Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 25
Trémunir á fagurgrænum skáp.
Baðherbergið er nýuppgert en Frosti gætti þess að upp-
runalegur stíll hússins fengi að njóta sín.
Frosti Friðriksson er menntaður myndlistarmaður ogbakari og tók framhaldsmenntun í leikmyndahönn-un, sem hann hefur starfað við undanfarin 10 ár.
Á heimilinu má því finna marga heillandi muni sem
Frosti segist hafa sankað að sér í gegnum tíðina.
Húsið er gamalt steinhús frá árinu 1926.
„Þetta er einbýlishús á þremur hæðum. Hver hæð er
frekar lítil og er húsið byggt í svokölluðum „british town-
house“-stíl. Það er ekki mikið pláss fyrir stór húsgögn þótt
litlu rýmin hafi alveg sjarma út af fyrir sig,“ útskýrir
Frosti sem segist heillast af skandinavískum og breskum
innanhússstíl, þrátt fyrir að eltast ekki mikið við stíla sjálf-
ur.
Hann segist jafnframt hafa haft það hugfast þegar hann
innréttaði húsið að reyna að halda í sjarmann sem húsið
býr yfir sem gamalt hús. „Ég vildi alls ekki vera að setja
nýjar innréttingar og reyndi því að velja hlutina inn í stíl
hússins, bera virðingu fyrir uppruna þess og reyna ekki
breyta í annan áratug.“
Aðspurður hvaðan hann sæki innblástur segist Frosti
vera rosalega hrifinn af léttum skandinavískum blæ. „Mér
finnst hann mjög heillandi þó svo að arkitektúrinn hjá mér
bjóði ekki upp á það. En allt svoleiðis finnst mér rosalega
skemmtilegt. Líka íslenski sveitastíllinn, ef maður passar
sig að fara ekki of langt með það,“ útskýrir Frosti og hlær.
Spurður að lokum hvað sé á óskalistanum inn á heimilið
svarar Frosti:
„Það eru svalir. Ég er að fara að setja svalahurð og
glugga út. Það verður svakaleg breyting. Ég er reyndar að
fá píanó en það er þó ekkert pláss við það. Það væri þó
kannski frekar á óskalistanum að losna við veggi.“
Eldhúsið er innréttað og flísalagt á heillandi hátt í anda hússins.
Sjarmerandi heimili í
miðbænum
Frosti Friðriksson hefur komið sér vel fyrir í afar heillandi einbýlishúsi
í miðbæ Reykjavíkur. Veggirnir eru skreyttir áhugaverðri myndlist og
húsgögnin eins og þau hafi verið sniðin inn á heimilið.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Frosti Friðriksson, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður.
Falleg tekkkommóða í borðstofunni. Frosti reynir að
halda í upprunalegan stíl hússins.
21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
LÝKUR Á SUNNUDAG
EKKI MISSA AF ÞESSU
* Taxfree tilboðið gildir
öllum vörum nema
vörum frá IITTALA og
SKOVBY og jafngildir
19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkiss-
jóður virðisaukaskatt af
söluverði.
Afslátturinn er alfarið á
kostnað Húsgagnahallar-
innar.