Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Í vor blöstu við mér ýmis tímamót. Ég ákvað að hætta sem útvarps-þulur því að vaktir þula eru æði langar og henta okkur hjónumekki lengur. Ég byrjaði árið 2008 og hef nú skilað af mér síðustu
vaktinni,“ segir Anna Sigríður Einarsdóttir, sem á 65 ára afmæli í
dag.
Hún fagnaði í vor 40 ára útskriftarafmæli frá Leiklistarskóla Ís-
lands og átti jafnframt 45 ára stúdentsafmæli frá MA. Í sumar voru
liðin 20 ár frá námsdvöl við Háskólann í Flórens, þar sem Erasmus-
kerfið gerði henni kleift að bæta nokkrum kúrsum inn í ítölsku- og
latínunám til BA-prófs frá Háskóla Íslands. „Ég þraukaði í leiklist
með öðrum störfum í 15 ár og vann á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
Landspítala í níu ár áður en ég gerðist þulur á Gufunni.
Ég sný mér nú að öðrum verkefnum eftir því sem aðstæður leyfa
enda er ég á besta aldri. Reyndar bauð kallinn minn mér hálft starf
þegar ég benti honum á að ég hefði lesið launalaust fyrir hann í 40 ár.
Ég les upphátt bækur sem höfða til okkar beggja og slæ þrjár flugur í
einu höggi; við meðtökum bæði tvö efni bókanna og ég held mér í upp-
lestrarþjálfun. Ég mun því lesa áfram, bæði hátt og í hljóði, því mér
hentar vel að sýsla við bækur og texta.“
Eiginmaður Önnu Sigríðar er Helgi Pétursson, fyrrverandi sjó-
maður, um árabil skipstjóri hjá Eimskip, síðar starfsmaður í tveimur
fyrrverandi bönkum, Búnaðar- og MP.
„Á afmælisdaginn verðum við annaðhvort heima eða að heiman –
og þá í sumarbústaðnum vestur í Arnarfirði. Þar eru ræturnar því ég
fæddist á Bíldudal og sleit þar barnsskónum.“
Á Hvestusandi í Arnarfirði Anna Sigríður (t.h.) með æskuvinkonu
sinni, Hallveigu Ingimarsdóttur, leikskólakennara og ljóðskáldi.
Hættir sem út-
varpsþulur á Rás 1
Anna Sigríður Einarsdóttir er 65 ára í dag
G
eorg Arnar Halldórsson
er fæddur í Reykjavík
25. ágúst 1986 og er
uppalinn í Mosfellsbæ.
Hann gekk í Varmár-
skóla og Gagnfræðiskóla Mosfells-
bæjar.
Starfsferillinn
„Matreiðsluferillinn minn hófst
þegar ég var 13 ára gamall þegar ég
fékk vinnu á Pizzabæ í Mosfellsbæ.“
Frá árunum 2004 til 2009 vann
Georg á þó nokkuð mörgum veit-
ingastöðum í Reykjavík. Þess á milli
stundaði hann listnám í Myndlista-
skólanum og í Iðnskólanum í
Reykjavík. „Ég held að ég hafi náð
að nýta mér þetta nám í starfinu. Er
með næmari auga fyrir smáatrið-
unum sem getur reynst manni mjög
vel til dæmis í landsliðinu.“
Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður – 30 ára
Fjölskyldan Georg, Snædís og Elma á ferðalagi í fyrrasumar með Reynisdranga í baksýn.
Á fullu að undirbúa sig
fyrir ólympíuleikana
Á Kolabrautinni „Maturinn á Kolabrautinni er blanda af nútíma norrænni
matargerð með ítölskum áhrifum,“ segir Georg Arnar.
Freyja Hannesdóttir, Dröfn Pétursdóttir og Kormákur Ari Guðbrandsson (vant-
ar á myndina) héldu nokkrar tombólur, m.a. í Páluhúsi á Hofsósi, við Krónuna í
Hafnarfirði og á Ásvallagötu. Þau styrktu Rauða krossinn á Íslandi um afrakst-
urinn, alls 8.784 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is