Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 17
17 „Það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á búsvæðum botndýra hér við land, einkum á djúp- slóð. Myndun hafsbotnsins í leiðangri nú á liðnu sumri er liður í því að safna gögnum um búsvæði á djúpslóð við Ísland. Lífríkið ásamt botngerð og fleiri þáttum voru skoðuð sam- hliða og ólík svæði flokkuð með tilliti til lífríkis og umhverfis- þátta,“ segir Steinunn Hilma Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, en hún var leiðangursstjóri á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmunds- syni í leiðangri sem farinn var í sumar. Skipstjóri var Guðmund- ur Sigurðsson. Notast var við neðansjávarmyndavélar og hafsbotninn myndaður í því skyni að safna saman gögnum um búsvæði hans við Íslands. Í leiðgangrinum var lífríkið við Djúpálinn og Halann myndað, sem og norðaustur af Horni, á Kolbeinseyjarhrygg og á kant- inum suður af Selvogsbanka. Hafið okkar helsta auðlind „Okkar helsta auðlind er hafið og því er þekking á lífríki þess og samspili við umhverfið mik- ilvæg. Á hafsbotninum er að finna fjölbreytt dýralíf og mörg ólík búsvæði sem bregðast á mismunandi hátt við álagi og umhverfisbreytingum. Með auknum kröfum um verndun viðkvæmra svæða og rann- sóknum á áhrifum botnveiðar- færa er ljóst að við þurfum að þekkja þessi svæði, útbreiðslu þeirra og ástand og meta hversu viðkvæm þau eru,“ segir Steinunn. Veður hafði töluverð áhrif á val rannsóknarsvæða á liðnu sumri, tækin sem notuð eru við rannsóknir eru mjög viðkvæm fyrir sjólagi. Til stóð að rannsaka svæði út af Vestfjörðum, en veður hamlaði því. Fjölgeisla- kort af hafsbotninum er for- senda þess að svæði séu rann- sökuð á þennan hátt. Búið var að fjölgeislamæla á svæðum bæði fyrir norðan og sunnan og var því ákveðið að færa rann- sóknina þangað þar sem sjólag var heppilegra á þeim tíma sem rannsóknin stóð en fyrir vestan. Sæfífill á 800 m dýpi í kantinum úti fyrir Selvogsgrunni. Sand og malarbotn. Rauð sævesla, mjúkur kórall, svampar af ýmsum gerðum, slöngustjörnur og möttuldýr. Kolkrabbi á 800 m dýpi í kantinum úti fyrir Selvogsgrunni. Sæfífill ásmt mjúkum kóral og fleiri dýrum á hörðum botni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.