Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100
Þekkingarfyrirtæki í
málmiðnaði og véltækni
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Ekki þarf mikið til að örvaBirgittu kaptein Jónsdóttur
til skylminga á netinu. Hún las í
slúðurdálki, haft eftir einni nafn-
lausri meintri heimild, að „búast
megi við hörðum skotum“ frá
Sjálfstæðisflokknum á Pírata.
Birgitta dregurvíðtækar
ályktanir af þess-
um slúðurmola og
segir „augljóst að
allt sé gert fyrir
völdin“. Hún telur
þetta, sem haft er
eftir nafnlausu
heimildinni í slúð-
urdálkinum, „ömurlega taktík“
hjá Sjálfstæðisflokknum.
Svo segir hún: „Við Píratarhöfum frekar reynt að út-
skýra hvað það er sem við viljum
gera ef við fáum umboð.“
Þetta er alveg furðulega fabú-lerað af engu tilefni hjá for-
ingja stjórnmálaflokks, en gefur
svo sem vísbendingar um hverju
búast má við af flokknum fái
hann aukið vægi í landsmálunum.
Og það er líka sérstakt aðkapteinninn tali með þessum
hætti þegar hann sjálfur kemur
ítrekað fram og gagnrýnir aðra
harðlega og ræðst á stefnu
þeirra.
Þetta á ekki síst við um Sjálf-stæðisflokkinn, sem kapt-
einninn hefur ítrekað staðhæft að
ekki komi til greina að vinna með
eftir kosningar.
Hvernig væri að gæta sam-ræmis í málflutningi og
sýna örlitla stillingu gagnvart
óstaðfestum og nafnlausum mol-
um á netinu?
Birgitta
Jónsdóttir
Ofsafengin
viðbrögð við engu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 léttskýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 13 skýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 12 rigning
Kaupmannahöfn 19 skúrir
Stokkhólmur 13 súld
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 25 léttskýjað
Brussel 24 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 20 skúrir
París 26 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 21 rigning
Berlín 31 skýjað
Vín 29 heiðskírt
Moskva 19 heiðskírt
Algarve 31 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 24 skýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 27 rigning
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:04 20:54
ÍSAFJÖRÐUR 6:00 21:08
SIGLUFJÖRÐUR 5:43 20:51
DJÚPIVOGUR 5:31 20:26
Sunna Davíðs-
dóttir, bardaga-
kona úr Mjölni,
verður fyrsti
kvenkyns at-
vinnumaður Ís-
lendinga í
blönduðum
bardagaíþrótt-
um, MMA. Fram
kemur í tilkynn-
ingu frá Mjölni að Sunna hafi
undirritað fjölbardagasamning
við bardagasambandið Invicta
Fighting Championships í Banda-
ríkjunum. Fyrsti bardaginn er í
Kansas City 23. september. And-
stæðingur Sunnu verður hin
bandaríska Ashley Greenway.
Þær eru báðar 31 árs, eru báðar
með grunn úr muay-thai og eru
báðar með fjólublátt belti í bras-
ilísku jiu-jitsu.
Mætir Ashley
Greenway 23. sept.
Áform um að opna háloftaveitinga-
stað á Klambratúni þar sem gestir
eru hífðir upp í 45 metra hæð með
krana er í bið. Jóhannes Stefánsson
veitingamaður, gjarnan kenndur við
Múlakaffi, og Jón Axel Ólafsson út-
gefandi hjá Eddu voru meðal þeirra
sem höfðu uppi áform um að opna
veitingastaðinn. Fékk hugmyndin
jákvæða umsögn hjá umhverfis- og
skipulagssviði þegar leitað var þang-
að með erindi síðasta vetur. Nú virð-
ist vindur úr verkefninu. „Það er
ekkert verið að vinna í þessu eins og
er. Það var vel tekið í þessa hug-
mynd í borgarkerfinu og borgin
sýndi þessu mikinn áhuga en svo
þurftum við að kanna þetta betur og
þetta hefur legið niðri. Kannski
kemur þetta og kannski ekki,“ segir
Jóhannes.
vidar@mbl.is
Vindur úr háloftaverkefni
Snætt á lofti Dinner in the Sky er
þekkt vörumerki víða um heim.
Rannsóknarsetrið um nýsköpun og
hagvöxt stendur ásamt öðrum að
ráðstefnu í fundarsal Þjóðminja-
safnsins frá klukkan 14 til 17 í dag,
um tvær ólíkar leiðir til að úthluta
aflaheimildum. Annars vegar afla-
reynslu og frjáls viðskipti með afla-
heimildirnar, og hins vegar uppboð
á vegum ríkisins.
Gary Libecap, prófessor í hag-
fræði við Kaliforníuháskóla í Santa
Barbara, flytur fyrirlestur þar sem
hann leitast við að svara spurning-
unni um hvers konar fyrirkomulag
fiskveiða sé hagkvæmast fyrir þjóð-
ina til langs tíma.
Ragnar Árnason, prófessor í
fiskihagfræði við Háskóla Íslands,
flytur fyrirlestur um „Skattlagn-
ingu sjávarútvegs og skilvirkni“.
Eftir fyrirlestrana verða pallborðs-
umræður. johannes@mbl.is
Úthlutunarleiðir krufðar
Morgunblaðið/Alfreð Finnsson
Veiði Um borð í skipinu Steinunni.
Mikill viðbúnaður var virkjaður síð-
degis í gær þegar Landhelgisgæsl-
unni barst fjöldi neyðarboða frá ís-
lenskri flugvél yfir landinu.Tvær
þyrluáhafnir og björgunarsveit
voru kallaðar út og samhæfingar-
miðstöðin í Skógarhlíð virkjuð.
Fljótlega náðist í flugmann vél-
arinnar. Flugvélin reyndist vera á
flugi í Skagafirði og „allt í góðu
lagi“. Voru þá allar bjargir aftur-
kallaðar.
Viðbúnaður vegna
neyðarboða í flugvél
Sunna Davíðsdóttir