Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 LESBÓK Hann er ritstjóri hjá mánaðar-lega bókmenntatímaritinuOne Story. Hann kennir meistaranemum í ritlist við City Uni- versity of New York, nemendum við Center for Fiction-stofnunina, en þó mest hjá One Story, sem býður upp á fjölmörg ritnámskeið. Í júní sendi hann frá sér fimmtu bók sína; smá- sagnasafnið The Dream Life of Astronauts og hlaut glimrandi dóma fyrir. Bókin fyrir utan gluggann „Okkur vinina hafði alltaf langað að fara til Íslands, þar sem það leit allt öðruvísi út en allt annað sem við höfð- um séð,“ segir Patrick, sem kom fyrst til Íslands sumarið 2013. „Fyrst leit ekki út fyrir að ég kæmist í ferðina sem við vorum búnir að skipuleggja saman þrír. Ég var að vinna fyrir breska bókmenntarímaritið Granta en það ákvað að leggja niður skrif- stofuna í New York. Þar með fékk ég góðan starfslokasamning og gat skellt mér,“ segir Patrick, sem virðist hress með þau málalok. „Ég ætlaði alltaf að vera búinn að lesa Sjálfstætt fólk áður en ég kæmi en tókst það ekki, svo það endaði á því að við félagarnir lásum allir bók- ina meðan á ferðinni stóð. Á hverjum morgni spjölluðum við um það sem var að gerast í bókinni. Það var eins og að vera í litlu ferðalestrarfélagi.“ segir Patrick og hlær að minning- unni. Patrick er ekki frá því að hann hafi með lestri bókarinnar öðlast dýpri skilning á íslensku þjóðarsálinni. „Ég held að karaktereinkenni Bjarts og stað- festa hans séu dæmigerð fyrir kraft og sérstöðu Íslendingsins. Á ferðalaginu sér maður með eigin aug- um húsin sem fólkið bjó í og aðstæð- urnar sem það bjó við. Hvar sem maður leit út um bílgluggann var eins og að horfa á atriði beint upp úr bók- inni. Maður getur ímyndað sér að það þurfti bæði viljastyrk og þrjósku til að geta búið við þessar aðstæður, ein- mitt það sem Bjartur stendur fyrir,“ segir Patrick, sem fannst bók mjög áhrifarík og oft fyndin líka. „Í Stykkishólmi gistum við hjá eldra fólki og þegar konan var að vísa okkur til herbergis sá hún eintak af bókinni hjá vini mínum. Þá sögðum við henni að við værum allir að lesa bókina, og henni fannst það svo dásamlegt að hún táraðist af gleði!“ Líf í skugga geimstöðvar Svo vill til að Patrick er hálfgerður eyjarskeggi sjálfur. Hann ólst upp á eyju rétt fyrir utan Flórídaskagann sem heitir Merritt Island. Rétt hjá æskuheimili Patricks stendur eld- flaugaskotpallur NASA, þaðan sem öllum helstu eldflaugunum með fólk innanborðs var skotið. „Þegar ég bjó þar voru íbú- ar um 20 þúsund og NASA var aðalvinnuveitandinn. Mamma var ritari þar og pabbi sá um myndavélarnar sem fréttamenn fengu lánaðar hjá stofnuninni.“ - Langaði þig að verða geim- fari? „Já, en bara í vísindasögu- legum skilningi. Mig langaði ekki að vinna hjá NASA, bara lenda í geimævintýrum eins og þeim sem ég sá í sjónvarpinu og fannst æð- isleg. Ég hitti aldrei geimfara, og samt var skotpallurinn ekki nema 300 metra frá húsinu mínu.“ Smásögurnar í The Dream Life of Astronauts gerast einmitt í skugga NASA-stöðvarinnar á Merritt Island. „Ég var að reyna að skrifa um venjulegt fólk og þegar hlutirnir ganga ekki upp í lífinu. Lífið er alltaf það sem þú vilt að það sé og svo það sem er í raun og veru.“ Patrick segir að í þessu samfélagi hafi margt farið öðruvísi en fólkið vonaði. „Á seinni helmingi sjötta áratugar- ins voru miklar vonir og væntingar bundnar við svæðið. Kennedy lofaði að koma okkur til tunglsins áður en áratugurinn væri úti, og þegar við fluttum þangað fyrst árið 1968 var þetta bjartur og skínandi staður, fal- legur, ódýr og næga vinnu að fá. En um miðjan áttaunda áratuginn fór að síga á ógæfuhliðin fjárhagslega, jafn- vel á meðan Apollo-áætlunin var í gangi, og fólk missti vinnuna. For- eldrar mínir fluttu þá í burtu. Lífið þarna lifnaði víst eitthvað við eftir að Lífið í raun og veru Bandaríski rithöfundurinn, ritstjórinn og ritlistarkennarinn Patrick Ryan kom út tárum á eldri konu í Stykkishólmi þegar hann sagði henni að þeir ferðafélagarnir væru allir að lesa Sjálfstætt fólk. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Patrick Ryan Á bakhlið kversins Bréf, áeggjanir og hugleið- ingar um lífsbrandarann segir svo: „Þetta kver er illkynja æxli á sálinni. Kauptu mig og þú færð afgreiðslu hér vinan.“ Í kynningu á kverinu seg- ir höfundur þess, Ólafur Guðsteinn Krist- jánsson, vafamál hvort það sé fallegt eða mann- bætandi. Höfundinum þykir þó vænt um afkvæmi sitt, þótt það eigi til að vera helst til óstýrilátt og ódælt eins og afkvæma sé oft siður. Das Gott, die Gott, der Gott forlag gefur út. Úr lausblaðabók, ljóðævi heitir ljóðasafn Ingvars Gíslasonar, fyrrverandi alþingismanns og ráð- herra, sem Eikja gefur út. Í bókinni er safn ljóða frá ýmsum tímum, það elsta frá 1946. Í bókinni eru einnig þýðingar Ingvars á ljóðum eftir ýmis skáld, þar á meðal Seamus Heaney, José Martí, Robert Burns, Róa Patursson, Johann Wolfgang von Goethe og Henrik Ibsen. Þetta er önnur ljóðabók Ingvars, en örljóða- bókin Aldahvörf kom út í fyrra. Ljóðævi Ingvars Gíslasonar Skáldsagan Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes kom út fyrir fjórum árum og varð víða vinsæl. Nú hefur verið gerð kvikmynd eftir henni og var frumsýnd í sumar. Bókin segir frá ungri konu sem fær vinnu við að sjá um auðkýfing sem fastur er í hjólastól eftir mótorhjólaslys og hefur misst alla lífslöngun. Bókin kom út á íslensku sama ár og hún kom út er- lendis, en er nú gefin út að nýju í tilefni af áð- urnefndri kvikmynd. Herdís M. Hübner þýddi, Veröld gefur út. Jojo Moyes endurútgefin Í skáldsögunni Ævintýri um dauðann segir Unnur Birna Karlsdóttir frá ungum manni sem er á hraðferð til Grindavíkur þegar ökuferðin breytist óforvarandis í feigðarflan. Í öðrum kafla bók- arinnar birtist ungi maðurinn aftur, en nú sem framliðinn áhorfandi að lífinu sem heldur áfram án hans. Þetta er önnur skáldsaga Unnar, en Það kemur alltaf nýr dagur kom út vorið 2012. Bjartur gefur út. Framliðinn áhorfandi Helstu verðlaun hins enska bókmennta- heims eru svonefnd Booker-verðlaun sem veitt eru ár hvert og hafa verið veitt frá 1969. Þau hafa oft ver- ið umdeild, til að mynda fyrir það hve fá- ar konur hafa fengið verðlaunin, en líka fyrir það að iðulega sé verið að verðlauna bækur sem almenna lesendur langi ekki að lesa, enda sé verðlaunanefndin skipuð atvinnules- endum og fræði- mönnum en ekki al- mennum lesendum. Breska dagblaðið The Guardian hrinti af stað verðlaunum í eins- konar samkeppni við Booker-verðlaunin fyr- ir nokkrum árum og þá einmitt með það fyrir augum að almennir les- endur fengju að tilnefna bækur og kjósa síðan um þær, einskonar And- Booker verðlaun, eins og heiti verð- Ekki Booker verðlaunin TILNEFNINGAR Illkynja æxli á sálinni 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.