Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 25
25 voru upphaflega í þessu sem aukavinnu. Sigurður á sjó og Anton í annarri vinnu en síðan hefur starfseminni vaxið fiskur um hrygg og er núna nú nánast full vinna hjá þeim þremur. Á tímabili fengu þau fólk sér til aðstoðar þegar mikið var að gera við steikingar og afköstin lítil. Nú eru þau hins vegar kom- in með tvær öflugar pönnur og afköstin allt önnur og steikt margfalt meira í einu en áður. „Við byrjuðum selja Ásbirni Ólafssyni, heildverslun vörurnar okkar. Þeir byrjuðu á að taka 50 kassa á mánuði, í dag eru þeir að taka 600 kassa eða tæp þrjú tonn af forelduðum frystum vörum frá okkur, fiskiklatta, fiskibollur og grænmetisbollur. Auk þess seljum við ýsu í raspi, nætursaltaðan fisk, þorsk- hnakka og plokkfisk. Við kaup- um allan fisk í fiskréttina frá Stakkavík í Grindavík og Ísfiski í Kópavogi. Ásbjörn Ólafsson selur vör- urnar frá Víking sjávarfangi um allt land. Mikið fer í mötuneyti og skóla, til dæmis leikskóla á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akur- eyri kaupir mikið. Við erum sömuleiðis með mörg fyrirtæki sem við erum að selja beint. Við seljum líka í verslunarkeðjuna Iceland og í Seljakjör í Breið- holti. Sú verslun hefur verið með okkur frá byrjun og selur mikið af okkar vörum, græn- metisbollum, fiskibollum og fiskiklöttum, allt ferskt í borðinu hjá sér.“ Barningur Þetta var barningur til að byrja með og „er barningur enn í dag,“ segir Sigurður. Umhverfið er þannig að alltaf eru að koma nýir keppinautar inn á markað- inn sem, sumir hverjir eru að bjóða mjög lágt verð til að byrja með og það skekkir samkeppn- isstöðuna. Svo er innbyrðis samkeppni líka mikil og sem dæmi nefna þeir feðgar Sigurð- ur og Anton Fiskiskónginn sem hefur auglýst í hálft ár „tveir fyr- ir einn“ af nýsteiktum fiskiboll- um. Fyrstu tvö árin var fyrirtæk- ið bara í fiskibollum og það var ekki að ganga, enda báðir í annarri vinnu. Svo komu fiski- klattarnir og þá jókst salan og fyrir hver tíu kíló af bollum fóru um 100 af fiskiklöttum. Síðan komu grænmetisbollurnar og umsvifum jukust jafnt og þétt. „Við erum ekki með nein rot- varnarefni í okkar vörum. Þær eru eins ferskar og hægt er og án mjólkur, eggja og hveitis. Þannig svörum við eftirspurn markaðarins, sem vill holla og góða vöru og neytendur í dag eru meðvitaðir um hvað þeir eru að láta ofan í sig og lesa innihaldslýsingar. Sem enginn gerði hér áður fyrr. Allt okkar hráefni er vottað og viðurkennt. Við finnum það á viðmóti við- skiptavina okkar að þeim þykir varan góð og okkur gengur vel að kynna hana.“ Þeir byrjuðu með fiskboll- urnar og fleira við eldhúsborðið heima, „þar til konan rak okkur út. Við fórum þá í Mölvík hjá Stakkavík, en hér við Staðar- sundið erum við búnir að vera í rúm fjögur ár. Þetta húsnæði hentar okkur vel þó það sé ekki nema rúmir 100 fermetrar. Við erum að selja allt frosið frá okk- ur og það munar miklu og ein- faldar reksturinn. Við vorum áð- ur í fersku líka og seldum í verslanir og mötuneyti en það gekk einfaldlega ekki upp fyrir ekki stærri rekstur. Þetta var orðin vinna um nánast allar helgar, alltaf verið í vinnunni og aldrei frí.“ Fiskurinnminn.is Anton Þór er svo með fleiri járn í eldinum. „Við erum að þróa netsíðu fyrir fisk, sem við mun- um opna innan skamms. Hún mun heita fiskurinnminn.is Það er allt að færast inn í netheim- ana og við sjáum ekki mikið af fólki undir þrítugu eða á mín- um aldri fara út í fiskbúð til að kaupa fisk í matinn. Fólk hefur kannski líka ekki mikla þekk- ingu til þess að elda fisk. Við munum því bjóða fisk í neyt- endapakkningum fyrir heimilin. Harðfisk, gellur, siginn fisk, fiski- bollur, fiskiklatta og stefnum á að vera með frosinn og ferskan fisk og alls konar hátíðatilbrigði þegar það á við eins og hrogn og lifur á vetrarvertíðinni. Við ætlum okkur að reyna að þróa okkur áfram í þessu. Fólk fer þá inn á síðuna og pantar sér í körfu og greiðir annað hvort með millifærslu eða korti. Við munum þá keyra vörurnar út á Reykjanesi, eitthvað á Suð- urlandi og í Reykjavík. Hvað landsbyggðina að öðru leyti varðar nýtum við okkur vænt- anlega flutningaþjónustu Flytj- anda eða Samskipa. Þetta ætti að auka umsvifin hjá okkur. Við erum komnir á það stig þegar að sjá góða aukningu. Í fyrra var söluaukningin 46% á vörum hjá okkur bara hjá Ásbirni Ólafssyni og svipað árið á undan. Við sjáum svo góða möguleika í netversluninni,“ segir Anton Þór. Anton segir að það geti ver- ið mjög erfitt að komast með vörur inn í verslanir. Mönnum sé þá oft stillt upp við vegg af innkaupastjórum, sem ekki vilja vöruna nema á verði sem þeir tiltaka, jafnvel þótt varan sé betri og hreinni en sú vara sem þeir séu með fyrir. Öflugar og góðar steikarpönnur eru nauðsynlegar til að ná góðum af- köstum. Allt á fullu við steikinguna. Anton Þór, Sigurður Garðar og Anna Hanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.