Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Blaðsíða 40
LESBÓK Í Eldborgarsal Hörpu 20. ágúst kl. 15 er höfðað til yngri kynslóð-arinnar með ævintýrinu sívinsæla um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofíev. Bjarni Frímann Bjarnason stýrir hljómsveitinni í fyrsta skipti. Pétur og úlfurinn 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 S viðslistahátíðin Every Body’s Spectacular, samstarfshátíð Reykjavík Dance Festival og Lókal, alþjóðlegrar leiklistar- hátíðar, hefst á miðvikudaginn, 24. ágúst, en á fimm dögum verða 19 leik- og dansverk, erlend og íslensk, sýnd víðs vegar um borgina. Er þetta í annað sinn sem hátíð- irnar sameinast, en einn fjögurra listrænna stjórnenda hátíðarinnar, Ragnheiður Skúla- dóttir, segir samstarfið hafa gengið afar vel og hátíðina vera mikilvægan glugga fyrir er- lenda aðila inn í íslenskar sviðslistir. „Við höfum hingað til fengið afar góð við- brögð frá sendiboðum erlendra hátíða, sem hafa orðið til þess að líf íslenskra sýninga hef- ur getað lengst til muna. Líkt og áður eigum við von á um 30 erlendum aðilum sem koma hvaðanæva til að sjá hvað er að gerast í sjálf- stæðu leikhús- og danssenunni hérlendis,“ segir Ragnheiður. „Alþjóðasamfélagið sýnir því sem er að ger- ast í íslenskum listum mikinn áhuga en það er alltaf svolítið meiri fyrirhöfn að koma því á framfæri sem er að gera í sviðslistum en til dæmis tónlist, þar sem hægt er að senda efni rafrænt milli landa og með lítilli fyrirhöfn. Því er mjög mikilvægt að halda þessum glugga opnum með hátíðum eins og Every Body’s Spectacular. Listamenn sem taka þátt í þess- um hátíðum finna það líka að þetta hjálpar til við að koma þeim á kortið úti enda er þetta eina hátíðin af þessu tagi hér á landi.“ Er hátíðin í ár búin til í kringum eitthvert þema í ár? „Okkur finnst heftandi að vera með þema fyrir fram en engu að síður verður það til þar sem það er alltaf eitthvað sem liggur í loftinu. Í ár erum við að vinna með eitthvað sem kalla mætti „berskjöldun“; berskjöldun líkamans og berskjöldun raddarinnar. Í ár erum við einnig að fara enn lengra með ákveðnar áherslur varðandi hluta af dagskránni; við hleypum hátíðinni út úr leikhúsinu; út á götu og inn í skóla og kirkjur. Atriðin eru þá ort inn í ákveðin rými.“ Má þar nefna sem dæmi að ein sýningin byggir á upplifunum úr öldungablaki og fer fram í íþróttasal Hlíðaskóla. Þá mun fólk stíga á stokk við Sæbraut og segja fréttir frá fjarlægum stöðum, í „beinni útsendingu“. Eitt verkið leiðir áhorfendur út fyrir borgar- mörkin og í Fríkirkjunni verður svokölluð „glæðingamessa“ þar sem umfjöllunarefnið er „kulnun“. Loks má geta merkilegrar hljóð- innsetningar og ferðalags í gamla Farsóttar- húsinu við Þingholtstræti. Markmiðið með þessum sýningum er að vekja athygli áhorf- enda á hinum ýmsu ólíku kimum samfélagsins og sviðsetja verk sem byggja á reynslu al- mennings. „Við skilgreinum sviðslistirnar mjög vítt og sem dæmi um það mun hin heimsfræga söng- konan Peaches opna hátíðina með því að syngja öll níu hlutverkin úr söngleiknum Jesus Christ Superstar, en verkið kallast Peaches Christ Superstar. Þá erum við með glænýja sýningu frá Gjörningaklúbbnum, sem fagnar 20 ára af- mæli nú í ár. Það er gaman að geta tekið utan um allar listgreinarnar á hátíðinni eins og að hafa til dæmis þarna hóp sem kemur úr myndlistinni. Það er svo mikil gróska í list- unum og alveg eins og fólk vill ekki lengur binda sig við einhverja ákveðinna stjórn- málaflokka vill það ekki heldur vera bundið af því að halda sig við einhverja eina listgrein. Þar er ákveðin bylgja þar sem listamenn eru að prófa að fara yfir landamærin yfir í aðrar listgreinar.“ Hugmyndafræðin á bak við Every Body’s Spectacular er tvíþætt. Annars vegar að bera á borð fyrir borgarbúa það markverðasta sem er að gerast í erlendum samtímasviðslistum og kynna athyglisverða hluti í íslenskum sam- tímasviðslistum. Til að velja listamenn á há- tíðirnar erlendis er ferðast um allar trissur og hér heima hefur ýmist verið leitað til lista- manna eða þeir leitað til hátíðarinnar. „Fókusinn er á sjálfstæðu senuna. Við er- um alltaf að leita að því sem er að gerast næst – hvernig sviðslist morgundagsins verður. Og það hefur alltaf verið markmið beggja þess- ara hátíða, Lókal og RDF, að vera viðbót við það sem fyrir er.“ Fram undan er spennandi dagskrá sem hægt er að renna yfir hér til hliðar en hvað getur Ragnheiður sagt lesendum um einhver einstök spennandi atriði? „Ég get til dæmis nefnt verk sem heitir Bergman í Úganda eftir Svíann Markus Öhrn, en hann fór til Kampala í Úganda og sýndi þar hópi íbúa kvikmyndina Persónu eft- ir Ingmar Bergman sem þeir horfðu á í litlum kofa. Það sem þeir gera í Úganda er að í stað þess að texta myndir eru þeir með lifandi flutning; mann sem situr fremst og útskýrir myndina og miðlar því sem er að gerast. Markus tók upp áhorfendur að horfa á mynd- ina og í Listasafni Reykjavíkur verður bæði hægt að horfa á myndina og svo á upptöku af fólkinu að horfa á þessa mynd og fá útskýr- ingar á henni. sitja á milli þessara tveggja heima og sjá hvernig þeir mætast.“ Ragnheiður bendir líka á verkið Still Stand- ing You þar sem hinn belgíski Pieter Ampe og hinn portúgalski Guilherme Garrido, leyfa áhorfendum á ýsmegilegan hátt að skyggnast inn í birtingarmyndir vináttu. „Þessir tveir danshöfundar bera á borð fyr- ir okkur mjög líkamlegan og hrikalega skemmtilegan performans sem snertir mann á hina ýmsu vegu. Þá verður spennandi kvik- myndaprógramm í Bíó Paradís, svo að okkur er ekkert heilagt í þessum efnum. Svo má líka geta þess að við höfum verið í mjög öflugri samvinnu við Listaháskóla Íslands, en það þarf gott fólk til að skipuleggja og halda utan um þetta. Fólkið á bak við tjöldin er margt fyrrverandi nemendur LHÍ sem hafa átt stór- an þátt í að þessi hátíð verði til. Upphaflega unnu þeir sem sjálfboðaliðar meðfram námi en eru í dag á launaskrá. Svo hefur það óformlega samstarf orðið til þess að við erum komin í formlegt samstarf.“ Ragnheiður hvetur fólk til að mæta á við- burðina í ár og láta koma sér á óvart. „Það er markmið okkar, að kynna nýjar og spennandi sviðslistir. Og það er hugvíkkandi reynsla, að ganga inn í þetta hátíðarbjarg.“ „Það er hugvíkkandi reynsla, að ganga inn í þetta hátíðarbjarg,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, einn listrænna stjórnenda Every Body’s Spectacular. Morgunblaðið/Þórður Hugvíkkandi hátíð Sviðslistir morgundagsins eru í aðalhlutverki á sviðslistahátíðinni Every Body’s Spectacular sem hefst í vikunni. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Í ár erum við einnig að faraenn lengra með ákveðnaráherslur varðandi hluta af dag-skránni; við hleypum hátíðinni út úr leikhúsinu; út á götu og inn í skóla og kirkjur. Atriðin eru þá ort inn í ákveðin rými.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.