Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 21
21
þegar sýnendur vilji ræða við
viðskiptavini. Aðkoma sé einnig
góð að húsinu fyrir bæði sýn-
endur með sínar vörur, sem og
gesti.
„Það var mikill fjölbreytileiki
á sýningunni. Þarna voru stór
fyrirtæki sem þjóna sjávarút-
veginum með mjög fjölþættar
lausnir og líka einstaklingar í
litlum fyrirtækjum með fram-
sæknar lausnir, tæki og þjón-
ustu. Undirbúningur var mikill
en þetta hefði ekki verið hægt
nema með frábæru samstarfi
við fagaðila. Þar vil ég sérstak-
lega nefna IcelandTravel, At-
hygli og Sýningarkerfi,“ segir
Ólafur
Þegar byrjað að bóka á næstu
sýningu
Í ljósi hinna afar jákvæðu við-
bragða sýnenda og gesta hefur
verið ákveðið að halda næstu
sjávarútvegssýningu eftir þrjú
ár í Höllinni. „Við gerðum skoð-
anakönnun meðal sýnenda þar
sem yfirgnæfandi meirihluti
taldi að hæfilegt væri að hafa
slíka sjávarútvegssýningu á
þriggja ára fresti. Því höfum við
ákveðið að sýningin verði hald-
in dagana 25.-27. september
2019. Og það er ánægjulegt að
segja frá því að fyrirtæki eru
þegar byrjuð að panta bása á
sýninguna 2019 og sum vilja
stækka sýna bása. Þá hafa líka
borist margar fyrirspurnir frá
fyrirtækjum sem voru ekki á
sýningunni í ár en horfa björt-
um augum til þátttöku eftir
þrjú ár.“
Tækjabúnaður, nýjungar, þjónusta. Allt þetta og margt fleira mátti sjá og fræðast um á gólfi Laugardalshallar
sýningardagana þrjá. Ný sýning er boðuð eftir þrjú ár.
Um 12000 gestir sóttu sýninguna.