Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Qupperneq 37
séu ekki enn farnir út, þótt ákvörðunin hafi verið tekin. Ógnaröldin gæti því enn skollið á. En breskir fjölmiðlar slá ekki slíkum skildi fyrir sig. Þeir vita að samkvæmt hrakspánum áttu flest áhrifin að koma til um leið og úrsögn yrði ákveðin. Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra, gekk einna lengst í spám sínum um ógöngur þær sem fylgja myndu útgöngu, eins og dagur fylgir nótt. Hann, eins og nær öll elítan, trúði því að ekki myndi reyna á þessar spár. Þær myndu duga til sigurs á „brexit“. Forsætisráðherrann þótti „toppa“ þegar hann gaf til að kynna að úrsögn úr ESB myndi veikja svo öryggi vest- urlanda að ekki mætti útiloka að þriðja heimsstyrjöldin skylli á. Cameron ákvað „að axla ábyrgð“ og sagði af sér embætti með tilkynningu að morgni kosninganætur. Helsti sam- starfsmaður ráðherrans, Osborne fjár- málaráðherra, dró ekki af sér í hræðsluáróðrinum. Hann sagði á blaðamannafundi að sigruðu út- göngumenn myndi hann þurfa að leggja fram neyðarfjárlög um nið- urskurð og hækkun skatta. Fyrirrenn- ari hans, „Íslandsvinurinn“ Alistair Darling úr Verkamannaflokknum, stóð við hlið Osborne til að undirstrika réttmæti og alvöru þessarar hótunar. Örfáum dögum eftir úrslitin neyddist Osborne til að viðurkenna að ekki stæði til að leggja fram neyðarfjárlög. Fáeinum vikum síðar fleygði May for- sætisráðherra Osborne út úr rík- isstjórn. Fullyrt var af breskum efnahags- stofnunum að húsnæðisverð myndi hrynja og verða í árslok 2017 orðið tæplega 20% lægra en fyrir atkvæða- greiðsluna, segðu menn „út“. Enn ein firran. Nýjustu hagtölur sýna að húsnæð- isverð hefur staðið í stað eða hækkað lítillega eftir úrslitin. Breskar fjár- málastofnanir og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (sem hrapaði í áliti er birt var skýrsla um meðvirkni hans með evrunni) fullyrti að „brexit“ myndi leiða til stórfellds atvinnuleysis. Allt hefur farið á annan veg. Atvinnustigið hefur ekki um langa hríð mælst hag- Ekkert að marka „öftustu röð“ Cameron fékk Obama forseta til að leggja sitt af mörkum. Hann skoraði á Breta að segja nei við útgöngu og bætti pantaðri hótun við í lok máls síns: Færu Bretar úr ESB myndi það taka þá langan tíma að fá fríversl- unarsamning við Bandaríkin. „Bretar yrðu settir aftastir í röðina.“ Þetta þótti mörgum óboðleg hótun í garð þjóðarinnar með „ hið sérstaka sam- band“ við Bandaríkin. En nú hefur verið áréttað að auðvitað verði ekki komið þannig fram við Breta og eru þreifingar um fríverslunarsamninga þegar hafnar! „Falin er í illspá hverri, ósk um hrakför sýnu verri,“ segir kletta- fjallaskáldið í kunnu kvæði um Jón hrak. Ekki má ætla, að þeir sem sjóða saman hrakspár í stórpólitískum til- gangi, bindi vonir við að illspárnar gangi eftir, láti fjöldinn ekki hræðast. Þá væri verið að segja að þar færu þjóðníðingar sem er óþarft með öllu. En það færi hins vegar mun betur á því, að spámenn, sem hefðu farið of- fari, létu í leikslok svo lítið að biðja þjóð sína, hvort sem hún er íslensk eða bresk, forláts á framgöngu sinni. Er þess von? Lítil. felldara en það mælist nú. Hagspekingar fullyrtu að „stóra stökkið út í óvissuna“ sem var heitið sem þeir gáfu „brexit,“ myndi draga allan kjark úr neytendum, sem myndu kippa að sér hendinni og þau viðbrögð leiða til mikils samdráttar. Seðlabanki Breta tók undir þetta. Hið gagnstæða hefur gerst eftir að úrslitin lágu fyrir. Fullyrt var að gengi punds myndi snar- lækka. Sú spá hefur að nokkru gengið eftir. En áhrif þess á verðbólgu eru enn lítil öndvert við spár. Lækkun pundsins hefur á hinn bóginn þegar haft mjög já- kvæð áhrif á ferðamannastraum, styrkt stöðu útflutningsgreina, sem kemur ekki Íslendingum á óvart, og dregið nokkuð úr innflutningi. Nú eru teikn um það að pundið sé tekið að hækka á ný. Olíuverð átti að taka enn eina dýfu með „brexit“. Olíuverð hefur farið hækkandi, þótt óvarlegt sé að spá um framvindu þess. Fullyrt var að hlutabréfamarkaður í Bretlandi rústaðist yrði ákveðið að kveðja ESB. Fyrstu vikurnar virtist sú spá kannski hin eina sem gengi sæmi- lega eftir af hrakspánum. En það var engu líkara en að lækkunin hafi aðeins átt rót í hrakspánum. Þegar þær gengu ekki eftir náði markaðurinn strax átt- um. Nú, aðeins tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðslu, er FTSE-hlutabréfa- vísitalan í hæstu hæðum. Morgunblaðið/Rax ’ Furðulegt ferli um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu strandaði árið 2011. Nú er almenningi orðið ljóst að utanríkisráðherra og þar með ríkisstjórn landsins var kunn- ugt um hvernig komið var. Enda hvernig mátti annað vera? En augljóslega var ákveðið að halda þessari mik- ilvægu staðreynd leyndri fyrir þingi og þjóð. 21.8. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.