Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 17
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Oft þegar ný tækni kemur fram á sjónarsviðið veltum við því fyrir okkur hvort hún geti skaðað okkur á einhvern hátt. Það var eftirminnilegt þegar amma kall- aði á okkur barnabörnin að hanga ekki yfir sjónvarpinu, það færi illa með augun. Það reyndist þó ekki rétt en getur það haft einhver áhrif á augun í okkur að góna á skjá alveg við nefið á okk- ur allan daginn? Ólafur Már Björnsson augn- læknir er mikill græjukarl og segir hættuna af sýndarveru- leikagleraugum ekki mikla og geti fyrst og fremst valdið þreytu. „Þegar þú horfir á eitt- hvað langt frá þér í sýnd- arheimi ertu ekki endilega að horfa á eitthvað nálægt þér þó svo að skjárinn sitji nánast á nefinu á þér. Þú fókuserar frá þér á hluti sem eru langt í burtu í sýndarumhverfi. Það að hafa skjáinn á nefinu ætti því ekki að skaða augun en getur í versta falli valdið þreytu í augum og mögulega ýtt undir þróun vægr- ar nærsýni.“ Morgunblaðið/Golli Eitt af mörgum umhverfum sem eru í vinnslu hjá Breakroom. Tölvuskjárinn verður allt í kringum þig og hægt að vinna í mörgum skjölum í einu án þess að fjárfesta í stærri skjá. Bandaríski flugherinn nýtir sér sýndarveruleikatæknina til að þjálfa flugmenn. Hér má sjá hrátt umhverfi sem er enn í hönnun hjá Breakroom og gæti orðið framtíðar vinnusvæði einhvers. Það verður bæði auðvelt og einfalt að hoppa milli glugga í sýndarveruleika. ’Þú gætir verið að skrifa þessa grein á strönd-inni en síðan tekið af þér sýndarveruleika-gleraugun, staðið upp og fengið þér kaffibolla meðvinnufélögunum. Þá spyr maður sig hvort fyrir- tæki gætu ekki sparað gólfpláss því hver þarf stór skrifborð ef það eina sem þú þarft er góður stóll, þráðlaust lyklaborð og sýndarveruleikagleraugu?“ Eru sýndarveruleikagleraugu hættuleg augunum? Ólafur Már Björnsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.