Morgunblaðið - 29.08.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.08.2016, Qupperneq 2
Enn er stöðugur straumur ferðamanna á Íslandi, eins og sést á þessari mynd af Jökulsárlóni, sem sýnir lónið frá sjaldgæfu sjónarhorni. Fólk sem ferðast um landið getur fagnað því að veðurspá næstu daga er mild og góð, enn eru eftir sumar- dagar. Spáð er norðlægri eða breytilegri átt í dag en dálítilli súld eða rigningu austanlands. Ísjakastæði á lóninu og bílastæði á planinu Morgunblaðið/RAX 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sjúkraflugferðum fjölgaði um 18% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og hafa aldr- ei fleiri ferðir verið flognar á þess- um mánuðum ársins en nú. Samkvæmt tölum sem Hildi- gunnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahússins á Ak- ureyri, tók saman voru 404 tilvik sjúkraflugs samanborið við 343 á sama tíma í fyrra. Að sögn Hildi- gunnar má heilt yfir sjá merki um að flugferðum fjölgi hægt og bít- andi ár frá ári. Kippur varð milli áranna 2013 og 2014 þegar sjúkraflug til Vest- mannaeyja hófst, að því er fram kemur í Vikudegi, en þá fór fjöld- inn úr 457 flugferðum á einu ári í 537 ferðir. „Aldrei hafa verið fleiri flugferðir og það er ákveðinn stíg- andi í þessu. Það kom reyndar mikið stökk milli 2013 og 2014, en þá voru tilvikin talsvert færri. Það er alveg ljóst að ef þetta heldur svona áfram er þetta metár í fjölda flugferða,“ segir Hildigunnur í samtali við Morgunblaðið. Hún býst við um 700 flugferðum á þessu ári, verði fjölgunin með svip- uðum hætti á fyrstu mánuðum árs- ins. „Um það bil helmingur flugferða flokkast undir forgang eitt og tvö. Það eru þær flugferðir sem krefj- ast styttri viðbragðstíma og það eru þær sem skipta okkur miklu máli og við bendum á til dæmis í tengslum við neyðarbrautina,“ seg- ir hún. „Einnig er fólk oftar flutt af spítala eftir rannsóknir eða legu.“ Flestar flugferðanna eru vegna hjarta- og æðasjúkdóma að sögn Hildigunnar. Þar á eftir koma meðal annars flutningar á sjúk- lingum og hinir ýmsu áverkar sem krefjast skjótra viðbragða. Í um það bil þriðjungi flugferðanna hef- ur læknir verið um borð. jbe@mbl.is Stefnir í metár í sjúkraflugi Morgunblaðið/RAX Sjúkraflug Sjúkraflugferðum hefur fjölgað um 18% fjölgun á milli ára.  18% fjölgun frá fyrra ári á fyrstu mánuðum ársins Humarvertíðin í ár hefur verið af- ar slæm, alveg eins og síðustu ár, að sögn Þrast- ar Þorsteins- sonar, fyrrver- andi skipstjóra á Þorlákshöfn. „Vertíðin var mjög góð framan af, í mars, apríl og maí, sérstaklega á Austurlandi. Síð- an hefur þetta gengið frekar illa,“ segir Þröstur. Þröstur segir að aðallega veiðist stór humar og að vantað hafi smáan humar í nokkur ár. Spurður hver ástæðan sé fyrir lélegri veiði segir hann að erfitt sé að vita það fyrir víst en að hærri hiti sjávar sé sennilega líklegasti þátturinn. Humarveiðin er þó sérstök að sögn Þrastar. „Það eru svæði þar sem veiddist vel í upphafi en duttu út í tugi ára, og svo kemur hörku- veiði þar upp úr þurru.“ Humar- vertíðin enn slæm  Fór vel af stað en hallaði undan fætiSkúli Halldórsson sh@mbl.is Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist hafa tek- ið eftir þeim hörðu viðbrögðum sem kaupaukagreiðslur til starfsmanna Kaupþings hafa vakið í þjóðfélaginu. Eins og áður hefur verið greint frá verður tillaga um sérstaka kaupauka fyrir starfsmenn Kaupþings lögð fyrir aðalfund félagsins á morgun. Í samtali við Morgunblaðið stað- festir Unnur að félagið lúti ekki eftirliti stofnunarinnar og heyri þar með ekki undir lög um fjármálafyrir- tæki, sem takmarka kaupauka- greiðslur við 25% af árslaunum við- komandi starfsmanns. „Það er greinilegt að fólki finnst að það eigi að vera einhverjar tak- markanir á þessu, og ég held að þingmenn séu að skoða það, þó að þeir nái kannski ekki utan um þetta afturvirkt,“ segir Unnur. „En þetta er einhver menning sem við þekkjum annars ekki í ís- lensku þjóðfélagi.“ Unnur bendir á að þótt FME hafi ekki virkt eftirlit með félaginu sé eft- ir sem áður fylgst með því. Vísar hún til þess að Kaupþing eigi 87% hlut í Arion banka. Þó að bankinn sé þann- ig mjög stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða sé hann svo lítill hluti eignasafnsins að félagið geti ekki talist sem svokallað „eignarhalds- félag á fjármálasviði“, en þá myndi það sjálfkrafa heyra undir lögin. „Ef félagið selur eignir úr safninu en heldur bankanum áfram þurfum við að fylgjast grannt með hvenær og hvort það fellur undir lögin,“ seg- ir Unnur að lokum. BSRB hefur skorað á Alþingi að bregðast við og tryggja „að skatta- umhverfi hér á landi sé þannig að þeir sem hafa háar tekjur greiði ríf- lega til samfélagsins,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá bandalag- inu. „Bljúgir við að dreifa“ Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem situr í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir félagið þurfa að gefa mjög ná- kvæmar skýringar á greiðslunum. „Þetta er þrotabú. Og það er mjög merkilegt að kröfuhafar skuli vera svona bljúgir við að dreifa.“ Aðspurður segir hann það þó á mörkunum hvort Alþingi geti brugð- ist við á einhvern hátt. „Þetta er jú einkaréttarlegur samningur sem er gerður þarna og það er nú þegar búið að breyta lög- um um gjaldþrotaskipti bankanna nokkrum tugum sinnum. Það er spurning hvað Alþingi á að ganga langt í að skipta sér af einkarétt- arlegum samningum.“ Tillaga um kaupaukagreiðslur Kaupþings fær mikla gagnrýni  Menning sem þekkist ekki í þjóðfélaginu, segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins Morgunblaðið/Ómar Kaupþing Áður banki, nú eignar- haldsfélag með hlut í bankanum. Í hnotskurn » Kaupþing starfar sem eign- arhaldsfélag og á meðal ann- ars 87% hlut í Arion banka. » Tillaga um kaupaukakerfi verður lögð fyrir aðalfund Kaupþings á morgun. » Tuttugu starfsmenn gætu þá fengið úthlutað samtals tæplega 1,5 milljörðum króna. » Félagið fellur ekki undir lög sem takmarka slíka kaup- auka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.