Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 12

Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 12
Hóparnir Þýski og íslenski hópurinn og leiðtogar í Tübingen. Fróðleikur og skemmtun Milli þess sem stelpurnar pældu í stöðu kvenna fóru þær í alls konar leiki. M.a. fóru þær Sig- ríður Rún og Matthildur Ósk (neðst t.h.) í svokallaðan samúræjaleik í þágu hópeflis, leiknum fylgdu gríðarleg öskur. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is M arkmið verkefnisins Girls4Girls er að efla sjálfsmynd ungra stúlkna. Þemað er No Limits for Girls, eða Stelpum eru allir vegir færir, og snýst meðal annars um að hvetja þær til að skoða sjálfsmynd sína og velta um leið fyrir sér hvað eða hver hefur áhrif á hana og með hvaða hætti, hverjar væntingar samfélagsins eru til þeirra og hvort þær telji sig njóta sömu réttinda og strák- ar. Einnig, og kannski ekki síður, að kenna þeim að treysta á sig sjálfar og vera sjálfstæðar,“ segir Sigríður Rún Tryggva- dóttir, sókn- arprestur á Eg- ilsstöðum, en hún og Matthild- ur Ósk Óskars- dóttir, æskulýðs- fulltrúi kirkjunnar á Vopnafirði, voru leiðtogar tíu 14 til 16 ára stúlkna af Austurlandi sem þátt tóku í verkefninu. Girls4Girls er ungmenna- skiptaverkefni Þjóðkirkjunnar og Ejr, æskulýðssambands á vegum þýsku kirkjunnar, sem var gest- gjafinn að þessu sinni. Gert er ráð fyrir að Ísland endurgjaldi gest- risnina að ári, en þá verður þemað sjálfbærni. Tuttugu stelpur Þátttakendur voru jafnmargir frá hvoru landi og fóru íslensku stúlkurnar ásamt leiðtogum sínum til fundar við þýskar stallsystur sínar og leiðtoga þeirra í háskóla- borginni Tübingen í Suður- Þýskalandi þann 10. ágúst. Daginn eftir hófst fjölbreytt og þaul- skipulögð tíu daga dagskrá. Verk- efnið teygði sig líka til Unter- hausen í Liechtenstein, en þangað fór hópurinn um miðbik dvalar- innar. „Bara til að fá tilbreytingu og brjóta upp mynstrið,“ útskýrir Sigríður Rún. Girls4Girls er að hennar sögn nokkurs konar hliðarverkefni People4People, þriggja ára verk- efnis um mannréttindi á vegum kirkna á Íslandi, í Póllandi og Þýskalandi. „Ég og þýski leiðtog- inn sóttum um í fyrra og fengum Erasmus+ styrk hjá Evrópu unga fólksins fyrir verkefni ætlað stelp- um í dreifbýli sem alla jafna hafa ekki sömu tækifæri og stelpur í þéttbýli til að taka þátt í alþjóð- legum verkefnum. Síðan aug- lýstum við eftir þátttakend- um og hófumst handa við undirbúninginn,“ segir Sig- ríður Rún og lætur þess jafn- framt getið að fyrirtæki og kvenfélög fyrir austan hafi lagt mikið af mörkum til að styðja við verkefnið. Íslensku stelpurnar voru víðs vegar af Austurlandi, t.d. frá Egilsstöðum, Djúpavogi, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík, og höfðu allar tekið virkan þátt í æskulýðs- starfi kirkjunnar. „Í ljós kom að dreifbýli er ekki það sama í augum Þjóðverja og Íslend- inga. Þýsku stelpurnar töluðu um heimabæi sína sem smábæi þótt þar byggju 100 þúsund manns og ráku upp stór augu þegar ein íslensk sagði að í skólanum sínum væru bara 13 nemendur,“ rifjar Sigríður Rún upp. Undirbúningur ferðarinnar og verkefnisins sem slíks hófst í vor þegar Sigríður Rún og einn ís- lenski þátttakandinn hittu Jenni- fer, þýska leiðtogann, og eina úr hópnum hennar í Þýskalandi til skrafs og ráðagerða. Síðan tóku við tölvupóstar fram og til baka, enda að mörgu að hyggja þegar stóra stundin rynni upp. Óformleg menntun „Íslensku stelpurnar þekktust lítið innbyrðis og þær þýsku ekki heldur. Þær unnu saman í hópum, jafnmargar frá hvoru landi, og náðu ótrúlega vel saman. Öll sam- skipti fóru fram á ensku, sem var mikil áskorun fyrir þær, og raunar kom mér á óvart hversu góðar þær voru í málinu,“ segir Sigríður Rán og lýkur lofsyrði á „þessar frábæru stelpur“ eins og hún seg- ir. Engir árekstrar, aldrei vesen eða vandamál. Þegar stelpurnar höfðu sofið úr sér ferðaþreytuna var þeim ekki til setunnar boðið. Dagskráin hófst í bítið um morguninn. En fyrst var bænastund eins og alla morgna og stundum líka á kvöldin. „Stelpurnar báru sjálfar að miklu leyti ábyrgð á dagskránni. Þær undirbjuggu bænastundir, sáu um að allar mættu á réttum tíma, héldu dagbók á sameig- inlegri vefsíðu og margt fleira. Við leiðtogarnir lögðum upp verkefni en gerðum okkur far um að mata þær ekki of mikið heldur leyfa þeim að ráða ferðinni og sköpunarkrafti þeirra að njóta sín. Fyrir vikið tóku viðfangs- efnin stundum óvænta stefnu og því má segja að um óformlega menntun hafi verið að ræða.“ Þótt sjálfsmyndin væri í brennidepli – eða kannski einmitt þess vegna – snerust verkefnin um jafnrétti, stöðu og réttindi kvenna fyrr og nú, og hvernig eða hvort stelpurnar gætu sjálfar haft áhrif í þeim efnum. „Við ræddum mikið um staðalmyndir kvenna, hvernig samfélagið og samfélagsmiðlar segja okkur að vera,“ skrifuðu ís- lensku stelpurnar á vefinn kirkj- an.is við heimkomuna. Svo gerðu þær í samvinnu við þýsku stelp- urnar verkefnunum góð skil á vefsíðunni sinni frá degi til dag. Þar kemur fram að þær fóru líka í stuttar skoðunarferðir, meira að segja búðarráp, og voru aukin- heldur vel haldnar í mat og drykk. Skemmtun og fróðleikur í bland. Konur fyrr og síðar Fyrsta daginn voru til um- fjöllunar íslenskar og þýskar konur sem vegna afreka sinna komust á spjöld sögunnar. Dag- inn eftir voru samtímakonur á dagskrá. „Þær skoðuðu umfjöllun um konur í fjölmiðlum og hvernig um þær er talað í samfélaginu, hvaða konur hafa skarað fram úr í pólitík á Íslandi og Þýskalandi, eða verið á annan hátt áberandi, til dæmis í leiklist og listum. Í tengslum við þá umfjöllun var stelpunum skipt í þrjá hópa með ritstjóra í forsvari hvers hóps og einum aðalritstjóra. Verkefnið fólst í að búa til tímarit, velja for- síðumynd og aðrar myndir auk þess að skrifa texta,“ segir Sig- ríður Rún og nefnir sitthvað fleira sem stelpurnar tóku sér fyrir hendur. Einn daginn fóru þær út á götu og spurðu vegfar- endur um jafnrétti og femínisma og margt fleira mætti tína til. „Verkefnin sem við unnum voru fjölbreytt og skemmtileg,“ skrifuðu stelpurnar á fyrrnefndan vef kirkjunnar. Verkefnið „Our story“ fannst þeim þó standa uppúr, en það fólst í að þær gerðu veggspjöld sem fjölluðu um þær sjálfar. Merkilegast þótti þeim að sjá hversu ólíkar þær reyndust vera. Besta vinna í heimi Spurð um helstu vandamál sem ungar stelpur eigi við að glíma nefnir Sigríður Rún að þeim hætti til að bera sig saman við fólk sem ekki sé til í raun- veruleikanum. Af því leiði að stelpunum finnist þær ekki nógu sætar og klárar. „Mér finnst sláandi hversu ungt fólk er kvíðið, sem kannski helgast af því að flestir lifa opin- beru lífi á samfélagsmiðlum á sín- um mestu mótunarárum. Stelp- urnar í verkefninu Girls4Girls ræddu þetta og voru sammála um að hætta að láta útlitsumræðuna afvegaleiða sig og einblína frekar á það sem skiptir raunverulega máli,“ segir Sigríður Rún. „Ég er í bestu vinnu í heimi. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að taka þátt í þessu verkefni með stelp- unum og ég hlakka til á næsta ári þegar við tökum á móti þýsku stelpunum,“ bætir hún við. Stelpum eru allir vegir færir Tíu stelpur á aldrinum 14 til 16 ára af Austurlandi tóku ásamt jafnmörgum þýskum jafnöldrum sínum þátt í ungmenna- skiptaverkefninu Girls4Girls í Tübingen í Suður-Þýskalandi. Sjálfsmyndin var í brennidepli sem og alls konar verkefni sem hverfðust um réttindi og stöðu kvenna fyrr og nú. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Egilsstöðum, og Matthildur Ósk Óskarsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar á Vopnafirði, voru leiðtogar hópsins. Sigríður Rún Tryggvadóttir 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 Við heimkomuna sögðu íslensku þátttakendurnir frá upplifun sinni af verkefninu Girls4Girls á vef Þjóðkirkjunnar: „Þessi ferð var algjör draumur. Við sungum íslensk lög og tókum „Víkingaklappið“ við öll tæki- færi, hvort sem það var í lest eða labbandi um götur í Þýskalandi. Það sem okkur íslensku stelpun- um finnst standa mest upp úr er klárlega hversu vel við náðum saman sem hópur. Frá því að við hittumst á Egilsstaðaflugvelli í byrjun ferðarinnar og þar til núna höfum verið eins og ein fjölskylda. Við hlógum saman og grétum saman. Minningarnar, vináttan og kærleikurinn er eitthvað sem engin af okkur mun nokkurn tím- ann gleyma. Eftir að hafa unnið nokkur verkefni, rætt málefnin og velt þeim vel fyrir okkur komumst við að niðurstöðu: Jafnrétti á Íslandi í dag er ágætt en þó langt frá því að vera eins gott og það getur verið. Samkvæmt lögum á Íslandi hafa karlmenn og konur sömu réttindi, en að okkar mati á hugsunarháttur samfélagsins langt í land. Við leggjum til að fólk hætti að hlutgera konur, að setja óraunhæfar kröfur á konur og dæma hvað annað, þannig getum við tekið stórt skref í áttina að jafnrétti.“ „… að fólk hætti að hlutgera konur“ Forsíður Drottn- ingar, Heimur konu og jafnrétti. VIÐ LEGGJUM TIL …

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.