Ægir - 01.08.2016, Blaðsíða 23
23
stífari og þolir betur hnjask við
frekari meðhöndlun og dregur
úr losi fiskvöðvans. Eftir fryst-
ingu er betra að geyma makríl
við -24°C en -18°C, en mikil-
vægt er að makríllinn sé
geymdur við stöðugt hitastig til
þess að varðveita gæði afurð-
anna sem lengst.
Jafnt og þétt yfir veiðiárið
„Við höfum í okkar rannsóknum
lagt áherslu á að rannsaka
makrílinn jafnt og þétt yfir
veiðiárið en kannski sér í lagi
þegar hann er hvað viðkvæm-
astur. Niðurstöðurnar hafa skil-
að góðum árangri með auknum
verðmætum sem allir hafa
ávinning af,“ segir Magnea.
„Grunnurinn að okkar velsæld
er sjávarfangið og því er auðvit-
að mjög mikilvægt að við höf-
um kunnáttu og getu til að
skapa sem mest verðmæti úr
því. Jafnframt þurfa þau mat-
væli sem við framleiðum að
vera örugg og af bestu fáan-
legu gæðum. Ný verðmæta-
sköpun og þróun verður því
ekki skilin frá rannsóknum, það
verður engin veruleg nýsköpun
án rannsókna.“
Magnea segir að makríllinn
sé veiddur á hreinu og öruggu
hafsvæði og aðskotaefni í mat-
vælum af okkar veiðislóð séu
innan þeirra marka sem sett
hafa verið. Fram á slíkt sé þó
ekki hægt að sýna nema með
stöðugum rannsóknum.
Náið samstarf skilar árangri
„Þó svo að við séum rétt að
byrja má samt segja að við sé-
um komin nokkuð áleiðis og
þær útgerðir sem tekið hafa
þátt í makrílverkefnunum með
okkur og lagt þar mikið af
mörkum hafa notið ávinnings-
ins þegar kemur að meðhöndl-
un annarra uppsjávartegunda,“
segir Magnea og bendir á að
víða um land séu fyrirtæki að
þreifa sig áfram með vinnslu
nýrra afurða. Sem dæmi nefnir
hún að nýverið fékk heitreyktur
makríll frá Sólskeri, þróaður í
matarsmiðju Matís á Höfn gull-
verðlaun í norrænni matvæla-
samkeppni. „Þetta sýnir okkur
að með nánu samstarfi atvinnu-
lífsins og þeirra sem starfa í
rannsóknarumhverfinu getum
við náð árangri og skapað auk-
in verðmæti,“ segir Magnea.
Niðurstöður viðamikilla rannsókna sem Matís hefur gert undanfarin
misseri í samstarfi við helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins á makríl
hafa skilað sér í auknum verðmætum og mun betri nýtingu á afurðum
makrílsins.