollvörpun eða þróun? R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.