Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016
Ryan Lochte, sem virðist
vera höfuðpaurinn í málinu,
er langþekktastur fjórmenn-
inganna, eða eigum við að
segja „fjörmenninganna“?
Hann er 32 ára gamall og býr
að tólf ólympíuverðlaunum,
þar af sex gullverðlaunum,
sem þýðir að aðeins ofur-
mennið Michael Phelps hefur
gert betur á leikunum gegn-
um tíðina. Lochte hefur verið
duglegur að koma
fram í fjölmiðlum
undanfarin ár,
ekki síst sjón-
varpi, og hef-
ur á sér
ákveðinn
glaumgosa-
stimpil.
Á sunnudaginn var upplýstimóðir Ryans Lochte, semkeppti fyrir hönd Banda-
ríkjanna í sundi á Ólympíuleikunum
í Ríó, að sonur hennar hefði verið
fórnarlamb vopnaðs ráns í borginni
eftir að hann lauk keppni. Hvorki al-
þjóðaólympíunefndin né bandaríska
ólympíunefndin könnuðust við málið
en bandaríska pressan fór eigi að
síður á stúfana og staðfesti Lochte
þetta sjálfur í tveimur viðtölum í vik-
unni. Bófar í dulargervi lögreglu-
manna hefðu rænt hann og þrjá fé-
laga hans úr sundlandsliðinu
veskjunum og beint að honum byssu
þegar hann neitaði að leggjast í göt-
una. Þetta átti að hafa gerst að
næturlagi eftir að þeir höfðu verið að
skemmta sér.
Lochte flaug heim til Bandaríkj-
anna á þriðjudaginn en næsta vend-
ing í málinu var þegar tveimur fé-
lögum hans úr sundlandsliðinu,
Gunnar Bentz og Jack Conger, var
haldið eftir í Ríó þegar þeir hugðust
snúa heim degi síðar. Voru þeir sótt-
ir alla leið út í flugvél. Ástæðan var
sú að lögreglan vildi yfirheyra þá
vegna hins meinta ráns. Fjórði mað-
urinn, James Feigen, var settur í
farbann.
Þegar lögregla fór að rannsaka
málið kom í ljós að misræmi var í
framburði fjórmenninganna, auk
þess sem skanni við innganginn að
ólympíuþorpinu staðfesti að þeir
voru allir með veskin á sér þegar
þeir sneru heim téða nótt. Hverju
hafði þá verið rænt af þeim?
Við nánari eftirgrennslan fundust
myndir af fjórmenningunum úr ör-
yggismyndavél á bensínstöð, sem
vörpuðu betra ljósi á málið.
Í raun höfðu fjórmenningarnir
lent í útistöðum við öryggisverði á
bensínstöðinni. Þeir höfðu áð á stöð-
inni á leið sinni heim í ólympíuþorpið
úr samkvæmi til að nota salernið.
Þar mun einn þeirra hafa unnið
skemmdir og fyrir vikið áttu örygg-
isverðirnir sitthvað vantalað við þá.
Skipuðu þeim út úr bílnum sem þeir
voru í og kröfðust greiðslu vegna
skemmdanna. Það kom til snarpra
orðaskipta og öryggisverðirnir
drógu vopn úr slíðri. Það staðfesta
myndir úr öryggismyndavélinni.
Málið leystist þegar sundkapparnir
drógu fé úr pússi sínu og bættu
bensínstöðinni tjónið. Að því búnu
héldu þeir leiðar sinnar, ásamt
tveimur ónafngreindum konum, sem
voru í för með þeim.
Allt kom þetta fram á fundi lög-
reglustjórans í Ríó, Fernandos Ve-
loso, með fréttamönnum síðastliðinn
fimmtudag. Þar kom einnig fram að
hvorki Bentz né Conger hefðu leitt
lögreglu á villigötur, aðeins Lochte
og Feigen. Þá segir lögregla í Ríó að
tveir þeir fyrstnefndu geri Lochte
ábyrgan fyrir lygunum; hann hafi
verið ölvaður og illa fyrirkallaður.
Svo því sé til haga haldið þá er
Lochte sá eini fjórmenninganna sem
hefur opinberlega haldið því fram að
þeir hafi verið rændir.
Óásættanleg framkoma
Bandaríska ólympíunefndin hefur
staðfest það sem kom fram á frétta-
mannafundinum og ávítað sund-
mennina fjóra.
„Framkoma þessara íþrótta-
manna er óásættanleg og endur-
speglar ekki þau gildi sem banda-
ríska ólympíuliðið og mikill þorri
liðsmanna stendur fyrir,“ segir í
yfirlýsingu frá nefndinni. „Við mun-
um skoða málið betur og hvort það
kemur til með að hafa afleiðingar
fyrir téða íþróttamenn þegar við
komum heim til Bandaríkjanna.“
Ekki nóg með það. „Fyrir
hönd bandarísku ólympíu-
nefndarinnar biðjum við gest-
gjafa okkar hér í Ríó og bras-
ilísku þjóðina alla velvirðingar á
þessum ósköpum á móti sem ætti
með réttu að snúast um það að gleðj-
ast yfir afrekum.“
Bandaríska sundsambandið tók í
sama streng fyrir helgi og harmaði
dómgreindarbrest sinna manna.
„Það eru vonbrigði að þeir hafi beint
athyglinni frá framúrskarandi ár-
angri bandarískra sundmanna og
annarra í bandaríska liðinu á Ólymp-
íuleikunum,“ sagði Chuck Weigus,
formaður sundsambandsins.
Enda þótt fjórmenningarnir gætu
átt ákærur yfir höfði sér vildi tals-
maður mótshaldara í Ríó ekki gera
mikið úr atvikinu í samtali við fjöl-
miðla. „Við verðum að átta okkur á
því að þessir strákar voru að reyna
að skemmta sér,“ sagði Mario And-
rada. „Þeir komu hingað og vörðu
heiður þjóðar sinnar sem best þeir
gátu undir gríðarlegri pressu að
undangengnum stífum æfingum í
fjögur ár. Mér skilst að málið sé í
rannsókn en pönkumst ekki á þess-
um piltum. Stundum verður mönn-
um á og þeir iðrast þess á eftir.
Hvers vegna ættu þessir sundmenn
að biðjast afsökunar? Þeir skemmtu
sér, gerðu mistök, sem kemur fyrir
bestu menn, og lífið heldur áfram.“
Fordæma
„fjörmenn-
ingana“
Bandaríska ólympíunefndin hefur snuprað Ryan
Lochte og þrjá aðra úr sundlandsliðinu fyrir að
skrökva því að þeir hafi orðið fyrir vopnuðu ráni í
Ríó til að breiða yfir drykkjulæti í skjóli nætur.
Jack Conger og
Gunnar Bentz á
flugvellinum í Ríó.
Afreks-
maður í
lauginni
AFP
Ryan Lochte á blaðamannafundi í Ríó
áður en næturbröltið komst í hámæli.
Mér skilst að málið sé í rannsókn en pönkumst ekki á þessum
piltum. Stundum verður mönnum á og þeir iðrast þess á eftir.
Mario Andrada, talsmaður mótshaldara í Ríó.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
BANDARÍKIN
NEWYORK Stytta af forsetaframbjóðandanum Donald Trump
kviknöktum var fjarlægð af Union Square á fimmtudaginn, skömmu
eftir að hópur anarkista sem kallar sig INDECLINE kom henni þar
fyrir. Fór listaverkið fyrir brjóstið á ýmsum, ekki síst sú staðreynd
að frambjóðandinn var án hreðja. Sams konar styttum var komið
fyrir á sama tíma í San Francisco, Los Angeles, Cleveland og Seattle.
SPÁNN
MADRÍD Menn eru loksins bjartsýnir
á að unnt verði að binda enda á sex
mánaða stjórnarkreppu í landinu eftir
að starfandi forsætisráðherra, Mariano
Rajoy, féllst á kröfur miðjuflokksins
Ciudadano og samþykkti að bera störf
sín undir þingið í atkvæðagreiðslu. Með
þessu ættu
Spánverjar að
komast hjá
þriðju þing-
kosningunum á
aðeins einu ári.
BRASILÍA
RÍÓ Augu allra Keníumanna verða á Wesley
Korir þegar keppendur í maraþonhlaupi karla
á Ólympíuleikunum verða ræstir á sunnu-
daginn. Hann er í sérlegu uppáhaldi meðal
þjóðarinnar enda hefur hann barist af þunga
fyrir því að draga úr örbirgð í landinu og á
nú sæti á þjóðþinginu. Korir ólst sjálfur upp í
sárri fátækt en hefur brotist til efna án þess þó að gleyma uppruna sínum.
MEXÍKÓ
MICHOACÁN
Mannréttindasamtök hafa
sakað lögregluna um að hafa
myrt 22 á búgarði í héraðinu
á síðasta ári, flutt líkin á brott
og komið skotvopnum fyrir til
að láta líta út fyrir að skot-
bardagi hafi átt sér stað. Einn
lögreglumaður á að hafa fallið í
átökunum. Lögregla vísar þess-
um ásökunum alfarið á bug.